Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. júní 2018 18:30 Slakað var á öryggisviðmiðum í viðhaldsframkvæmdum hjá Vegagerðinni í kjölfar efnahagshrunsins og hafa þau ekki verið hækkuð aftur. Verkfræðingur segir ástand Vesturlandsvegar, þar sem einn lést og níu slösuðust í fyrrakvöld, ekki vera gott. Tildrög banaslysins á Vesturlandsvegi við Enni í fyrradag eru enn til rannsóknar hjá lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa en samkvæmt síðustu fréttum liggja tveir af þeim níu sem slösuðust í árekstrinum enn á gjörgæsludeild, einn á almennri deild og sex hafa verið útskrifaðir. Slysið í fyrradag var annað banaslysið á nánast sama stað á veginum á fimm mánuðum. Í kjölfar banaslyssins í janúar skapaðist mikil umræða um ástand vegarins um Kjalarnes og þá brýnu nauðsyn að tvöfalda veginn. Síðan þá hefur ekkert gerst. Kjöraðstæður voru þegar slysið varð. Þurrt, bjart og lítill vindur. Við rannsókn umferðarslysa er meðal annars horft til þessara þátta, ástand vegar og fleiri atriða. Að minnsta kosti sex ár síðan viðhaldsframkvæmdir voru gerðar á þessum vegarkafla og hafa íbúar á Kjalarnesi og Akranesi kvartað mikið undan ástandi hans. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru framlög til viðhalds vega og öryggisviðmið lækkuð vegna efnahagshrunsins 2009, þar með talið malbikunarframkvæmdir. Þessi viðmið hafa ekki verið hækkuð aftur. Fyrir hrun var horft til þess að hjólför í malbiki væru ekki dýpri er 35 mm, svo farið væri í viðhaldsframkvæmdir, en var hækkað er 50 mm vegna aðhalds í rekstri. Samkvæmt mælingum á vettvangi slyssins í fyrradag eru voru hjólförin í malbikinu nær 40 mm. Hjá nágrannaþjóð okkar Finnum er viðmiðið 15mm á hraðbrautum, svo farið sé í framkvæmdir.Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá VegagerðinniVísir/Stöð 2„Fyrst núna þegar við erum að fá aukið fjármagn í viðhald getum við farið að vinna markvisst í að útrýma þessum hjólförum,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni.Hvernig metið þið ástandið á þessum vegi eins og staðan er í dag? „Þær mælingar sem ég hafði voru þrír og hálfur sentimetri (35mm) sem er töluvert mikið og ástandið er ekki gott,“ segir Birkir. Farið verður í viðhaldsframkvæmdir á þessu stað eftir um tvær vikur en framtíðarlausn er þó í sjónmáli þar sem Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar samþykkti í dag nýtt deiliskipulag um tvöföldun vegarins. Málið er nú komið í hendur Borgarráðs sem afgreiðir það svo áfram til Skipulagsstofnunnar sem heimilar framkvæmdir sem gætu hafist á næsta ári. Samgöngur Tengdar fréttir Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Slakað var á öryggisviðmiðum í viðhaldsframkvæmdum hjá Vegagerðinni í kjölfar efnahagshrunsins og hafa þau ekki verið hækkuð aftur. Verkfræðingur segir ástand Vesturlandsvegar, þar sem einn lést og níu slösuðust í fyrrakvöld, ekki vera gott. Tildrög banaslysins á Vesturlandsvegi við Enni í fyrradag eru enn til rannsóknar hjá lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa en samkvæmt síðustu fréttum liggja tveir af þeim níu sem slösuðust í árekstrinum enn á gjörgæsludeild, einn á almennri deild og sex hafa verið útskrifaðir. Slysið í fyrradag var annað banaslysið á nánast sama stað á veginum á fimm mánuðum. Í kjölfar banaslyssins í janúar skapaðist mikil umræða um ástand vegarins um Kjalarnes og þá brýnu nauðsyn að tvöfalda veginn. Síðan þá hefur ekkert gerst. Kjöraðstæður voru þegar slysið varð. Þurrt, bjart og lítill vindur. Við rannsókn umferðarslysa er meðal annars horft til þessara þátta, ástand vegar og fleiri atriða. Að minnsta kosti sex ár síðan viðhaldsframkvæmdir voru gerðar á þessum vegarkafla og hafa íbúar á Kjalarnesi og Akranesi kvartað mikið undan ástandi hans. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru framlög til viðhalds vega og öryggisviðmið lækkuð vegna efnahagshrunsins 2009, þar með talið malbikunarframkvæmdir. Þessi viðmið hafa ekki verið hækkuð aftur. Fyrir hrun var horft til þess að hjólför í malbiki væru ekki dýpri er 35 mm, svo farið væri í viðhaldsframkvæmdir, en var hækkað er 50 mm vegna aðhalds í rekstri. Samkvæmt mælingum á vettvangi slyssins í fyrradag eru voru hjólförin í malbikinu nær 40 mm. Hjá nágrannaþjóð okkar Finnum er viðmiðið 15mm á hraðbrautum, svo farið sé í framkvæmdir.Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá VegagerðinniVísir/Stöð 2„Fyrst núna þegar við erum að fá aukið fjármagn í viðhald getum við farið að vinna markvisst í að útrýma þessum hjólförum,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni.Hvernig metið þið ástandið á þessum vegi eins og staðan er í dag? „Þær mælingar sem ég hafði voru þrír og hálfur sentimetri (35mm) sem er töluvert mikið og ástandið er ekki gott,“ segir Birkir. Farið verður í viðhaldsframkvæmdir á þessu stað eftir um tvær vikur en framtíðarlausn er þó í sjónmáli þar sem Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar samþykkti í dag nýtt deiliskipulag um tvöföldun vegarins. Málið er nú komið í hendur Borgarráðs sem afgreiðir það svo áfram til Skipulagsstofnunnar sem heimilar framkvæmdir sem gætu hafist á næsta ári.
Samgöngur Tengdar fréttir Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30
Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34