Guðmundur: Ekki eina liðið sem hefur lent í hremmingum hér Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2018 19:04 Guðmundur og Gunnar eiga verkefni fyrir höndum á miðvikudaginn. vísir/vilhelm Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir að of mörg dauðafæri sem fóru í súginn hafi leitt til þess að liðið tapaði með eins marks mun, 28-27, í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM 2019. „Það var viðbúið að þetta yrði erfiður leikur. Við erum ekkert eina liðið sem hefur lent í hremmingum hér en það hafa mjög góð lið gert,” sagði Guðmundur í samtali við Vísi í leikslok. „Það var ekkert sem kom mér á óvart. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik. Við spiluðum klókt og stjórnuðum flestum hlutum en það sem var að stríða okkur voru dauðafærin.” Ísland fór með alltof mörg dauðafæri; úr hröðum upphlaupum og af sex metrunum. Guðmundur segir að það sé ekki nógu gott og þurfi að laga fyrir síðari leikinn. „Ég held að við séum að fara með fjórtán til fimmtán dauðafæri og það er mjög dýrt í svona leik þar sem þú ert á útivelli og ekki með neitt með þér.” „Það varð okkur ofviða að vinna leikinn og upphafskaflinn í síðari hálfleik var ekki góður. Þetta er hættulegt að koma inn eftir hálfleik þar sem þú ert yfir, það er falskt öryggi og við fórum illa að ráði sóknarlega.” Íslenska liðið fékk á sig átján mörk í síðari hálfleik og var varnarleikur liðsins dapur en fyrir aftan þennan dapra varnarleik var þó Björgvin Páll Gústavsson sem hélt liðinu á floti. „Þeir keyra þrjú hraðaupphlaup fljótlega í síðari hálfleik og þá var þetta orðið jafn leikur. Það kom óöryggi í vörnina og við misstum Ólaf Gústafsson útaf.” „Hann fékk tvisvar tvær snemma en mér fannst við leysa það vel eins og við gátum. Við töpum maður á móti manni of oft. Þeir spiluðu klókt á okkur í síðari hálfleik og við lentum í basli.” Guðmundur segir að það sé engin svartsýni í sér heldur horfi hann fullur tilhlökkunar til síðari leiksins á miðvikudaginn. „Ég vissi að þetta yrði mjög erfitt og nú sjáum við hvort að þetta sé 27-27 eða eitthvað annað. Óháð því er ég fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið á miðvikudaginn.” „Við þurfum að fá stuðning áhorfenda og fá fulla höll til þess að fylgja þessu eftir. Við ætlum okkur á HM. Það er ekkert annað í boði,” sagði Guðmundur kokhraustur í leikslok. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Litháen - Ísland 28-27 | Þungt tap í Litháen Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik en Litháen skoraði átján mörk í síðari hálfleik og þar við sat. 8. júní 2018 17:30 Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir að of mörg dauðafæri sem fóru í súginn hafi leitt til þess að liðið tapaði með eins marks mun, 28-27, í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM 2019. „Það var viðbúið að þetta yrði erfiður leikur. Við erum ekkert eina liðið sem hefur lent í hremmingum hér en það hafa mjög góð lið gert,” sagði Guðmundur í samtali við Vísi í leikslok. „Það var ekkert sem kom mér á óvart. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik. Við spiluðum klókt og stjórnuðum flestum hlutum en það sem var að stríða okkur voru dauðafærin.” Ísland fór með alltof mörg dauðafæri; úr hröðum upphlaupum og af sex metrunum. Guðmundur segir að það sé ekki nógu gott og þurfi að laga fyrir síðari leikinn. „Ég held að við séum að fara með fjórtán til fimmtán dauðafæri og það er mjög dýrt í svona leik þar sem þú ert á útivelli og ekki með neitt með þér.” „Það varð okkur ofviða að vinna leikinn og upphafskaflinn í síðari hálfleik var ekki góður. Þetta er hættulegt að koma inn eftir hálfleik þar sem þú ert yfir, það er falskt öryggi og við fórum illa að ráði sóknarlega.” Íslenska liðið fékk á sig átján mörk í síðari hálfleik og var varnarleikur liðsins dapur en fyrir aftan þennan dapra varnarleik var þó Björgvin Páll Gústavsson sem hélt liðinu á floti. „Þeir keyra þrjú hraðaupphlaup fljótlega í síðari hálfleik og þá var þetta orðið jafn leikur. Það kom óöryggi í vörnina og við misstum Ólaf Gústafsson útaf.” „Hann fékk tvisvar tvær snemma en mér fannst við leysa það vel eins og við gátum. Við töpum maður á móti manni of oft. Þeir spiluðu klókt á okkur í síðari hálfleik og við lentum í basli.” Guðmundur segir að það sé engin svartsýni í sér heldur horfi hann fullur tilhlökkunar til síðari leiksins á miðvikudaginn. „Ég vissi að þetta yrði mjög erfitt og nú sjáum við hvort að þetta sé 27-27 eða eitthvað annað. Óháð því er ég fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið á miðvikudaginn.” „Við þurfum að fá stuðning áhorfenda og fá fulla höll til þess að fylgja þessu eftir. Við ætlum okkur á HM. Það er ekkert annað í boði,” sagði Guðmundur kokhraustur í leikslok.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Litháen - Ísland 28-27 | Þungt tap í Litháen Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik en Litháen skoraði átján mörk í síðari hálfleik og þar við sat. 8. júní 2018 17:30 Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Umfjöllun: Litháen - Ísland 28-27 | Þungt tap í Litháen Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik en Litháen skoraði átján mörk í síðari hálfleik og þar við sat. 8. júní 2018 17:30