Verðbréfamiðstöð tekin til rannsóknar Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 30. maí 2018 06:00 Til rannsóknar er hvort Nasdaq verðbréfamiðstöð hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Vísir/Anton Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á háttsemi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á markaði fyrir skráningu verðbréfa. Rannsókn eftirlitsins mun beinast að markaðsráðandi stöðu félagsins, en það hefur um langt skeið verið hið eina hér á landi með starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð, og jafnframt að því hvort félagið hafi með háttsemi sinni misnotað umrædda stöðu. Í bréfi Samkeppniseftirlitsins til Nasdaq verðbréfamiðstöðvar, sem er dagsett 18. maí og Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að „hvers konar aðgerðir sem eru til þess fallnar að koma í veg fyrir að nýir keppinautar geti haslað sér völl á markaði eru að jafnaði metnar alvarlegar í samkeppnisrétti“. Forsvarsmenn Verðbréfamiðstöðvar Íslands, sem fékk síðasta haust starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð og batt þannig enda á einokunarstöðu Nasdaq, kvörtuðu fyrr á árinu til Samkeppniseftirlitsins vegna háttsemi Nasdaq sem þeir segja ómálefnalega og til þess fallna að vinna gegn því að nýr keppinautur geti haslað sér völl á markaðinum. Þeir telja að Nasdaq verðbréfamiðstöð, sem er í eigu bandarísku kauphallarsamstæðunnar Nasdaq OMX, hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að halda áfram að innheimta svokölluð vörslugjöld af reikningsstofnunum vegna verðbréfa sem hafa verið flutt frá Nasdaq til Verðbréfamiðstöðvarinnar. Að mati forsvarsmanna Verðbréfamiðstöðvarinnar, sem er í eigu Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóða og einkafjárfesta, á eiginleg varsla verðbréfa sér stað hjá félaginu þegar bréfin hafa verið flutt til þess og því séu forsendur umræddrar gjaldtöku Nasdaq brostnar. Þá sé einnig til þess að líta að Nasdaq hafi, í kjölfar flutnings, ekki sýn yfir það hvaða reikningsstofnun sé með bréfin í sinni vörslu hverju sinni hjá Verðbréfamiðstöðinni. Það feli í sér að Nasdaq geti ekki innheimt „rétta“ vörslufjárhæð af viðkomandi reikningsstofnunum. Forsvarsmenn Verðbréfamiðstöðvarinnar benda á að frumforsenda þess að samkeppni geti ríkt á milli verðbréfamiðstöðva sé sú að ekki sé haldið áfram að innheimta gjöld frá þeirri verðbréfamiðstöð sem flutt er frá. Háttsemi Nasdaq sé þannig til þess fallin að raska öllum rekstrarforsendum Verðbréfamiðstöðvarinnar. Aukinheldur beinist hún að viðskiptavinum Nasdaq enda séu „verulegar skorður“ reistar við því að þeir geti snúið sér til keppinauta.Arðsemin yfir 50 prósentum Að undangenginni skoðun á erindinu sem og með hliðsjón af fundum sem fulltrúar Samkeppniseftirlitsins áttu með þeim sem eiga hlut að máli ákvað eftirlitið að hefja formlega rannsókn á háttsemi Nasdaq. Í bréfi eftirlitsins segir að við mat á því hvort tilefni sé til rannsóknar hafi verið litið til þess að Nasdaq hafi „um langa hríð verið eina starfandi fyrirtæki á Íslandi með starfsleyfi til rafrænnar útgáfu verðbréfa og skráningar eignarréttinda yfir þeim“. Er það jafnframt frummat eftirlitsins að Nasdaq teljist markaðsráðandi á þeim markaði sem félagið starfar á. Eigendur Nasdaq verðbréfamiðstöðvarinnar hafa hagnast verulega á rekstri félagsins á undanförnum árum en hagnaður þess eftir skatta árið 2016 nam um 308 milljónum króna. Það jafngildir um 52 prósenta ávöxtun á eigin fé en hún hefur haldist í kringum 50 prósent síðastliðin ár. Heildartekjur voru 692 milljónir á árinu 2016 og þar af námu tekjur vegna vörslugjalda um 459 milljónum. Félagið hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir síðasta ár. Í áðurnefndu bréfi óskar Samkeppniseftirlitið eftir því að Nasdaq geri „skýra grein“ fyrir því á hvaða grundvelli félagið telji réttlætanlegt að halda áfram að rukka vörslugjöld af reikningsstofnunum vegna bréfa sem flutt hafa verið frá því til Verðbréfamiðstöðvarinnar. Í því sambandi þurfi meðal annars að koma fram í hverju kostnaður Nasdaq vegna fluttra bréfa felst. Eftirlitið fer auk þess á leit að Nasdaq útskýri hvernig háttsemi félagsins fái samrýmst 11. gr. samkeppnislaga sem bannar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Fær Nasdaq frest fram til mánaðamóta til þess að svara bréfi Samkeppniseftirlitsins. Þegar litið er til þeirrar miklu arðsemi sem rekstur Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hefur skilað síðustu ár miðað við eigið fé – tæplega 52 prósent árið 2016 – þarf ekki að koma á óvart að hópur fjárfesta, þar á meðal bankar og lífeyrissjóðir, hafi séð tækifæri í því að sækja á þennan markað. Þátttakendur á verðbréfamarkaði hafa enn fremur gagnrýnt háan kostnað við útgáfu verðbréfa í Kauphöll Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á háttsemi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á markaði fyrir skráningu verðbréfa. Rannsókn eftirlitsins mun beinast að markaðsráðandi stöðu félagsins, en það hefur um langt skeið verið hið eina hér á landi með starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð, og jafnframt að því hvort félagið hafi með háttsemi sinni misnotað umrædda stöðu. Í bréfi Samkeppniseftirlitsins til Nasdaq verðbréfamiðstöðvar, sem er dagsett 18. maí og Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að „hvers konar aðgerðir sem eru til þess fallnar að koma í veg fyrir að nýir keppinautar geti haslað sér völl á markaði eru að jafnaði metnar alvarlegar í samkeppnisrétti“. Forsvarsmenn Verðbréfamiðstöðvar Íslands, sem fékk síðasta haust starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð og batt þannig enda á einokunarstöðu Nasdaq, kvörtuðu fyrr á árinu til Samkeppniseftirlitsins vegna háttsemi Nasdaq sem þeir segja ómálefnalega og til þess fallna að vinna gegn því að nýr keppinautur geti haslað sér völl á markaðinum. Þeir telja að Nasdaq verðbréfamiðstöð, sem er í eigu bandarísku kauphallarsamstæðunnar Nasdaq OMX, hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að halda áfram að innheimta svokölluð vörslugjöld af reikningsstofnunum vegna verðbréfa sem hafa verið flutt frá Nasdaq til Verðbréfamiðstöðvarinnar. Að mati forsvarsmanna Verðbréfamiðstöðvarinnar, sem er í eigu Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóða og einkafjárfesta, á eiginleg varsla verðbréfa sér stað hjá félaginu þegar bréfin hafa verið flutt til þess og því séu forsendur umræddrar gjaldtöku Nasdaq brostnar. Þá sé einnig til þess að líta að Nasdaq hafi, í kjölfar flutnings, ekki sýn yfir það hvaða reikningsstofnun sé með bréfin í sinni vörslu hverju sinni hjá Verðbréfamiðstöðinni. Það feli í sér að Nasdaq geti ekki innheimt „rétta“ vörslufjárhæð af viðkomandi reikningsstofnunum. Forsvarsmenn Verðbréfamiðstöðvarinnar benda á að frumforsenda þess að samkeppni geti ríkt á milli verðbréfamiðstöðva sé sú að ekki sé haldið áfram að innheimta gjöld frá þeirri verðbréfamiðstöð sem flutt er frá. Háttsemi Nasdaq sé þannig til þess fallin að raska öllum rekstrarforsendum Verðbréfamiðstöðvarinnar. Aukinheldur beinist hún að viðskiptavinum Nasdaq enda séu „verulegar skorður“ reistar við því að þeir geti snúið sér til keppinauta.Arðsemin yfir 50 prósentum Að undangenginni skoðun á erindinu sem og með hliðsjón af fundum sem fulltrúar Samkeppniseftirlitsins áttu með þeim sem eiga hlut að máli ákvað eftirlitið að hefja formlega rannsókn á háttsemi Nasdaq. Í bréfi eftirlitsins segir að við mat á því hvort tilefni sé til rannsóknar hafi verið litið til þess að Nasdaq hafi „um langa hríð verið eina starfandi fyrirtæki á Íslandi með starfsleyfi til rafrænnar útgáfu verðbréfa og skráningar eignarréttinda yfir þeim“. Er það jafnframt frummat eftirlitsins að Nasdaq teljist markaðsráðandi á þeim markaði sem félagið starfar á. Eigendur Nasdaq verðbréfamiðstöðvarinnar hafa hagnast verulega á rekstri félagsins á undanförnum árum en hagnaður þess eftir skatta árið 2016 nam um 308 milljónum króna. Það jafngildir um 52 prósenta ávöxtun á eigin fé en hún hefur haldist í kringum 50 prósent síðastliðin ár. Heildartekjur voru 692 milljónir á árinu 2016 og þar af námu tekjur vegna vörslugjalda um 459 milljónum. Félagið hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir síðasta ár. Í áðurnefndu bréfi óskar Samkeppniseftirlitið eftir því að Nasdaq geri „skýra grein“ fyrir því á hvaða grundvelli félagið telji réttlætanlegt að halda áfram að rukka vörslugjöld af reikningsstofnunum vegna bréfa sem flutt hafa verið frá því til Verðbréfamiðstöðvarinnar. Í því sambandi þurfi meðal annars að koma fram í hverju kostnaður Nasdaq vegna fluttra bréfa felst. Eftirlitið fer auk þess á leit að Nasdaq útskýri hvernig háttsemi félagsins fái samrýmst 11. gr. samkeppnislaga sem bannar misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Fær Nasdaq frest fram til mánaðamóta til þess að svara bréfi Samkeppniseftirlitsins. Þegar litið er til þeirrar miklu arðsemi sem rekstur Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hefur skilað síðustu ár miðað við eigið fé – tæplega 52 prósent árið 2016 – þarf ekki að koma á óvart að hópur fjárfesta, þar á meðal bankar og lífeyrissjóðir, hafi séð tækifæri í því að sækja á þennan markað. Þátttakendur á verðbréfamarkaði hafa enn fremur gagnrýnt háan kostnað við útgáfu verðbréfa í Kauphöll Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira