Viðskipti innlent

Sífellt fleiri konur fá styrk

KG skrifar
Hrund Gunnsteinsdóttir,
stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs
Hrund Gunnsteinsdóttir, stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs
Sextíu og þremur verkefnum verður úthlutað styrkjum úr Tækniþróunarsjóði. Umsóknum um styrki úr sjóðnum hefur fjölgað og hlutfall kvenna hefur hækkað mikið síðustu ár.

„Þetta er stærsta úthlutun ársins úr sjóðnum, upphæðin er nálægt 700 milljón krónum. Við mælum hlutfall karla og kvenna sem fá styrki út frá kyni verkefnastjóra. Hlutfall kvenna hefur hækkað mikið síðustu misseri. Nú eru konur 37% verkefnastjóra. Síðasta haust var hlutfall kvenna sem verkefnisstjóra um 45%,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir, stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs.

„Ég held að í þessu samhengi sé það mikilvægt að Tækniþróunarsjóður tali áfram til stærri hóps,“ segir Hrund. „Nýsköpun þrífst á fjölbreytni. Umsóknum hefur einnig fjölgað þvert á atvinnulífið. Umsóknir núna voru 377 talsins sem er 17 prósenta aukning frá því í fyrra,“ segir hún.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×