Guðmundur: Ekki eina liðið sem hefur lent í hremmingum hér Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2018 19:04 Guðmundur og Gunnar eiga verkefni fyrir höndum á miðvikudaginn. vísir/vilhelm Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir að of mörg dauðafæri sem fóru í súginn hafi leitt til þess að liðið tapaði með eins marks mun, 28-27, í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM 2019. „Það var viðbúið að þetta yrði erfiður leikur. Við erum ekkert eina liðið sem hefur lent í hremmingum hér en það hafa mjög góð lið gert,” sagði Guðmundur í samtali við Vísi í leikslok. „Það var ekkert sem kom mér á óvart. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik. Við spiluðum klókt og stjórnuðum flestum hlutum en það sem var að stríða okkur voru dauðafærin.” Ísland fór með alltof mörg dauðafæri; úr hröðum upphlaupum og af sex metrunum. Guðmundur segir að það sé ekki nógu gott og þurfi að laga fyrir síðari leikinn. „Ég held að við séum að fara með fjórtán til fimmtán dauðafæri og það er mjög dýrt í svona leik þar sem þú ert á útivelli og ekki með neitt með þér.” „Það varð okkur ofviða að vinna leikinn og upphafskaflinn í síðari hálfleik var ekki góður. Þetta er hættulegt að koma inn eftir hálfleik þar sem þú ert yfir, það er falskt öryggi og við fórum illa að ráði sóknarlega.” Íslenska liðið fékk á sig átján mörk í síðari hálfleik og var varnarleikur liðsins dapur en fyrir aftan þennan dapra varnarleik var þó Björgvin Páll Gústavsson sem hélt liðinu á floti. „Þeir keyra þrjú hraðaupphlaup fljótlega í síðari hálfleik og þá var þetta orðið jafn leikur. Það kom óöryggi í vörnina og við misstum Ólaf Gústafsson útaf.” „Hann fékk tvisvar tvær snemma en mér fannst við leysa það vel eins og við gátum. Við töpum maður á móti manni of oft. Þeir spiluðu klókt á okkur í síðari hálfleik og við lentum í basli.” Guðmundur segir að það sé engin svartsýni í sér heldur horfi hann fullur tilhlökkunar til síðari leiksins á miðvikudaginn. „Ég vissi að þetta yrði mjög erfitt og nú sjáum við hvort að þetta sé 27-27 eða eitthvað annað. Óháð því er ég fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið á miðvikudaginn.” „Við þurfum að fá stuðning áhorfenda og fá fulla höll til þess að fylgja þessu eftir. Við ætlum okkur á HM. Það er ekkert annað í boði,” sagði Guðmundur kokhraustur í leikslok. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Litháen - Ísland 28-27 | Þungt tap í Litháen Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik en Litháen skoraði átján mörk í síðari hálfleik og þar við sat. 8. júní 2018 17:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir að of mörg dauðafæri sem fóru í súginn hafi leitt til þess að liðið tapaði með eins marks mun, 28-27, í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM 2019. „Það var viðbúið að þetta yrði erfiður leikur. Við erum ekkert eina liðið sem hefur lent í hremmingum hér en það hafa mjög góð lið gert,” sagði Guðmundur í samtali við Vísi í leikslok. „Það var ekkert sem kom mér á óvart. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik. Við spiluðum klókt og stjórnuðum flestum hlutum en það sem var að stríða okkur voru dauðafærin.” Ísland fór með alltof mörg dauðafæri; úr hröðum upphlaupum og af sex metrunum. Guðmundur segir að það sé ekki nógu gott og þurfi að laga fyrir síðari leikinn. „Ég held að við séum að fara með fjórtán til fimmtán dauðafæri og það er mjög dýrt í svona leik þar sem þú ert á útivelli og ekki með neitt með þér.” „Það varð okkur ofviða að vinna leikinn og upphafskaflinn í síðari hálfleik var ekki góður. Þetta er hættulegt að koma inn eftir hálfleik þar sem þú ert yfir, það er falskt öryggi og við fórum illa að ráði sóknarlega.” Íslenska liðið fékk á sig átján mörk í síðari hálfleik og var varnarleikur liðsins dapur en fyrir aftan þennan dapra varnarleik var þó Björgvin Páll Gústavsson sem hélt liðinu á floti. „Þeir keyra þrjú hraðaupphlaup fljótlega í síðari hálfleik og þá var þetta orðið jafn leikur. Það kom óöryggi í vörnina og við misstum Ólaf Gústafsson útaf.” „Hann fékk tvisvar tvær snemma en mér fannst við leysa það vel eins og við gátum. Við töpum maður á móti manni of oft. Þeir spiluðu klókt á okkur í síðari hálfleik og við lentum í basli.” Guðmundur segir að það sé engin svartsýni í sér heldur horfi hann fullur tilhlökkunar til síðari leiksins á miðvikudaginn. „Ég vissi að þetta yrði mjög erfitt og nú sjáum við hvort að þetta sé 27-27 eða eitthvað annað. Óháð því er ég fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið á miðvikudaginn.” „Við þurfum að fá stuðning áhorfenda og fá fulla höll til þess að fylgja þessu eftir. Við ætlum okkur á HM. Það er ekkert annað í boði,” sagði Guðmundur kokhraustur í leikslok.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Litháen - Ísland 28-27 | Þungt tap í Litháen Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik en Litháen skoraði átján mörk í síðari hálfleik og þar við sat. 8. júní 2018 17:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Umfjöllun: Litháen - Ísland 28-27 | Þungt tap í Litháen Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik en Litháen skoraði átján mörk í síðari hálfleik og þar við sat. 8. júní 2018 17:30