15 dagar í HM: Þegar Zenga lokaði búrinu á heimavelli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. maí 2018 13:30 Zenga með einbeitinguna í lagi. Þessi glæsilega treyja og gullkeðjan lifa enn í minningu margra. vísir/getty Ítalski markvörðurinn Walter Zenga setti met á HM 1990 á Ítalíu sem stendur enn. Þá virtist hreinlega ekki vera hægt að skora hjá honum. Zenga gerði sér nefnilega lítið fyrir og hélt hreinu í fimm leikjum í röð. Það var ekki fyrr en í undanúrslitum keppninnar sem loksins tókst að skora hjá honum. Þá var ekki búið að skora hjá honum í 518 mínútur. Það mark gerði Argentínumaðurinn Claudio Caniggia með skalla. Sá leikur endaði í vítaspyrnukeppni þar sem Zenga náði ekki að verja neina af spyrnum Argentínumanna sem fyrir vikið komust í úrslit. Ítalía vann svo England, 2-1, í leiknum um bronsið.Leikirnir fimm þar sem Zenga hélt hreinu voru gegn Austurríki, Tékkóslóvakíu og Bandaríkjunum í riðlinum. Svo hélt hann hreinu gegn Úrúgvæ í 16-liða úrslitum keppninnar sem og gegn Írum í átta liða úrslitunum. Magnaður árangur. Zenga, sem er orðinn 58 ára gamall í dag, átti magnaðan feril og var lengi vel talinn vera besti markvörður heims. Hann er líka almennt talinn vera einn besti markvörður allra tíma. Lungann úr ferlinum var hann hjá Inter. Kom þangað sem unglingur árið 1971 en spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik með félaginu árið 1978. Hann stóð í marki Inter til ársins 1994 og náði að spila 328 leiki fyrir félagið. Svo fór hann í tvö ár til Sampdoria og síðasta leiktíðin á Ítalíu var hjá Padova.Zenga fagnar einu sinni sem oftar á HM 1990.vísir/gettySíðustu tvö ár ferilsins voru hjá New England Revolution í Bandaríkjunum en hanskarnir fóru upp í hillu árið 1999. Hann spilaði 58 landsleiki fyrir Ítalíu. Þann síðasta árið 1992. Í dag þjálfar hann Crotone á Ítalíu en hann hefur víða komið við á þjálfaraferli sínum sem hófst hjá New England Revolution. Hann er búinn að þjálfa í Rúmeníu, Serbíu, Tyrklandi, Sádi Arabíu og Englandi þar sem hann var til skamms tíma þjálfari Úlfanna fyrir tveimur árum síðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 16 dagar í HM: Whiteside sá yngsti til þess að spila á HM Norður-Írinn Norman Whiteside bætti met Pelé er hann varð sá yngsti til þess að spila á HM árið 1982. Hann átti þá framtíðina fyrir sér en fótboltaferillinn varð ekki eins glæstur og vonir stóðu til um. 29. maí 2018 13:00 17 dagar í HM: Þegar Keane brjálaðist og yfirgaf Íra í Saipan Undirbúningur Íra fyrir HM 2002 gleymist seint enda yfirgaf fyrirliði liðsins, Roy Keane, æfingabúðir liðsins í fússi eftir að hafa brjálast vegna skorts á fagmennsku hjá írska knattspyrnusambandinu. 28. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Ítalski markvörðurinn Walter Zenga setti met á HM 1990 á Ítalíu sem stendur enn. Þá virtist hreinlega ekki vera hægt að skora hjá honum. Zenga gerði sér nefnilega lítið fyrir og hélt hreinu í fimm leikjum í röð. Það var ekki fyrr en í undanúrslitum keppninnar sem loksins tókst að skora hjá honum. Þá var ekki búið að skora hjá honum í 518 mínútur. Það mark gerði Argentínumaðurinn Claudio Caniggia með skalla. Sá leikur endaði í vítaspyrnukeppni þar sem Zenga náði ekki að verja neina af spyrnum Argentínumanna sem fyrir vikið komust í úrslit. Ítalía vann svo England, 2-1, í leiknum um bronsið.Leikirnir fimm þar sem Zenga hélt hreinu voru gegn Austurríki, Tékkóslóvakíu og Bandaríkjunum í riðlinum. Svo hélt hann hreinu gegn Úrúgvæ í 16-liða úrslitum keppninnar sem og gegn Írum í átta liða úrslitunum. Magnaður árangur. Zenga, sem er orðinn 58 ára gamall í dag, átti magnaðan feril og var lengi vel talinn vera besti markvörður heims. Hann er líka almennt talinn vera einn besti markvörður allra tíma. Lungann úr ferlinum var hann hjá Inter. Kom þangað sem unglingur árið 1971 en spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik með félaginu árið 1978. Hann stóð í marki Inter til ársins 1994 og náði að spila 328 leiki fyrir félagið. Svo fór hann í tvö ár til Sampdoria og síðasta leiktíðin á Ítalíu var hjá Padova.Zenga fagnar einu sinni sem oftar á HM 1990.vísir/gettySíðustu tvö ár ferilsins voru hjá New England Revolution í Bandaríkjunum en hanskarnir fóru upp í hillu árið 1999. Hann spilaði 58 landsleiki fyrir Ítalíu. Þann síðasta árið 1992. Í dag þjálfar hann Crotone á Ítalíu en hann hefur víða komið við á þjálfaraferli sínum sem hófst hjá New England Revolution. Hann er búinn að þjálfa í Rúmeníu, Serbíu, Tyrklandi, Sádi Arabíu og Englandi þar sem hann var til skamms tíma þjálfari Úlfanna fyrir tveimur árum síðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 16 dagar í HM: Whiteside sá yngsti til þess að spila á HM Norður-Írinn Norman Whiteside bætti met Pelé er hann varð sá yngsti til þess að spila á HM árið 1982. Hann átti þá framtíðina fyrir sér en fótboltaferillinn varð ekki eins glæstur og vonir stóðu til um. 29. maí 2018 13:00 17 dagar í HM: Þegar Keane brjálaðist og yfirgaf Íra í Saipan Undirbúningur Íra fyrir HM 2002 gleymist seint enda yfirgaf fyrirliði liðsins, Roy Keane, æfingabúðir liðsins í fússi eftir að hafa brjálast vegna skorts á fagmennsku hjá írska knattspyrnusambandinu. 28. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
16 dagar í HM: Whiteside sá yngsti til þess að spila á HM Norður-Írinn Norman Whiteside bætti met Pelé er hann varð sá yngsti til þess að spila á HM árið 1982. Hann átti þá framtíðina fyrir sér en fótboltaferillinn varð ekki eins glæstur og vonir stóðu til um. 29. maí 2018 13:00
17 dagar í HM: Þegar Keane brjálaðist og yfirgaf Íra í Saipan Undirbúningur Íra fyrir HM 2002 gleymist seint enda yfirgaf fyrirliði liðsins, Roy Keane, æfingabúðir liðsins í fússi eftir að hafa brjálast vegna skorts á fagmennsku hjá írska knattspyrnusambandinu. 28. maí 2018 11:00
22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00
20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30