Fleiri en áður sækja um nám í menntavísindum og leikskólakennarafræðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. júní 2018 12:47 Umsóknum í grunnnámi í allar verkfræðigreinar Háskólans fjölgar og aukinn áhugi er m.a. á lögfræði, næringarfræði og leikskólakennarafræði auk þess sem menntavísindin eru almennt í sókn. Vísir/Hanna Mikil aukning er á umsóknum um nám í Háskóla Íslands. Ástæðan er stytting náms til stúdentsprófs segir rektor skólans. Þetta reyni á, en skólinn sé vel undirbúinn fyrir fjöldann. Tæplega 5.000 umsóknir bárust um grunnnám í Háskóla Íslands fyrir komandi skólaár eða rúmlega ellefu prósent fleiri umsóknir en í fyrra. Fjöldi umsókna um framhaldsnám jókst einnig milli ára og nemur aukningin um 12,5 prósentum. Jón Atli Benediktsson segir að skólinn hafi undirbúið sig fyrir þessa miklu aukningu. „Megin skýringin er nú endurskipulagning framhaldsskólans. Nú eru nemendur að útskrifast í svokölluðum tvöföldum árgöngum í meira mæli en áður. Ég segi það vegna þess að þetta hefur verið ferli sem hefur verið í gangi í nokkur ár en nú eru nokkrir stórir skólar að koma inn. Á næsta ári mun þetta halda áfram þegar síðustu stóru skólarnir, MR og MA, munu útskrifa tvöfalda árganga. Svo þetta er eitthvað sem við vissum af og kemur ekki á óvart;“ segir Jón Atli. „Samkvæmt okkar spám bjuggumst við við sjö til tólf prósenta aukningu í umsóknum nýnema og við erum að sjá rúmlega ellefu prósenta aukningu.“Er Háskóli Íslands tilbúinn til að taka á móti þessum fjölda? „Þetta mun náttúrulega reyna á en við teljum að við munum geta gert þetta. Við erum búin að vera að skoða þetta á undanförnum misserum og við teljum að við getum gert þetta. Við leggjum mjög mikla áherslu á gæði í háskólastarfi og við höfum fjárveitingar. Við teljum okkur alveg geta gert þetta innan þess ramma sem við höfum.“ Umsóknum í grunnnámi í allar verkfræðigreinar Háskólans fjölgar og aukinn áhugi er m.a. á lögfræði, næringarfræði og leikskólakennarafræði auk þess sem menntavísindin eru almennt í sókn. Jón Atli segir þetta jákvæða þróun. „Það eru ánægjulegar fréttir þarna inn á milli. Fjöldi umsókna í leikskólakennarafræði eykst um 60 prósent. Við sjáum að fjöldi nema í lögfræðiumsóknum eykst um 40 prósent og við sjáum líka að í öllum verkfræðigreinum eykst fjöldinn verulega. Svo þetta er mjög ánægjulegt að sjá að þarna eru greinar sem eru að koma mjög vel út.“ Skóla - og menntamál Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira
Mikil aukning er á umsóknum um nám í Háskóla Íslands. Ástæðan er stytting náms til stúdentsprófs segir rektor skólans. Þetta reyni á, en skólinn sé vel undirbúinn fyrir fjöldann. Tæplega 5.000 umsóknir bárust um grunnnám í Háskóla Íslands fyrir komandi skólaár eða rúmlega ellefu prósent fleiri umsóknir en í fyrra. Fjöldi umsókna um framhaldsnám jókst einnig milli ára og nemur aukningin um 12,5 prósentum. Jón Atli Benediktsson segir að skólinn hafi undirbúið sig fyrir þessa miklu aukningu. „Megin skýringin er nú endurskipulagning framhaldsskólans. Nú eru nemendur að útskrifast í svokölluðum tvöföldum árgöngum í meira mæli en áður. Ég segi það vegna þess að þetta hefur verið ferli sem hefur verið í gangi í nokkur ár en nú eru nokkrir stórir skólar að koma inn. Á næsta ári mun þetta halda áfram þegar síðustu stóru skólarnir, MR og MA, munu útskrifa tvöfalda árganga. Svo þetta er eitthvað sem við vissum af og kemur ekki á óvart;“ segir Jón Atli. „Samkvæmt okkar spám bjuggumst við við sjö til tólf prósenta aukningu í umsóknum nýnema og við erum að sjá rúmlega ellefu prósenta aukningu.“Er Háskóli Íslands tilbúinn til að taka á móti þessum fjölda? „Þetta mun náttúrulega reyna á en við teljum að við munum geta gert þetta. Við erum búin að vera að skoða þetta á undanförnum misserum og við teljum að við getum gert þetta. Við leggjum mjög mikla áherslu á gæði í háskólastarfi og við höfum fjárveitingar. Við teljum okkur alveg geta gert þetta innan þess ramma sem við höfum.“ Umsóknum í grunnnámi í allar verkfræðigreinar Háskólans fjölgar og aukinn áhugi er m.a. á lögfræði, næringarfræði og leikskólakennarafræði auk þess sem menntavísindin eru almennt í sókn. Jón Atli segir þetta jákvæða þróun. „Það eru ánægjulegar fréttir þarna inn á milli. Fjöldi umsókna í leikskólakennarafræði eykst um 60 prósent. Við sjáum að fjöldi nema í lögfræðiumsóknum eykst um 40 prósent og við sjáum líka að í öllum verkfræðigreinum eykst fjöldinn verulega. Svo þetta er mjög ánægjulegt að sjá að þarna eru greinar sem eru að koma mjög vel út.“
Skóla - og menntamál Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira