Weinstein segist saklaus Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2018 14:33 Harvey Weinstein. Vísir/AP Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur lýst yfir sakleysi sínu fyrir rétti í New York, þar sem hann hefur verið ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot. Honum er gert að hafa nauðgað konu á hótelherbergi í borginni og þvingað aðra til munnmaka á skrifstofu sinni. Hann mun þurfa að greiða milljón dala í tryggingu til að fá að ganga laus á meðan réttarhöld standa yfir. Weinstein var um skeið einn farsælasti kvikmyndaframleiðandi í Hollywood en á síðustu mánuðum hafa rúmlega 70 konur í kvikmyndaiðnaðinum stigið fram og sakað Weinstein um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi. Fjöldi leikkvenna hefur greint frá því að Weinstein hafi beitt áhrifum sínum í Hollywood og hótað því að koma í veg fyrir framgang þeirra í starfi myndu þær ekki beygja sig undir vilja Weinsteins. Weinstein var ákærður í New York í síðustu viku en hann á einnig ákærur yfir höfði sér í Los Angeles, London og frá alríkisyfirvöldum Bandaríkjanna. Hann er 66 ára gamall og hefur að undanförnu dvalið á meðferðarstofnun í Arizona hvar hann sótti meðferð við kynlífsfíkn. Benjamin Brafman, lögmaður Weinstein, sagði þetta vera byrjunina á vörn skjólstæðings síns og að miðað við sönnunargögnin sem þeir hefðu séð væri málið auðunnið. Brafman sagði að eins slæmur glæpur og nauðgun væri, væri jafn slæmt að vera sakaður um nauðgun að ósekju. Réttarhöldin munu hefjast þann 20. september. Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Harvey Weinstein ákærður fyrir nauðgun Ákærudómstóll í New York hefur formlega ákært kvikmyndafrmaleiðandann. 30. maí 2018 22:58 Brad Pitt hótaði Harvey Weinstein lífláti "Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ 24. maí 2018 22:30 Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51 Verjandi Weinsteins á erfitt verk fyrir höndum: „Hann er táknmynd níðingsins“ Lögfræðingar eru sammála um að Ben Brafman, verjandi Weinsteins, eigi erfitt verk fyrir höndum. 26. maí 2018 19:46 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur lýst yfir sakleysi sínu fyrir rétti í New York, þar sem hann hefur verið ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot. Honum er gert að hafa nauðgað konu á hótelherbergi í borginni og þvingað aðra til munnmaka á skrifstofu sinni. Hann mun þurfa að greiða milljón dala í tryggingu til að fá að ganga laus á meðan réttarhöld standa yfir. Weinstein var um skeið einn farsælasti kvikmyndaframleiðandi í Hollywood en á síðustu mánuðum hafa rúmlega 70 konur í kvikmyndaiðnaðinum stigið fram og sakað Weinstein um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi. Fjöldi leikkvenna hefur greint frá því að Weinstein hafi beitt áhrifum sínum í Hollywood og hótað því að koma í veg fyrir framgang þeirra í starfi myndu þær ekki beygja sig undir vilja Weinsteins. Weinstein var ákærður í New York í síðustu viku en hann á einnig ákærur yfir höfði sér í Los Angeles, London og frá alríkisyfirvöldum Bandaríkjanna. Hann er 66 ára gamall og hefur að undanförnu dvalið á meðferðarstofnun í Arizona hvar hann sótti meðferð við kynlífsfíkn. Benjamin Brafman, lögmaður Weinstein, sagði þetta vera byrjunina á vörn skjólstæðings síns og að miðað við sönnunargögnin sem þeir hefðu séð væri málið auðunnið. Brafman sagði að eins slæmur glæpur og nauðgun væri, væri jafn slæmt að vera sakaður um nauðgun að ósekju. Réttarhöldin munu hefjast þann 20. september.
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Harvey Weinstein ákærður fyrir nauðgun Ákærudómstóll í New York hefur formlega ákært kvikmyndafrmaleiðandann. 30. maí 2018 22:58 Brad Pitt hótaði Harvey Weinstein lífláti "Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ 24. maí 2018 22:30 Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51 Verjandi Weinsteins á erfitt verk fyrir höndum: „Hann er táknmynd níðingsins“ Lögfræðingar eru sammála um að Ben Brafman, verjandi Weinsteins, eigi erfitt verk fyrir höndum. 26. maí 2018 19:46 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Harvey Weinstein ákærður fyrir nauðgun Ákærudómstóll í New York hefur formlega ákært kvikmyndafrmaleiðandann. 30. maí 2018 22:58
Brad Pitt hótaði Harvey Weinstein lífláti "Ef þú gerir eitthvað til að láta henni líða óþægilega aftur mun ég drepa þig.“ 24. maí 2018 22:30
Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51
Verjandi Weinsteins á erfitt verk fyrir höndum: „Hann er táknmynd níðingsins“ Lögfræðingar eru sammála um að Ben Brafman, verjandi Weinsteins, eigi erfitt verk fyrir höndum. 26. maí 2018 19:46