Gott traust skapast á milli flokkanna fjögurra Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2018 21:59 Dagur B. Eggertsson er bjartsýnn á viðræður flokkanna fjögurra. Vísir/Sigtryggur Ari Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að það yrði styrkur fyrir borgina að ná saman meirihluta sem kemur úr ólíkum áttum. Hann segir gott traust hafa skapast á milli flokkanna fjögurra sem hafa nú ákveðið að hefja formlega viðræður um meirihlutasamstarf. Samfylkingin, Viðreisn, Vinstri græn og Píratar tilkynntu í kvöld að flokkarnir ætli að hefja formlegar viðræður á morgun. Slíkur meirihluti hefði tólf borgarfulltrúa og eins manns meirihluta í borgarstjórn. Tveir fulltrúar frá hverjum flokki taka þátt í viðræðunum. „Það hefur skapast gott traust á milli okkar undanfarna daga. Það skiptir mjög miklu máli. Ég held að það væri styrkur fyrir borgina að ná saman meirihluta sem kemur úr svolítið ólíkum áttum. Þetta er auðvitað nýtt upphaf þannig að ég er bara bjartsýnn og spenntur fyrir því að setjast niður á morgun,“ segir hann. Spurður að því hvort að erfiðara verði fyrir flokkana fjóra að ná saman um einhver ákveðin mál frekar en önnur telur Dagur svo ekki vera. „Ég held að það sé hægt að finna fleti hjá fólki jafnvel þó að það nálgist hlutina úr ólíkri átt ef viljinn til að gera vel fyrir borgina er í efsta sæti hjá öllum. Ég finn það mjög sterkt hjá þessum hópi þannig að ég kvíði því ekki,“ segir Dagur. Hann játar því að góður samhljómur sé á milli flokkanna í samgöngu- og skipulagsmálum. Allir sem hafi fylgst með kosningabaráttunni hafi séð að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt þó að þeir séu einnig ólíkir að ýmsu leyti. „Við erum náttúrulega búin að hittast og tala saman undanfarna daga og værum ekki að stíga þetta skref nema af því að við höfum trú á því og erum bjartsýn að ná til lands,“ segir Dagur.Misjöfn reynsla af því að ráða sveitarstjóra Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hafnaði því við Vísi í dag að flokkurinn hefði gert kröfu um að Dagur viki til hliðar og borgarstjóri utan flokkanna yrði ráðinn eins og Kjarninn hafði greint frá. Dagur segir að ekki sé byrjað að ræða verkaskiptingu á milli flokkanna og ekki hafi komið fram nein krafa af þessu tagi. Hann bendir á að reynsla sveitarfélaga af því að ráða utanaðkomandi sveitarstjóra sé misjöfn. „Við förum bara inn í þetta til að leysa þetta eins og öll önnur mál,“ segir hann. Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Slæmar fréttir fyrir borgarbúa“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir formlegar viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, ekki vera í anda þess sem fólkið kaus. 30. maí 2018 19:16 Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að það yrði styrkur fyrir borgina að ná saman meirihluta sem kemur úr ólíkum áttum. Hann segir gott traust hafa skapast á milli flokkanna fjögurra sem hafa nú ákveðið að hefja formlega viðræður um meirihlutasamstarf. Samfylkingin, Viðreisn, Vinstri græn og Píratar tilkynntu í kvöld að flokkarnir ætli að hefja formlegar viðræður á morgun. Slíkur meirihluti hefði tólf borgarfulltrúa og eins manns meirihluta í borgarstjórn. Tveir fulltrúar frá hverjum flokki taka þátt í viðræðunum. „Það hefur skapast gott traust á milli okkar undanfarna daga. Það skiptir mjög miklu máli. Ég held að það væri styrkur fyrir borgina að ná saman meirihluta sem kemur úr svolítið ólíkum áttum. Þetta er auðvitað nýtt upphaf þannig að ég er bara bjartsýnn og spenntur fyrir því að setjast niður á morgun,“ segir hann. Spurður að því hvort að erfiðara verði fyrir flokkana fjóra að ná saman um einhver ákveðin mál frekar en önnur telur Dagur svo ekki vera. „Ég held að það sé hægt að finna fleti hjá fólki jafnvel þó að það nálgist hlutina úr ólíkri átt ef viljinn til að gera vel fyrir borgina er í efsta sæti hjá öllum. Ég finn það mjög sterkt hjá þessum hópi þannig að ég kvíði því ekki,“ segir Dagur. Hann játar því að góður samhljómur sé á milli flokkanna í samgöngu- og skipulagsmálum. Allir sem hafi fylgst með kosningabaráttunni hafi séð að flokkarnir eigi ýmislegt sameiginlegt þó að þeir séu einnig ólíkir að ýmsu leyti. „Við erum náttúrulega búin að hittast og tala saman undanfarna daga og værum ekki að stíga þetta skref nema af því að við höfum trú á því og erum bjartsýn að ná til lands,“ segir Dagur.Misjöfn reynsla af því að ráða sveitarstjóra Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hafnaði því við Vísi í dag að flokkurinn hefði gert kröfu um að Dagur viki til hliðar og borgarstjóri utan flokkanna yrði ráðinn eins og Kjarninn hafði greint frá. Dagur segir að ekki sé byrjað að ræða verkaskiptingu á milli flokkanna og ekki hafi komið fram nein krafa af þessu tagi. Hann bendir á að reynsla sveitarfélaga af því að ráða utanaðkomandi sveitarstjóra sé misjöfn. „Við förum bara inn í þetta til að leysa þetta eins og öll önnur mál,“ segir hann.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Slæmar fréttir fyrir borgarbúa“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir formlegar viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, ekki vera í anda þess sem fólkið kaus. 30. maí 2018 19:16 Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
„Slæmar fréttir fyrir borgarbúa“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir formlegar viðræður á milli Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, ekki vera í anda þess sem fólkið kaus. 30. maí 2018 19:16
Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55