Kveðja frá Rússlandi: Vitlausir í bolta frá unga aldri Kolbeinn Tumi Daðason í Gelendzhik skrifar 10. júní 2018 15:00 Leið þeirra Birkis Bjarnasonar, Gylfa Þórs Sigurðssonar og Ólafs Inga Skúlasonar á HM í Rússlandi er á margan hátt ólík. En þangað eru þeir komnir. Vísir/Vilhelm 23 landsliðsmenn Íslands í knattspyrnu eru mættir til Rússlands, í ferðamannabæinn Gelindzhik við Svartahaf. Þeir eru að lifa drauminn. Heimsmeistarmótið er handan við hornið og leikur gegn Lionel Messi á laugardaginn í Moskvu. Maður þarf nánast að staldra við og íhuga því allt í einu er að koma að þessu. Alls konar týpur er að finna í landsliðinu en eitt eiga þeir sameiginlegt. Þeir eru allir strákar og hafa upplifað tilfinninguna að fara á heimsmeistaramót áður, bara fyrir ansi löngu síðan. Þessa stundina eru strákar á aldrinum fimm til átta ára að spila á HM. Mótið fer fram á Akranesi, var reyndar flýtt um viku þetta árið vegna „alvöru“ HM, og er kennt við álfyrirtæki. Strákarnir okkar horfa á kveðjumyndband þar sem vinir og ættingjar komu við sögu.Vísir/VilhelmHvað stendur upp úr eftir ferilinn? En líkt og í Rússlandi eru allir mættir með það að markmiði að standa sig vel, sýna mömmu og pabba, kærustum, börnum, vinum, frændum og frænkum hvað þeir eru góðir. Hvað þeir eru duglegir. Gera sitt nánasta stolt í enn eitt skiptið. Í Rússlandi hafa okkar menn reyndar augu 300 þúsund Íslendinga og stórs hluta heimsbyggðarinnar á sér. Sviðið er risastórt. Ég velti því fyrir mér, þegar Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og hinir fagmennirnir í landsliðinu líta einn daginn yfir farinn veg, hvað var eiginlega skemmtilegast? Hvað mun standa upp úr? Voru það vikurnar í Rússlandi sumarið 2018? Sigrar hjá atvinnumannaliðunum? Tíminn í Frakklandi 2016? Eða kannski vikan í Vestmannaeyjum í 6. flokki? Eða á Akureyri í 5. flokki? Það er ansi magnað að upplifa draum. Það var aldrei draumur að spila á stórmótum barnanna á sínum tíma. Það fengu allir. Allir fengu að njóta sín og margir eiga minningu af því að fylgjast með stórmóti í fótbolta, hvort sem er EM eða HM, á meðan þeirra eigin stórmóti stóð. Sumir veltu fyrir sér hvort þeir yrðu einhvern tímann landsliðsmenn? Hvort þeir myndu einhvern tímann spila á HM. Aðrir voru sannfærðir og enn aðrir höfðu meiri vilja en félaginn við hliðina á og blómstruðu jafnvel ekki fyrr en á menntaskólaaldri.Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason bíða saman eftir brottför í Leifsstöð í gær.Vísir/VilhelmFegurðin við hópíþróttir Og hingað til Rússlands eru þeir mættir. Tuttugu og þrír víkingar, sem framfleyta fjölskyldu sinni og sumir gott betur, með því að spila leikinn sem þeir byrjuðu að elska fljótlega eftir að þeir byrjuðu að ganga. „Hann er vitlaus í bolta,“ var örugglega sagt um suma þeirra þegar leikskólagangan var nýhafin. Þeir eru enn vitlausir í bolta og það sem meira er, gera aðra vitlausa þegar þeir sparka í hann. Hver og einn hefur náð langt, mislangt þó, þökk sé eiginn dugnaði og hæfileikum. Á heimsmeistaramótið eru þeir komnir af því þeir ákváðu, hver og einn, undir handleiðslu metnaðarfullra og skipulagðra þjálfra, að vinna saman. Mynda lið, sem er það sem gerir hópíþróttir svo geggjaðar. Að besta liðið getur reglulega unnið samansafn betri einstaklinga. Það getur gerst á Norðurálsmótinu, það gerðist í Frakklandi 2016 og getur vel gerst í Rússlandi. Íslendingar ættu að hvíla áhyggjur sínar og njóta. Einfaldlega njóta einhvers sem fæstir áttu von á að myndi nokkurn tímann gerast í knattspyrnusögu þjóðarinnar. Ísland á HM.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
23 landsliðsmenn Íslands í knattspyrnu eru mættir til Rússlands, í ferðamannabæinn Gelindzhik við Svartahaf. Þeir eru að lifa drauminn. Heimsmeistarmótið er handan við hornið og leikur gegn Lionel Messi á laugardaginn í Moskvu. Maður þarf nánast að staldra við og íhuga því allt í einu er að koma að þessu. Alls konar týpur er að finna í landsliðinu en eitt eiga þeir sameiginlegt. Þeir eru allir strákar og hafa upplifað tilfinninguna að fara á heimsmeistaramót áður, bara fyrir ansi löngu síðan. Þessa stundina eru strákar á aldrinum fimm til átta ára að spila á HM. Mótið fer fram á Akranesi, var reyndar flýtt um viku þetta árið vegna „alvöru“ HM, og er kennt við álfyrirtæki. Strákarnir okkar horfa á kveðjumyndband þar sem vinir og ættingjar komu við sögu.Vísir/VilhelmHvað stendur upp úr eftir ferilinn? En líkt og í Rússlandi eru allir mættir með það að markmiði að standa sig vel, sýna mömmu og pabba, kærustum, börnum, vinum, frændum og frænkum hvað þeir eru góðir. Hvað þeir eru duglegir. Gera sitt nánasta stolt í enn eitt skiptið. Í Rússlandi hafa okkar menn reyndar augu 300 þúsund Íslendinga og stórs hluta heimsbyggðarinnar á sér. Sviðið er risastórt. Ég velti því fyrir mér, þegar Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og hinir fagmennirnir í landsliðinu líta einn daginn yfir farinn veg, hvað var eiginlega skemmtilegast? Hvað mun standa upp úr? Voru það vikurnar í Rússlandi sumarið 2018? Sigrar hjá atvinnumannaliðunum? Tíminn í Frakklandi 2016? Eða kannski vikan í Vestmannaeyjum í 6. flokki? Eða á Akureyri í 5. flokki? Það er ansi magnað að upplifa draum. Það var aldrei draumur að spila á stórmótum barnanna á sínum tíma. Það fengu allir. Allir fengu að njóta sín og margir eiga minningu af því að fylgjast með stórmóti í fótbolta, hvort sem er EM eða HM, á meðan þeirra eigin stórmóti stóð. Sumir veltu fyrir sér hvort þeir yrðu einhvern tímann landsliðsmenn? Hvort þeir myndu einhvern tímann spila á HM. Aðrir voru sannfærðir og enn aðrir höfðu meiri vilja en félaginn við hliðina á og blómstruðu jafnvel ekki fyrr en á menntaskólaaldri.Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason bíða saman eftir brottför í Leifsstöð í gær.Vísir/VilhelmFegurðin við hópíþróttir Og hingað til Rússlands eru þeir mættir. Tuttugu og þrír víkingar, sem framfleyta fjölskyldu sinni og sumir gott betur, með því að spila leikinn sem þeir byrjuðu að elska fljótlega eftir að þeir byrjuðu að ganga. „Hann er vitlaus í bolta,“ var örugglega sagt um suma þeirra þegar leikskólagangan var nýhafin. Þeir eru enn vitlausir í bolta og það sem meira er, gera aðra vitlausa þegar þeir sparka í hann. Hver og einn hefur náð langt, mislangt þó, þökk sé eiginn dugnaði og hæfileikum. Á heimsmeistaramótið eru þeir komnir af því þeir ákváðu, hver og einn, undir handleiðslu metnaðarfullra og skipulagðra þjálfra, að vinna saman. Mynda lið, sem er það sem gerir hópíþróttir svo geggjaðar. Að besta liðið getur reglulega unnið samansafn betri einstaklinga. Það getur gerst á Norðurálsmótinu, það gerðist í Frakklandi 2016 og getur vel gerst í Rússlandi. Íslendingar ættu að hvíla áhyggjur sínar og njóta. Einfaldlega njóta einhvers sem fæstir áttu von á að myndi nokkurn tímann gerast í knattspyrnusögu þjóðarinnar. Ísland á HM.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira