Viðskipti innlent

Átta hafa dregið uppsögn sína til baka

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Leiðréttingin sem stjórn Hörpu kynnti felst í því að frá 1. júní verði tímakaupið 26,1 prósenti yfir taxta stéttarfélagsins eða að meðaltali 2.935 krónur á klukkustund í kvöld- og helgarvinnu.
Leiðréttingin sem stjórn Hörpu kynnti felst í því að frá 1. júní verði tímakaupið 26,1 prósenti yfir taxta stéttarfélagsins eða að meðaltali 2.935 krónur á klukkustund í kvöld- og helgarvinnu. Vísir/Eyþór
Átta þjónustufulltrúar hjá Hörpu hafa dregið uppsagnir sínar til baka eftir að stjórn Hörpu ohf. kynnti ákvörðun sína um að tímakaup þeirra muni taka mið af samningum sem voru í gildi á síðasta ári.

Fréttablaðið greindi frá því í byrjun maí að fjöldi þjónustufulltrúa hjá Hörpu hefði sagt upp eftir fregnir af því að laun forstjóra tónlistarhússins hefðu hækkað nánast á sama tíma og þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun í hagræðingarskyni.

Leiðréttingin sem stjórn Hörpu kynnti felst í því að frá 1. júní verði tímakaupið 26,1 prósenti yfir taxta stéttarfélagsins eða að meðaltali 2.935 krónur á klukkustund í kvöld- og helgarvinnu.

Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, að fjórtán hafi kosið að ljúka störfum og að nú verði farið í það að útfæra starfslok þeirra.

Hún segir að á þriðja tug starfsumsókna liggja fyrir og stefnt er á að ljúka ráðningum þegar líður á sumarið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×