Enski boltinn

Ramos og Salah ekki búnir að grafa stríðsöxina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramos hugar að Salah eftir atvikið.
Ramos hugar að Salah eftir atvikið. vísir/getty
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool og Egyptalands, segir að hann og Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid, séu ekki búnir að grafa stríðsöxina.

Salah og Ramos lentu saman í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Salah fór af velli meiddur á öxl. Hann hefur verið meiddur síðan og er í kapphlaupi við tímann að ná HM.

Ramos talaði um þetta eftir leikinn og var miður sín vegna atviksins en hann sagði að hann hafi sent skilaboð til Salah og hélt að stríðsöxin væri grafin. Svo er ekki.

„Hann sendi mér skilaboð en ég sagði aldrei að þetta væri í lagi,” en Salah benti einnig á að það væri fyndið að maðurinn sem meiddi hann hafi einnig fengið hann til að hlægja.

Ramos fékk Salah til að hlægja vegna þess að Ramos talaði um nokkrum dögum eftir atvikið að sökin væri Salah.

„Kannski gæti hann einnig sagt mér hvort ég verði klár fyrir HM?” gantaðist Salah að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×