Austfirsku pönkararnir breyta plötuumslagi umdeildrar plötu Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2018 15:15 Hvort útlitsbreytingar á væntanlegri plötu Séra Davíðs Þórs og pönkaranna að austan verði til að milda gramt geð Arnþrúðar, er ekki vitað á þessu stigi. Austfirska pönkhljómsveitin Austurvígstöðvarnar hafa nú breytt plötuumslagi fyrirhugaðrar plötu sinnar: Útvarp Satan. Trymbill hljómsveitarinnar, Jón Knútur Ásmundsson, segir það ekki vegna þess að þeir hafi runnið á rassinn með útlit sem var sláandi líkt lógói Útvarps Sögu. Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort þessi útlitsbreyting mun milda gramt geð fólksins á útvarpsstöðinni umdeildu. „Menn hafa verið með allskyns meiningar um að við séum raggeitur og allt það, að við þorum ekki að stela lógói Útvarps Sögu fyrir plötuna okkar og þar fram eftir götunum.Staðreyndin er bara sú að lógóið hjá Sögu er forljótt en eftir smá snurfus er það beinlínis fallegt. Vilji forsvarsmenn útvarpsstöðvarinnar nota hugmyndina okkar er þeim það velkomið. Við kærum ekki,“ tilkynnir trymbillinn borubrattur á Facebooksíðu sinni.Heift milli klerks og útvarpsfólksSjaldan ef nokkru sinni hefur óútkomin hljómplata valdið eins miklum usla og Útvarp Satan. En kveikja nafngiftarinnar er þessi frétt Vísis. Væringarnar má rekja til heiftar sem ríkir milli forsprakka hljómsveitarinnar, Séra Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests í Laugarneskirkju og svo Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar á útvarpsstöðinni Útvarp Sögu.Vísir ræddi á sínum tíma við Jón Knút um plötuna.Arnþrúður hefur kært Séra Davíð til Biskupsstofu.Andúðin milli þessara tveggja aðila kom fyrir alvöru fram með rimmu í útvarpsviðtali, þá er Séra Davíð Þór var að íhuga forsetaframboð. Strax mátti ljóst vera að þar voru engir perluvinir að spjalla og lauk tiltölulega stuttu viðtali með að Davíð Þór skellti á þau Arnþrúði og Pétur eftir að hafa kallað þau idjót.Ekkert heyrist frá BiskupsstofuSeinna spurðist að á væntanlegri plötu væri að finna brag um Arnþrúði, Arnþrúður er full. Það lagðist verulega illa í þau á Útvarpi Sögu, vægast sagt. Kærumálum á hendur Séra Davíð Þór, meðal annars frá Arnþrúði, hafa borist Biskupsstofu í kjölfar þessa. Pétur hefur svo ekki farið í grafgötur með þá skoðun sína að honum þyki ótækt að Davíð Þór sé starfandi á vegum Þjóðkirkjunnar. Pétur segir, í samtali við Vísi, að enn sé ekkert að frétta frá Biskupsstofu, þau hafa ekkert heyrt en Vísir hefur sent fyrirspurnir þangað en hefur í tvígang fengið þau svör að enn hafi ekki verið tekin afstaða til málsins. Svo virðist Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi reynist afar erfitt að taka afstöðu til kærunnar og umkvartana, að finna Salómonsdóm í því máli því talsvert langt er um liðið síðan kærurnar voru settar fram. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Útvarp Satan mun koma út Austurvígstöðvunum tókst að safna fyrir upptökum. 6. apríl 2018 14:50 „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Austfirska pönkhljómsveitin Austurvígstöðvarnar hafa nú breytt plötuumslagi fyrirhugaðrar plötu sinnar: Útvarp Satan. Trymbill hljómsveitarinnar, Jón Knútur Ásmundsson, segir það ekki vegna þess að þeir hafi runnið á rassinn með útlit sem var sláandi líkt lógói Útvarps Sögu. Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort þessi útlitsbreyting mun milda gramt geð fólksins á útvarpsstöðinni umdeildu. „Menn hafa verið með allskyns meiningar um að við séum raggeitur og allt það, að við þorum ekki að stela lógói Útvarps Sögu fyrir plötuna okkar og þar fram eftir götunum.Staðreyndin er bara sú að lógóið hjá Sögu er forljótt en eftir smá snurfus er það beinlínis fallegt. Vilji forsvarsmenn útvarpsstöðvarinnar nota hugmyndina okkar er þeim það velkomið. Við kærum ekki,“ tilkynnir trymbillinn borubrattur á Facebooksíðu sinni.Heift milli klerks og útvarpsfólksSjaldan ef nokkru sinni hefur óútkomin hljómplata valdið eins miklum usla og Útvarp Satan. En kveikja nafngiftarinnar er þessi frétt Vísis. Væringarnar má rekja til heiftar sem ríkir milli forsprakka hljómsveitarinnar, Séra Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests í Laugarneskirkju og svo Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar á útvarpsstöðinni Útvarp Sögu.Vísir ræddi á sínum tíma við Jón Knút um plötuna.Arnþrúður hefur kært Séra Davíð til Biskupsstofu.Andúðin milli þessara tveggja aðila kom fyrir alvöru fram með rimmu í útvarpsviðtali, þá er Séra Davíð Þór var að íhuga forsetaframboð. Strax mátti ljóst vera að þar voru engir perluvinir að spjalla og lauk tiltölulega stuttu viðtali með að Davíð Þór skellti á þau Arnþrúði og Pétur eftir að hafa kallað þau idjót.Ekkert heyrist frá BiskupsstofuSeinna spurðist að á væntanlegri plötu væri að finna brag um Arnþrúði, Arnþrúður er full. Það lagðist verulega illa í þau á Útvarpi Sögu, vægast sagt. Kærumálum á hendur Séra Davíð Þór, meðal annars frá Arnþrúði, hafa borist Biskupsstofu í kjölfar þessa. Pétur hefur svo ekki farið í grafgötur með þá skoðun sína að honum þyki ótækt að Davíð Þór sé starfandi á vegum Þjóðkirkjunnar. Pétur segir, í samtali við Vísi, að enn sé ekkert að frétta frá Biskupsstofu, þau hafa ekkert heyrt en Vísir hefur sent fyrirspurnir þangað en hefur í tvígang fengið þau svör að enn hafi ekki verið tekin afstaða til málsins. Svo virðist Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi reynist afar erfitt að taka afstöðu til kærunnar og umkvartana, að finna Salómonsdóm í því máli því talsvert langt er um liðið síðan kærurnar voru settar fram.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Útvarp Satan mun koma út Austurvígstöðvunum tókst að safna fyrir upptökum. 6. apríl 2018 14:50 „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
„Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09
Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur hefur samið illskeyttan brag um Arnþrúði Karlsdóttur. 9. mars 2018 13:00