Gluggalausar vélar framtíðin Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júní 2018 06:40 Gluggalausa farrýmið má finna í Boeing 777-300ER flugvélum Emirates. Vísir/Getty Flugfélagið Emirates hefur svipt hulunni af gluggalausu fyrsta farrými um borð í nýjustu vél félagsins. Í stað þess að geta horft út um gluggann varpa litlar myndavélar utan á vélinni myndum á skjá þar sem glugginn væri alla jafna. Talsmenn Emirates segja að ekkert sé því til fyrirstöðu að fjarlægja alla glugga úr nýjum vélum flugfélagsins. Það muni létta þær, minnka loftmótstöðu og þannig gera þær sparneytnari. Forseti Emirates, Tim Clark, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að myndin sem birtist á gluggaskjánum sé mjög skýr - „betri en mannsaugað býður upp á,“ eins og hann orðar það. Sem fyrr segir eru gluggalaus farrými nú þegar komin í notkun hjá Emirates. Þau má finna um borð í nýjum Boeing 777-300ER vélum félagsins. Flugöryggissérfræðingar hafa sett spurningar við hina nýju tækni Emirates og benda á að áhafnarmeðlimir verði að geta séð út úr vélinni í neyðartilfellum. Það er til að mynda ástæðan fyrir því að farþegar eru beðnir um að draga frá öllum gluggum við flugtak og lendingu. Flugöryggismálastofnun Evrópu telur þó að gluggaskjáir Emirates uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til hefðbundinna glugga. Þó sé ýmsum spurningum ósvarað. Munu þeir ýta undir innilokunarkennd og óþægindi farþega á lengri flugferðum? Mun myndin flökta undir álagi eða jafnvel frjósa? Það muni aðeins framtíðin geta leitt í ljós. Hér að neðan má sjá spjall BBC við fyrrnefndan forseta Emirates, Tim Clark. Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Flugfélagið Emirates hefur svipt hulunni af gluggalausu fyrsta farrými um borð í nýjustu vél félagsins. Í stað þess að geta horft út um gluggann varpa litlar myndavélar utan á vélinni myndum á skjá þar sem glugginn væri alla jafna. Talsmenn Emirates segja að ekkert sé því til fyrirstöðu að fjarlægja alla glugga úr nýjum vélum flugfélagsins. Það muni létta þær, minnka loftmótstöðu og þannig gera þær sparneytnari. Forseti Emirates, Tim Clark, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að myndin sem birtist á gluggaskjánum sé mjög skýr - „betri en mannsaugað býður upp á,“ eins og hann orðar það. Sem fyrr segir eru gluggalaus farrými nú þegar komin í notkun hjá Emirates. Þau má finna um borð í nýjum Boeing 777-300ER vélum félagsins. Flugöryggissérfræðingar hafa sett spurningar við hina nýju tækni Emirates og benda á að áhafnarmeðlimir verði að geta séð út úr vélinni í neyðartilfellum. Það er til að mynda ástæðan fyrir því að farþegar eru beðnir um að draga frá öllum gluggum við flugtak og lendingu. Flugöryggismálastofnun Evrópu telur þó að gluggaskjáir Emirates uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til hefðbundinna glugga. Þó sé ýmsum spurningum ósvarað. Munu þeir ýta undir innilokunarkennd og óþægindi farþega á lengri flugferðum? Mun myndin flökta undir álagi eða jafnvel frjósa? Það muni aðeins framtíðin geta leitt í ljós. Hér að neðan má sjá spjall BBC við fyrrnefndan forseta Emirates, Tim Clark.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28