Trump sakar Kanadamenn um að brenna Hvíta húsið áður en Kanada var til Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 7. júní 2018 14:45 Leiðtogar Kanada og Bandaríkjanna eru ekki beint bestu vinir þessa dagana Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn á ný vakið kátínu netverja með staðreyndavillum. Í þetta sinn sagði Trump að Kanadamenn hefðu brennt Hvíta húsið til grunna og því væri réttlætanlegt að skilgreina tolla á kanadískar vörur sem hluta af þjóðaröryggisáætlun. Ummælin féllu í símtali Trumps við Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fyrir mánaðamót en ekki var greint frá þeim fyrr en í gær. Sjónvarpsstöðin CNN ræddi við heimildamann sem sagði að samtalið hafi ekki farið vel fram og báðir menn verið mjög greinilega pirraðir. Þegar Trudeau sagði Trump að það væri fjarstæðukennt að skilgreina verndartolla á kanadískar vörur sem þjóðaröryggismál svaraði Trump með því að spyrja hvort Kanadamenn hefðu ekki gerst sekir um að brenna Hvíta húsið til grunna á sínum tíma. Trudeau vissi víst ekki alveg hvað hann átti að segja. Sennilega var Trump að vísa til stríðsins sem kennt er við 1812 þegar breskt herlið brenndi vissulega Hvíta húsið. Kanada var hins vegar ekki til á þeim tíma, ríkið var stofnað 1867. Eina leiðin til að gera gott úr þessari söguskoðun er að vísa til þess árásin á Washington, sem endaði með eldhafi í Hvíta húsinu og víðar í Washington, var gerð í hefndum fyrir árás Bandaríkjamanna á bæinn York í bresku nýlendunni Ontario. Ontario varð síðar hluti af Kanada. Kanada Tengdar fréttir Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn á ný vakið kátínu netverja með staðreyndavillum. Í þetta sinn sagði Trump að Kanadamenn hefðu brennt Hvíta húsið til grunna og því væri réttlætanlegt að skilgreina tolla á kanadískar vörur sem hluta af þjóðaröryggisáætlun. Ummælin féllu í símtali Trumps við Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fyrir mánaðamót en ekki var greint frá þeim fyrr en í gær. Sjónvarpsstöðin CNN ræddi við heimildamann sem sagði að samtalið hafi ekki farið vel fram og báðir menn verið mjög greinilega pirraðir. Þegar Trudeau sagði Trump að það væri fjarstæðukennt að skilgreina verndartolla á kanadískar vörur sem þjóðaröryggismál svaraði Trump með því að spyrja hvort Kanadamenn hefðu ekki gerst sekir um að brenna Hvíta húsið til grunna á sínum tíma. Trudeau vissi víst ekki alveg hvað hann átti að segja. Sennilega var Trump að vísa til stríðsins sem kennt er við 1812 þegar breskt herlið brenndi vissulega Hvíta húsið. Kanada var hins vegar ekki til á þeim tíma, ríkið var stofnað 1867. Eina leiðin til að gera gott úr þessari söguskoðun er að vísa til þess árásin á Washington, sem endaði með eldhafi í Hvíta húsinu og víðar í Washington, var gerð í hefndum fyrir árás Bandaríkjamanna á bæinn York í bresku nýlendunni Ontario. Ontario varð síðar hluti af Kanada.
Kanada Tengdar fréttir Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Sjá meira
Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40
Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43
Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna