Íslandsstofa tafði fyrir sátt um þinglok Sveinn Arnarsson skrifar 8. júní 2018 06:00 Katrín Jakobsdóttir í pontu Alþingis á síðustu dögum þingsins. Vísir/VIlhelm Einungis vantaði herslumuninn að flokkarnir á Alþingi næðu samkomulagi um þingmál og þar með um þinglok, þegar Fréttablaðið fór í prentun seint í gærkvöld. Fundir formanna og þingflokksformanna hafa verið æði margir þessa vikuna þar sem reynt hefur verið að ná sáttum um þinglok. Gærdagurinn fór allur í samningaviðræður milli formanna á meðan óbreyttir þingmenn ræddu sín á milli um ríkisfjármálaáætlun stjórnarinnar. Frumvarp um breytt rekstrarform Íslandsstofu og ný lög um dómstól um endurupptöku dómsmála hafa vafist hvað mest fyrir flokkunum í samningaviðræðunum. Frumvarpið um Íslandsstofu hefur til að mynda verið gagnrýnt af stjórnarandstöðunni. Frumvarpið hefur í för með sér að Íslandsstofa verði færð í sjálfseignarstofnun sem fimm stýra. Þrír frá Samtökum atvinnulífsins og tveir frá hinu opinbera. Markaðar tekjur stofnunarinnar yrðu um 1,2 milljarðar króna árlega og stofan undanskilin upplýsingalögum, sem mælist ekki vel fyrir hjá stjórnarandstöðunni. Að mati stjórnarandstöðuþingmanna sem blaðið ræddi við hafði samvinna minnihlutans verið með ágætum í þessari samningalotu við stjórnarliða um þinglok. Stjórnarandstaðan hafi mætti til samninga sem einn maður. Að þeirra mati hafi stjórnarliðar hins vegar ekki verið samstíga um hvaða mál meirihlutinn legði áherslu á í sínum kröfum við minnihlutann. Það hafi tafið verkefnið nokkuð. Unnið hefur verið að samningum um önnur mál sem út af stóðu og gekk það vel í gær. Fundi verður framhaldið á Alþingi í dag. Þingmenn þurfa nokkra daga til að ljúka þingi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00 Fjármálaráðherra sagði þingmann ekki vita um hvað hann var að tala Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að gefa eftir allar kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. 7. júní 2018 21:00 Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Einungis vantaði herslumuninn að flokkarnir á Alþingi næðu samkomulagi um þingmál og þar með um þinglok, þegar Fréttablaðið fór í prentun seint í gærkvöld. Fundir formanna og þingflokksformanna hafa verið æði margir þessa vikuna þar sem reynt hefur verið að ná sáttum um þinglok. Gærdagurinn fór allur í samningaviðræður milli formanna á meðan óbreyttir þingmenn ræddu sín á milli um ríkisfjármálaáætlun stjórnarinnar. Frumvarp um breytt rekstrarform Íslandsstofu og ný lög um dómstól um endurupptöku dómsmála hafa vafist hvað mest fyrir flokkunum í samningaviðræðunum. Frumvarpið um Íslandsstofu hefur til að mynda verið gagnrýnt af stjórnarandstöðunni. Frumvarpið hefur í för með sér að Íslandsstofa verði færð í sjálfseignarstofnun sem fimm stýra. Þrír frá Samtökum atvinnulífsins og tveir frá hinu opinbera. Markaðar tekjur stofnunarinnar yrðu um 1,2 milljarðar króna árlega og stofan undanskilin upplýsingalögum, sem mælist ekki vel fyrir hjá stjórnarandstöðunni. Að mati stjórnarandstöðuþingmanna sem blaðið ræddi við hafði samvinna minnihlutans verið með ágætum í þessari samningalotu við stjórnarliða um þinglok. Stjórnarandstaðan hafi mætti til samninga sem einn maður. Að þeirra mati hafi stjórnarliðar hins vegar ekki verið samstíga um hvaða mál meirihlutinn legði áherslu á í sínum kröfum við minnihlutann. Það hafi tafið verkefnið nokkuð. Unnið hefur verið að samningum um önnur mál sem út af stóðu og gekk það vel í gær. Fundi verður framhaldið á Alþingi í dag. Þingmenn þurfa nokkra daga til að ljúka þingi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00 Fjármálaráðherra sagði þingmann ekki vita um hvað hann var að tala Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að gefa eftir allar kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. 7. júní 2018 21:00 Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Sjá til lands í viðræðum á þingi Aldrei hafa fleiri flokkar setið á þingi og því flóknara verkefni fyrir þingflokksformenn en áður að semja um þinglok. Ágætur gangur er í viðræðum og mun samkomulag að öllum líkindum sjá dagsins ljós í dag. 7. júní 2018 06:00
Fjármálaráðherra sagði þingmann ekki vita um hvað hann var að tala Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að gefa eftir allar kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. 7. júní 2018 21:00
Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00