Þúsundir Íslendinga gætu komist hjá krabbameinum ef færri reyktu Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2018 07:28 Það er gömul saga og ný að reykingar séu krabbameinsvaldandi. Vísir/afp Hægt væri að koma í veg fyrir þúsundir krabbameinstilfella á Íslandi ef dregið yrði úr reykingum. Vísindamenn á Norðurlöndum hafa reiknað út að ef allir Íslendingar hefðu hætt að reykja árið 2014, þegar um 14 próent landsmanna reyktu, hefði verið hægt að koma í veg fyrir 5.300 krabbameinstilfelli hér á landi fyrir árið 2045. Í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands, sem stóð meðal annars að rannsókninni, segir að notast hafi verið við útreikninga sem byggjast meðal annars á tölum um reykingavenjur, fólksfjölgun og krabbamein sem geta orsakast vegna reykinga; eins og krabbamein í lungum, vélinda og þvagblöðru. Þar segir jafnframt að ef hlutfall reykingamanna myndi lækka þannig að það væri komið niður í fimm prósent árið 2030 og þrjú prósent árið 2040 mætti koma í veg fyrir 2.600 krabbameinstilfelli á Íslandi fram til ársins 2045. Árið 2017 reyktu 22.000 manns eða 9 prósent landsmanna. Sem fyrr segir reyktu um 14 prósent Íslendinga árið 2014 og er fækkun í röðum reykingarmanna því um 13 þúsund manns á tæpum þremur árum. Tæp 40 prósent hafa hætt að reykja á þeim tíma. „Þótt við vitum vel að reykingar valdi krabbameinum er engu að síður óhugnanlegt að sjá svona svart á hvítu hve mikil áhrif þær hafa. Ég vona að niðurstöðurnar opni augu stjórnmálamanna sem eiga að axla ábyrgð og efla aðgerðaráætlanir gegn tóbaksnotkun í samfélaginu. Við getum gert enn betur og það er sannarlega ekki eftir neinu að bíða,“ er haft eftir Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Íslands, í tilkynningunni. Rannsóknin, sem birtist í European Journal of Cancer, var gerð með stuðningi Samtaka Norrænna Krabbameinsfélaga og vann úr niðurstöðum frá krabbameinsskrám fimm Norðurlanda; Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30 Reykingar hvergi minni en á Íslandi Níu prósent eða 22 þúsund Íslendinga reykja. Slíkar tölur hafa ekki sést fyrr. 2. mars 2018 10:17 Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Hægt væri að koma í veg fyrir þúsundir krabbameinstilfella á Íslandi ef dregið yrði úr reykingum. Vísindamenn á Norðurlöndum hafa reiknað út að ef allir Íslendingar hefðu hætt að reykja árið 2014, þegar um 14 próent landsmanna reyktu, hefði verið hægt að koma í veg fyrir 5.300 krabbameinstilfelli hér á landi fyrir árið 2045. Í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands, sem stóð meðal annars að rannsókninni, segir að notast hafi verið við útreikninga sem byggjast meðal annars á tölum um reykingavenjur, fólksfjölgun og krabbamein sem geta orsakast vegna reykinga; eins og krabbamein í lungum, vélinda og þvagblöðru. Þar segir jafnframt að ef hlutfall reykingamanna myndi lækka þannig að það væri komið niður í fimm prósent árið 2030 og þrjú prósent árið 2040 mætti koma í veg fyrir 2.600 krabbameinstilfelli á Íslandi fram til ársins 2045. Árið 2017 reyktu 22.000 manns eða 9 prósent landsmanna. Sem fyrr segir reyktu um 14 prósent Íslendinga árið 2014 og er fækkun í röðum reykingarmanna því um 13 þúsund manns á tæpum þremur árum. Tæp 40 prósent hafa hætt að reykja á þeim tíma. „Þótt við vitum vel að reykingar valdi krabbameinum er engu að síður óhugnanlegt að sjá svona svart á hvítu hve mikil áhrif þær hafa. Ég vona að niðurstöðurnar opni augu stjórnmálamanna sem eiga að axla ábyrgð og efla aðgerðaráætlanir gegn tóbaksnotkun í samfélaginu. Við getum gert enn betur og það er sannarlega ekki eftir neinu að bíða,“ er haft eftir Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Íslands, í tilkynningunni. Rannsóknin, sem birtist í European Journal of Cancer, var gerð með stuðningi Samtaka Norrænna Krabbameinsfélaga og vann úr niðurstöðum frá krabbameinsskrám fimm Norðurlanda; Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30 Reykingar hvergi minni en á Íslandi Níu prósent eða 22 þúsund Íslendinga reykja. Slíkar tölur hafa ekki sést fyrr. 2. mars 2018 10:17 Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna. 23. apríl 2018 19:30
Reykingar hvergi minni en á Íslandi Níu prósent eða 22 þúsund Íslendinga reykja. Slíkar tölur hafa ekki sést fyrr. 2. mars 2018 10:17
Segir 40 prósent tíundu bekkinga hafa veipað Fjögur af hverjum tíu ungmennum í tíundabekk hafa prófað að veipa og tóbaksreykingar hafa aukist lítillega samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningu. 24. apríl 2018 21:56