„Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 6. júní 2018 11:30 Á þeim 20 mánuðum síðan Sonja Einarsdóttir sótti um skilnað hefur hann verið dæmdur fyrir ofbeldið og fengið á sig fimm nálgunarbönn. Stöð 2 „Mælirinn var bara fullur“ segir Sonja Einarsdóttir um kvöldið sem hún fékk nóg af heimilisofbeldinu, sem hafði þá stigmagnast. Hún fór með börnin sín í Kvennaathvarfið það kvöld og fann þar kjarkinn til að hringja í sýslumann og biðja um skilnað. „Þetta kvöld var það versta sem ég hafði upplifað.“Enginn vafi Sonja var gift manninum í 18 ár en skilnaðarferlið hefur verið langt og erfitt og gagnrýnir hún kerfið harðlega fyrir ferlið í málum þolenda heimilisofbeldis. Núna 20 mánuðum seinna er hún komin með lögskilnað en skiptunum er enn ekki lokið. Sonja segir að það sé erfitt að kerfið meti allar aðstæður eins, skilnaðarferli sé eins hjá öllum, líka þegar um er að ræða skilnað við ofbeldismann eins og í hennar tilfelli. „Það er enginn vafi á því af því að hann fékk dóm fyrir þetta ofbeldi. Á þessum 20 mánuðum hefur hann líka fengið fimm nálgunarbönn og hann hefur sent mér hátt í 300 tölvupósta sem eru alveg frá því að vera ástarjátningar yfir í hótanir, beinar hótanir. Hann hefur tvisvar sinnum komið og rifið bílnúmerið af bílnum mínum. Þannig að það liggur enginn vafi á því um hvernig mál er að ræða. Þetta mál gæti ekki verið einfaldara í raun þó að kerfið sé flókið.“ Skilnaðarferlið hefur verið mjög dýrt fjárhagslega fyrir Sonju og hún veit ekkert hvenær þessu mun ljúka. Hennar ósk er að fá að byrja upp á nýtt og losna við allar áhyggjurnar og áreitið. „Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi.“Erfitt að breyta lögheimilinu Hún segir að kerfið viðhaldi ofbeldinu því maðurinn tefji stöðugt ferlið og komist upp með það. „Þetta strandar á honum. Til dæmis núna eftir að lögskilnaði lauk og forsjáin var tekin fyrir hjá dómstólum, hófst fjárskiptin í desember og hafa verið haldnir átta til níu fundir. Hann hefur aldrei mætt. Það eru veittir stöðugir frestir. Hann stjórnar ennþá ferðinni. Ofbeldið heldur áfram. Því lauk ekkert í október 2016. Það heldur áfram.“ Sonja gagnrýnir líka hversu erfitt það er að breyta skráningunni þannig að maðurinn væri ekki lengur með lögheimili á hennar heimili. Hún sótti um skilnað í byrjun október árið 2016 og fékk skilnað í október ári síðar en hann var þá enn með lögheimili skráð hjá henni. „Ég þurfti að tala við þjóðskrá og það tók tvo mánuði að afskrá hann af lögheimilinu mínu.“ Alls staðar sem hún sótti eftir aðstoð eða hjálp þurfti hún að fara yfir hóla og í gegnum lykkjur, leiðin var aldrei bein. Sonja er ein þeirra sem heldur erindi á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda sem fer fram í dag. Þar mun hún ræða sína reynslu og segir mikilvægt að ræða þessi mál. Sýnt verður frá ráðstefnunni í beinni hér á Vísi og erindi Sonju hefst klukkan 15:05. „Það þarf að tala um kerfið sem tekur við manni.“Ítarlegt viðtal við Sonju má finna í spilaranum hér að neðan. MeToo Tengdar fréttir 79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00 Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
„Mælirinn var bara fullur“ segir Sonja Einarsdóttir um kvöldið sem hún fékk nóg af heimilisofbeldinu, sem hafði þá stigmagnast. Hún fór með börnin sín í Kvennaathvarfið það kvöld og fann þar kjarkinn til að hringja í sýslumann og biðja um skilnað. „Þetta kvöld var það versta sem ég hafði upplifað.“Enginn vafi Sonja var gift manninum í 18 ár en skilnaðarferlið hefur verið langt og erfitt og gagnrýnir hún kerfið harðlega fyrir ferlið í málum þolenda heimilisofbeldis. Núna 20 mánuðum seinna er hún komin með lögskilnað en skiptunum er enn ekki lokið. Sonja segir að það sé erfitt að kerfið meti allar aðstæður eins, skilnaðarferli sé eins hjá öllum, líka þegar um er að ræða skilnað við ofbeldismann eins og í hennar tilfelli. „Það er enginn vafi á því af því að hann fékk dóm fyrir þetta ofbeldi. Á þessum 20 mánuðum hefur hann líka fengið fimm nálgunarbönn og hann hefur sent mér hátt í 300 tölvupósta sem eru alveg frá því að vera ástarjátningar yfir í hótanir, beinar hótanir. Hann hefur tvisvar sinnum komið og rifið bílnúmerið af bílnum mínum. Þannig að það liggur enginn vafi á því um hvernig mál er að ræða. Þetta mál gæti ekki verið einfaldara í raun þó að kerfið sé flókið.“ Skilnaðarferlið hefur verið mjög dýrt fjárhagslega fyrir Sonju og hún veit ekkert hvenær þessu mun ljúka. Hennar ósk er að fá að byrja upp á nýtt og losna við allar áhyggjurnar og áreitið. „Ég vil hefja nýjan kafla í mínu lífi.“Erfitt að breyta lögheimilinu Hún segir að kerfið viðhaldi ofbeldinu því maðurinn tefji stöðugt ferlið og komist upp með það. „Þetta strandar á honum. Til dæmis núna eftir að lögskilnaði lauk og forsjáin var tekin fyrir hjá dómstólum, hófst fjárskiptin í desember og hafa verið haldnir átta til níu fundir. Hann hefur aldrei mætt. Það eru veittir stöðugir frestir. Hann stjórnar ennþá ferðinni. Ofbeldið heldur áfram. Því lauk ekkert í október 2016. Það heldur áfram.“ Sonja gagnrýnir líka hversu erfitt það er að breyta skráningunni þannig að maðurinn væri ekki lengur með lögheimili á hennar heimili. Hún sótti um skilnað í byrjun október árið 2016 og fékk skilnað í október ári síðar en hann var þá enn með lögheimili skráð hjá henni. „Ég þurfti að tala við þjóðskrá og það tók tvo mánuði að afskrá hann af lögheimilinu mínu.“ Alls staðar sem hún sótti eftir aðstoð eða hjálp þurfti hún að fara yfir hóla og í gegnum lykkjur, leiðin var aldrei bein. Sonja er ein þeirra sem heldur erindi á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda sem fer fram í dag. Þar mun hún ræða sína reynslu og segir mikilvægt að ræða þessi mál. Sýnt verður frá ráðstefnunni í beinni hér á Vísi og erindi Sonju hefst klukkan 15:05. „Það þarf að tala um kerfið sem tekur við manni.“Ítarlegt viðtal við Sonju má finna í spilaranum hér að neðan.
MeToo Tengdar fréttir 79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00 Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
79 prósent þeirra sem leita í Bjarkarhlíð hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi Ragna Björg Guðbrandsdóttir heldur erindi í dag á málþinginu Ofbeldi sem kerfið lítur framhjá og ósýnileiki gerenda. 6. júní 2018 09:00
Segir kerfið viðhalda ofbeldinu eftir að ofbeldissambandi ljúki Sonja Einarsdóttir var í sambandi með fyrrverandi eiginmanni sínum í átján ár þar sem ofbeldi af hans hálfu stigmagnaðist ár frá ári. 4. júní 2018 19:15