Net eftirlitsmyndavéla verður til Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2018 08:00 Eftirlitsmyndavélar eru notaðar af lögregluembættum um allan heim. Henning Kaiser Embætti ríkislögreglustjóra rekur net eftirlitsmyndavéla í Reykjavík, Garðabæ, Reykjanesbæ og Kópavogi. Einnig eru áform uppi um uppsetningu myndavéla á Akranesi, í Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit auk fjölda annarra eftirlitsmyndavéla lögreglunnar sem ekki eru tengdar embættinu. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir eðlilegt að allar eftirlitsmyndavélar lögreglu séu beintengdar embætti ríkislögreglustjóra. Nú eru í notkun 36 eftirlitsmyndavélar í Reykjavík, sex í Reykjanesbæ og ein í Garðabæ en á næstu dögum verða sjö nýjar vélar settar upp í Garðabæ og ellefu í Kópavogi. Þannig er hægt að haga eftirliti með íbúum í gegnum þessar vélar. Í minnisblaði Gunnlaugs Júlíussonar, sveitarstjóra Borgarbyggðar, um uppsetningu eftirlitsmyndavéla, sem lagt var fyrir byggðarráð Borgarbyggðar, kemur fram að ríkislögreglustjóri hafi stækkað vefþjón sinn til að taka á móti meira efni: „Upptökur úr slíkum myndavélum eru lesnar inn á miðlægan gagnagrunn sem ríkislögreglustjóraembættið hefur yfir að ráða. Geymslurými hans var aukið verulega rétt fyrir áramótin sem opnaði möguleika á að setja slíkar eftirlitsmyndavélar víðar upp en gert hafði verið þar áður. Áður hafði takmarkað geymslurými gert það að verkum að ekki var hægt að fjölga slíkum vélum.“Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóriUm mitt ár 2016 var tekin ákvörðun um að sameina kerfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra þannig að nú er rekið eitt öryggismyndavélakerfi af ríkislögreglustjóra. Einnig voru öryggismyndavélar sem Reykjanesbær og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ráku tengdar við kerfið. Einnig er vitað um fleiri eftirlitsmyndavélar sem notaðar eru af lögreglu. Til að mynda eru að minnsta kosti tvær myndavélar í miðbæ Akureyrar sem stýrt er af lögreglu. Þá hefur uppsetning á myndavélakerfum á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum ekki verið í samráði við ríkislögreglustjóra. Að mati Haraldar væri mun betra ef allar vélarnar yrðu tengdar inn á miðlægt kerfi. „Jú, vissulega væri það til hagsbóta að allar eftirlitsmyndavélar sem lögregla notar við dagleg störf sín séu á sameiginlegu kerfi. Hins vegar er mikilvægt að slík vinnsla upplýsinga standist lög um meðferð persónuupplýsinga,“ segir hann. „Það er rétt að kerfi ríkislögreglustjóra er tæknilega séð fært um að taka við upplýsingum, í þessu tilfelli myndefni, alls staðar að af landinu. Embættið stækkaði gagnagrunninn sinn fyrir nokkru síðan. Hins vegar höfum við ekki fengið beiðni frá lögreglustjórum um landið um að tengjast kerfinu,“ segir Haraldur ríkislögreglustjóri. Í skriflegu svari embættisins kemur einnig fram að möguleiki sé á því að lesa bílnúmer bifreiða sjálfvirkt með vefmyndavélum. Það þurfi hins vegar að skoða í samræmi við nýja löggjöf ESB. „Ný lög um meðferð persónuupplýsinga og innleiðing á tilskipun Evrópusambandsins um vinnslu persónuupplýsinga hjá löggæslu verður viðfangsefni viðkomandi stofnana á næstu misserum og því er ekki tímabært að ákveða um upptöku á sjálfvirkum bílnúmeraplötulestri með öryggismyndavélum,“ segir í svarinu. Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Lögreglumál Tengdar fréttir Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi Fleiri myndavélar verða settar upp í sumar og haust og verða staðsetningar þeirra kynntar síðar. 22. apríl 2018 17:26 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra rekur net eftirlitsmyndavéla í Reykjavík, Garðabæ, Reykjanesbæ og Kópavogi. Einnig eru áform uppi um uppsetningu myndavéla á Akranesi, í Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit auk fjölda annarra eftirlitsmyndavéla lögreglunnar sem ekki eru tengdar embættinu. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir eðlilegt að allar eftirlitsmyndavélar lögreglu séu beintengdar embætti ríkislögreglustjóra. Nú eru í notkun 36 eftirlitsmyndavélar í Reykjavík, sex í Reykjanesbæ og ein í Garðabæ en á næstu dögum verða sjö nýjar vélar settar upp í Garðabæ og ellefu í Kópavogi. Þannig er hægt að haga eftirliti með íbúum í gegnum þessar vélar. Í minnisblaði Gunnlaugs Júlíussonar, sveitarstjóra Borgarbyggðar, um uppsetningu eftirlitsmyndavéla, sem lagt var fyrir byggðarráð Borgarbyggðar, kemur fram að ríkislögreglustjóri hafi stækkað vefþjón sinn til að taka á móti meira efni: „Upptökur úr slíkum myndavélum eru lesnar inn á miðlægan gagnagrunn sem ríkislögreglustjóraembættið hefur yfir að ráða. Geymslurými hans var aukið verulega rétt fyrir áramótin sem opnaði möguleika á að setja slíkar eftirlitsmyndavélar víðar upp en gert hafði verið þar áður. Áður hafði takmarkað geymslurými gert það að verkum að ekki var hægt að fjölga slíkum vélum.“Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóriUm mitt ár 2016 var tekin ákvörðun um að sameina kerfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra þannig að nú er rekið eitt öryggismyndavélakerfi af ríkislögreglustjóra. Einnig voru öryggismyndavélar sem Reykjanesbær og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ráku tengdar við kerfið. Einnig er vitað um fleiri eftirlitsmyndavélar sem notaðar eru af lögreglu. Til að mynda eru að minnsta kosti tvær myndavélar í miðbæ Akureyrar sem stýrt er af lögreglu. Þá hefur uppsetning á myndavélakerfum á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum ekki verið í samráði við ríkislögreglustjóra. Að mati Haraldar væri mun betra ef allar vélarnar yrðu tengdar inn á miðlægt kerfi. „Jú, vissulega væri það til hagsbóta að allar eftirlitsmyndavélar sem lögregla notar við dagleg störf sín séu á sameiginlegu kerfi. Hins vegar er mikilvægt að slík vinnsla upplýsinga standist lög um meðferð persónuupplýsinga,“ segir hann. „Það er rétt að kerfi ríkislögreglustjóra er tæknilega séð fært um að taka við upplýsingum, í þessu tilfelli myndefni, alls staðar að af landinu. Embættið stækkaði gagnagrunninn sinn fyrir nokkru síðan. Hins vegar höfum við ekki fengið beiðni frá lögreglustjórum um landið um að tengjast kerfinu,“ segir Haraldur ríkislögreglustjóri. Í skriflegu svari embættisins kemur einnig fram að möguleiki sé á því að lesa bílnúmer bifreiða sjálfvirkt með vefmyndavélum. Það þurfi hins vegar að skoða í samræmi við nýja löggjöf ESB. „Ný lög um meðferð persónuupplýsinga og innleiðing á tilskipun Evrópusambandsins um vinnslu persónuupplýsinga hjá löggæslu verður viðfangsefni viðkomandi stofnana á næstu misserum og því er ekki tímabært að ákveða um upptöku á sjálfvirkum bílnúmeraplötulestri með öryggismyndavélum,“ segir í svarinu.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Lögreglumál Tengdar fréttir Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi Fleiri myndavélar verða settar upp í sumar og haust og verða staðsetningar þeirra kynntar síðar. 22. apríl 2018 17:26 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Sjá meira
Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi Fleiri myndavélar verða settar upp í sumar og haust og verða staðsetningar þeirra kynntar síðar. 22. apríl 2018 17:26