Okkar stríð Magnús Guðmundsson skrifar 30. maí 2018 10:00 Kona fer í stríð er nýjasta kvikmynd Benedikts Erlingssonar leikstjóra. Nýjasta kvikmyndin sem sprettur í íslenska kvikmyndasumrinu og þú átt að sjá hana í bíó. Ekki vegna þess að hún er íslensk og þar er töluð íslenska í faðmi íslenskra fjalla, heldur vegna þess að þetta er frábær kvikmynd sem á erindi við okkur öll. Hún er vel skrifuð, vel leikin, vel leikstýrð og vel gerð í alla staði en það sem mestu skiptir er að hún er heillandi, bráðskemmtileg og mikilvæg. Kona fer í stríð vegna okkar og fyrir okkur. Vegna okkar sem erum á hraðri leið með að eyðileggja landið okkar. Eyðileggja þessa einu jörð sem við eigum í nafni hagvaxtar og okkar allra sem tökum velsæld og vellíðan fram yfir börnin okkar og komandi kynslóðir á hverjum degi. Þess vegna fer hún í stríð fyrir okkur sem sitjum heima í sófanum og höfum ekki einu sinni hugrekki til þess að skammast okkar fyrir aðgerðaleysið. Kona fer í stríð vegna þess að hún er með hjartað á réttum stað og það slær í takt við skáldin, fegurðina og landið. Hún fer í stríð vopnuð menningu okkar, sögu og listum. „Hver á sér fegra föðurland, / með fjöll og dal og bláan sand, / með norðurljósa bjarmaband / og björk og lind í hlíð?“ orti Hulda í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944 vegna þess að þjóðin þráði að vera ekki öðrum háð. Þjóðin sem hikar ekki við að virkja fallvötnin til þess að alþjóðleg stórfyrirtæki geti sett upp verksmiðjur sínar og eyðilagt þetta fagra föðurland. Kona fer í stríð vegna þess að við hin liggjum flöt í sófanum. Liggjum flöt fyrir lífsstílnum sem við höfum tamið okkur, ófáanleg til þess að standa upp, þó svo landið okkar spillist og jörðin sé að drukkna. Skítt með það, það er eitthvað annað í sjónvarpinu, segjum við okkur og treystum því að einhver annar fari í málið. Einhver eins og þessi kona sem er tilbúin til þess að fara í stríð fyrir framtíðina. Fyrir jörðina. Kona fer í stríð vegna þess að stjórnmálamenn og -konur eru ekkert annað en framlenging á okkur hinum. Bergmálið af skammsýni okkar og væntingum um áframhaldandi hagvöxt og huggulegheit þar sem við græðum á daginn og grillum á kvöldin. Þau þjónusta okkur og þrælslund okkar við þá sem þurfa að græða meira og meira en meira er samt aldrei nóg. Þau eru háð samþykki og velvild okkar fjöldans og þau munu því aldrei framkvæma þá byltingu sem þarf til þess að bjarga jörðinni. Það er því ekki við stjórnmálafólkið að sakast heldur ber hvert og eitt okkar þessa ábyrgð. Þau eru aðeins hirðfífl við hirð fjöldans sem vill enga byltingu. Engar breytingar óháð orsök og afleiðingum. Kona fer í stríð vegna þess að það þarf byltingu til þess að bjarga jörðinni. Það dugar ekkert minna til og hún þarf að koma frá okkur. Í þeirri byltingu þurfum við öll að færa fórnir. Bæði þú og ég þurfum að breyta lífsháttum okkar því jörðinni er að blæða út. Það verður að vera þess virði að berjast fyrir. Að breyta sér fyrir. Að gera byltingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Kona fer í stríð er nýjasta kvikmynd Benedikts Erlingssonar leikstjóra. Nýjasta kvikmyndin sem sprettur í íslenska kvikmyndasumrinu og þú átt að sjá hana í bíó. Ekki vegna þess að hún er íslensk og þar er töluð íslenska í faðmi íslenskra fjalla, heldur vegna þess að þetta er frábær kvikmynd sem á erindi við okkur öll. Hún er vel skrifuð, vel leikin, vel leikstýrð og vel gerð í alla staði en það sem mestu skiptir er að hún er heillandi, bráðskemmtileg og mikilvæg. Kona fer í stríð vegna okkar og fyrir okkur. Vegna okkar sem erum á hraðri leið með að eyðileggja landið okkar. Eyðileggja þessa einu jörð sem við eigum í nafni hagvaxtar og okkar allra sem tökum velsæld og vellíðan fram yfir börnin okkar og komandi kynslóðir á hverjum degi. Þess vegna fer hún í stríð fyrir okkur sem sitjum heima í sófanum og höfum ekki einu sinni hugrekki til þess að skammast okkar fyrir aðgerðaleysið. Kona fer í stríð vegna þess að hún er með hjartað á réttum stað og það slær í takt við skáldin, fegurðina og landið. Hún fer í stríð vopnuð menningu okkar, sögu og listum. „Hver á sér fegra föðurland, / með fjöll og dal og bláan sand, / með norðurljósa bjarmaband / og björk og lind í hlíð?“ orti Hulda í tilefni af lýðveldisstofnun árið 1944 vegna þess að þjóðin þráði að vera ekki öðrum háð. Þjóðin sem hikar ekki við að virkja fallvötnin til þess að alþjóðleg stórfyrirtæki geti sett upp verksmiðjur sínar og eyðilagt þetta fagra föðurland. Kona fer í stríð vegna þess að við hin liggjum flöt í sófanum. Liggjum flöt fyrir lífsstílnum sem við höfum tamið okkur, ófáanleg til þess að standa upp, þó svo landið okkar spillist og jörðin sé að drukkna. Skítt með það, það er eitthvað annað í sjónvarpinu, segjum við okkur og treystum því að einhver annar fari í málið. Einhver eins og þessi kona sem er tilbúin til þess að fara í stríð fyrir framtíðina. Fyrir jörðina. Kona fer í stríð vegna þess að stjórnmálamenn og -konur eru ekkert annað en framlenging á okkur hinum. Bergmálið af skammsýni okkar og væntingum um áframhaldandi hagvöxt og huggulegheit þar sem við græðum á daginn og grillum á kvöldin. Þau þjónusta okkur og þrælslund okkar við þá sem þurfa að græða meira og meira en meira er samt aldrei nóg. Þau eru háð samþykki og velvild okkar fjöldans og þau munu því aldrei framkvæma þá byltingu sem þarf til þess að bjarga jörðinni. Það er því ekki við stjórnmálafólkið að sakast heldur ber hvert og eitt okkar þessa ábyrgð. Þau eru aðeins hirðfífl við hirð fjöldans sem vill enga byltingu. Engar breytingar óháð orsök og afleiðingum. Kona fer í stríð vegna þess að það þarf byltingu til þess að bjarga jörðinni. Það dugar ekkert minna til og hún þarf að koma frá okkur. Í þeirri byltingu þurfum við öll að færa fórnir. Bæði þú og ég þurfum að breyta lífsháttum okkar því jörðinni er að blæða út. Það verður að vera þess virði að berjast fyrir. Að breyta sér fyrir. Að gera byltingu.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun