Innlent

Hræðilegur fnykur frá Fosshóteli

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Dælubíllinn að störfum. Lyktin var sögð óbærileg.
Dælubíllinn að störfum. Lyktin var sögð óbærileg. Vísir/Stefán
Vegfarendur, íbúar og starfsmenn í nærliggjandi fyrirtækjum við Fosshótel í Reykjavík kvörtuðu undan gríðarlegum óþef frá dælubíl sem vann þar við að pumpa einhverju frá hótelinu í gærmorgun. Fólk sem Fréttablaðið ræddi við kvaðst aldrei hafa fundið annan eins fnyk.

„Ég hef ekki fundið svona lykt áður, þetta var eins og klósett,“ sagði erlendur starfsmaður fyrirtækis í Þórunnartúni sem Fréttablaðið ræddi við.

Annar starfsmaður stofnunar í nágrenninu sagði samstarfsfólk sitt hafa flúið inn og kúgast yfir lyktinni.



Davíð Torfi Ólafsson.
Ljósmyndari Fréttablaðsins, sem náði meðfylgjandi mynd af aðgerðum dælubílsins, sagði þetta hafa verið eins og að ganga á vegg.

Fréttablaðið leitaði skýringa á vinnu dælubílsins, sem kemur víst þarna reglulega, og lyktinni sterku hjá Davíð Torfa Ólafssyni, framkvæmdastjóra Íslandshótela sem eiga og reka Fosshótelið í Þórunnartúni.

„Það er verið að tæma fitugildru sem tekur við affalli úr eldhúsi. Þetta er gert á þriggja mánaða fresti og eru hefðbundin vinnubrögð. Mismikil lykt myndast við þetta en það er vegna þess að hitun verður á fitunni þegar unnið er við þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×