Körfubolti

Benedikt Guðmundsson líkir stuðningsmönnum Stólanna við Ragnar Reykás

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson í leik með KR á móti Tindastól.
Brynjar Þór Björnsson í leik með KR á móti Tindastól. vísir/ernir
Hinn margreyndi körfuboltaþjálfari Benedikt Guðmundsson freistaðist til að skjóta aðeins á stuðningsmenn Tindastóls á Twitter þegar fréttist af skiptum Brynjars Þórs Björnssonar frá KR til Tindastóls.

Brynjar skrifaði undir samning við Tindastól í dag og kveður Vesturbæinn eftir þrettán tímabil með KR-liðinu. Enginn annar hefur spilað fleiri leiki, skorað fleiri stig eða orðið oftast Íslandsmeistari með KR en eimitt Brynjar.

Benedikt Guðmundsson er einn af mönnunum á bak við gullkynslóð KR-liðsins sem hefur nú unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð. Hann kom kvennaliði KR aftur í hóp þeirra bestu á nýloknu tímabili.

Benedikt líkir stuðningsmönnum Stólanna við Ragnar Reykás í umræddri færslu sinni á Twitter en mikið var gert úr óánægju Tindastólsfólksins með Brynjar Þór Björnsson í lokaúrslitunum í vor.

 KR vann þá 3-1 sigur á Tindastól og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn en þetta var enn eitt árið sem meistaradraumar Sólanna deyja í höndunum á KR-ingum.

Ragnar Reykás er ein þekktasta persóna Spaugstofunnar en þessi lágvaxni alþýðumaður var búinn til og leikinn af Sigurði Sigurjónssyni.

Ragnar hefur miklar skoðanir á málunum en í miðjum viðtölunum við hann þá gerist eitthvað sem verður til þess að hann skiptir snögglega og algjörlega um skoðun.

Hér fyrir neðan má sjá þessa broslegu færslu Benna á Twitter.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×