Skólameistari biður móður afsökunar vegna samskipta við Tækniskólann Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2018 11:30 Leiðinlegt og asnalegt orðalag, segir skólameistarinn um orðaskipti sem rötuðu til móðurinnar. Vísir/Eyþór Skólameistari Tækniskólans hefur beðið móður afsökunar vegna samskipta hennar við skólann þar sem hún fylgdi eftir umsókn sonar síns í rafvirkjun. Kristín Cardew greindi frá því að hún hefði sent námsráðgjafa Tækniskólans í Reykjavík tölvupóst þar sem hún spurði námsráðgjafann hvort hún og sonur hennar gætu fengið viðtal til að ræða möguleika sonar hennar á að komast að í rafvirkjun þrátt fyrir að sonurinn næði ekki B í íslensku og stærðfræði í grunnskóla. Námsráðgjafinn áframsendi tölvupóst Kristínar til skólastjóra Raftækniskólans og spurði: „Á svona strákur möguleika á rafmagninu í haust?“ Kristín var með í þeim samskiptum og sá því svar skólastjórans. Svar skólastjórans var á þá leið að líkurnar væru sáralitlar því umsóknir hafi aldrei verið fleiri og hann vildi helst ekki hleypa neinum inn sem ekki hefur tilskilið lágmark. „Kennarar hafa verið að tala um að hóparnir síðastliðna önn séu mun betri en áður og ég held að það sé B krafan,“ segir í svari skólastjórans.„Óheppileg“ innanhússamskipti Kristín var afar ósátt við þessi svör og segist hafa haldið að „svona strákar“ ættu að fá inn hjá Tækniskólanum, það er nemendur sem hafa átt erfitt uppdráttar í bóklegum fögum í grunnskóla en gætu fundið sína hillu í iðnnámi.Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans.Vísir„Ég hef haft samband við Kristínu og beðist afsökunar fyrir hönd skólans,“ segir Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans. Hann segir orðaskipti námsráðgjafans og skólameistarans hafa verið óheppileg innanhússamskipti. „Þetta orðalag, það er „svona strákur“, það hleypir þessu af stað. Það var ekki hlaðin meining í þessu. Þetta var bara leiðinlegt og asnalegt orðalag,“ segir Jón. Hann segir alla fá viðtal hjá Tækniskólanum og að sonur Kristínar muni fá viðtal eins og aðrir.Mat grunnskólanna misjafnt Jón segir að þegar grunnskóla einkunnir eru metnar þá sé litið til þess að þær séu jafn margar og þær eru misjafnar. Þær séu metnar á skalanum A, B, C og D en það sé mismunandi eftir grunnskóla hvernig þær séu metnar. Þeir nemendur sem eru einhverra hluta vegna tæpir á umsókn geta óskað eftir viðtali hjá Tækniskólanum þar sem er farið yfir þeirra einkunnir og reynt að sjá hvar þeir standa í viðkomandi greinum. „Og það er mismunandi á milli faga þegar kemur að kröfu um stærðfræðikunnáttu og svo framvegis og svo framvegis. Grunnskólarnir eru mjög misjafnir hvernig þeir gefa fyrir og það er ekki alveg hægt að fara eftir einkunnum eins og áður. Við gerum það ekki og þess vegna ræðum við viðkomandi,“ segir Jón. Hann segir umsóknarferlinu hjá skólanum ljúka 10. júní næstkomandi og þá verður farið yfir allar umsóknir.Reyna að mæta sem flestum Hann segir ágætis ásókn í margar greinar en ekki allar eins og gengur og gerist. „Við reynum að mæta sem flestum og erum ekki með neinar fastar kröfur, heldur reynum að meta hvar viðkomandi stendur á hverjum tíma. Þannig að við erum mjög sveigjanleg þegar kemur að því,“ segir Jón. Hann segir aðsóknina við skólann hafa aukist en skólinn sé þeim takmörkunum háður að hann er með kvóta frá ráðuneytinu, eins og allir skólar, þegar kemur að því hversu mörgum nemendum hann getur tekið við. Hann segir skólann geta tekið við fleirum ef hann fengi meira fjármagn. Í sumum fögum sé hægt að hleypa fleirum inn en annars staðar ekki, það fari eftir tækjabúnaði. Skóla - og menntamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Skólameistari Tækniskólans hefur beðið móður afsökunar vegna samskipta hennar við skólann þar sem hún fylgdi eftir umsókn sonar síns í rafvirkjun. Kristín Cardew greindi frá því að hún hefði sent námsráðgjafa Tækniskólans í Reykjavík tölvupóst þar sem hún spurði námsráðgjafann hvort hún og sonur hennar gætu fengið viðtal til að ræða möguleika sonar hennar á að komast að í rafvirkjun þrátt fyrir að sonurinn næði ekki B í íslensku og stærðfræði í grunnskóla. Námsráðgjafinn áframsendi tölvupóst Kristínar til skólastjóra Raftækniskólans og spurði: „Á svona strákur möguleika á rafmagninu í haust?“ Kristín var með í þeim samskiptum og sá því svar skólastjórans. Svar skólastjórans var á þá leið að líkurnar væru sáralitlar því umsóknir hafi aldrei verið fleiri og hann vildi helst ekki hleypa neinum inn sem ekki hefur tilskilið lágmark. „Kennarar hafa verið að tala um að hóparnir síðastliðna önn séu mun betri en áður og ég held að það sé B krafan,“ segir í svari skólastjórans.„Óheppileg“ innanhússamskipti Kristín var afar ósátt við þessi svör og segist hafa haldið að „svona strákar“ ættu að fá inn hjá Tækniskólanum, það er nemendur sem hafa átt erfitt uppdráttar í bóklegum fögum í grunnskóla en gætu fundið sína hillu í iðnnámi.Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans.Vísir„Ég hef haft samband við Kristínu og beðist afsökunar fyrir hönd skólans,“ segir Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans. Hann segir orðaskipti námsráðgjafans og skólameistarans hafa verið óheppileg innanhússamskipti. „Þetta orðalag, það er „svona strákur“, það hleypir þessu af stað. Það var ekki hlaðin meining í þessu. Þetta var bara leiðinlegt og asnalegt orðalag,“ segir Jón. Hann segir alla fá viðtal hjá Tækniskólanum og að sonur Kristínar muni fá viðtal eins og aðrir.Mat grunnskólanna misjafnt Jón segir að þegar grunnskóla einkunnir eru metnar þá sé litið til þess að þær séu jafn margar og þær eru misjafnar. Þær séu metnar á skalanum A, B, C og D en það sé mismunandi eftir grunnskóla hvernig þær séu metnar. Þeir nemendur sem eru einhverra hluta vegna tæpir á umsókn geta óskað eftir viðtali hjá Tækniskólanum þar sem er farið yfir þeirra einkunnir og reynt að sjá hvar þeir standa í viðkomandi greinum. „Og það er mismunandi á milli faga þegar kemur að kröfu um stærðfræðikunnáttu og svo framvegis og svo framvegis. Grunnskólarnir eru mjög misjafnir hvernig þeir gefa fyrir og það er ekki alveg hægt að fara eftir einkunnum eins og áður. Við gerum það ekki og þess vegna ræðum við viðkomandi,“ segir Jón. Hann segir umsóknarferlinu hjá skólanum ljúka 10. júní næstkomandi og þá verður farið yfir allar umsóknir.Reyna að mæta sem flestum Hann segir ágætis ásókn í margar greinar en ekki allar eins og gengur og gerist. „Við reynum að mæta sem flestum og erum ekki með neinar fastar kröfur, heldur reynum að meta hvar viðkomandi stendur á hverjum tíma. Þannig að við erum mjög sveigjanleg þegar kemur að því,“ segir Jón. Hann segir aðsóknina við skólann hafa aukist en skólinn sé þeim takmörkunum háður að hann er með kvóta frá ráðuneytinu, eins og allir skólar, þegar kemur að því hversu mörgum nemendum hann getur tekið við. Hann segir skólann geta tekið við fleirum ef hann fengi meira fjármagn. Í sumum fögum sé hægt að hleypa fleirum inn en annars staðar ekki, það fari eftir tækjabúnaði.
Skóla - og menntamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira