Net eftirlitsmyndavéla verður til Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2018 08:00 Eftirlitsmyndavélar eru notaðar af lögregluembættum um allan heim. Henning Kaiser Embætti ríkislögreglustjóra rekur net eftirlitsmyndavéla í Reykjavík, Garðabæ, Reykjanesbæ og Kópavogi. Einnig eru áform uppi um uppsetningu myndavéla á Akranesi, í Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit auk fjölda annarra eftirlitsmyndavéla lögreglunnar sem ekki eru tengdar embættinu. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir eðlilegt að allar eftirlitsmyndavélar lögreglu séu beintengdar embætti ríkislögreglustjóra. Nú eru í notkun 36 eftirlitsmyndavélar í Reykjavík, sex í Reykjanesbæ og ein í Garðabæ en á næstu dögum verða sjö nýjar vélar settar upp í Garðabæ og ellefu í Kópavogi. Þannig er hægt að haga eftirliti með íbúum í gegnum þessar vélar. Í minnisblaði Gunnlaugs Júlíussonar, sveitarstjóra Borgarbyggðar, um uppsetningu eftirlitsmyndavéla, sem lagt var fyrir byggðarráð Borgarbyggðar, kemur fram að ríkislögreglustjóri hafi stækkað vefþjón sinn til að taka á móti meira efni: „Upptökur úr slíkum myndavélum eru lesnar inn á miðlægan gagnagrunn sem ríkislögreglustjóraembættið hefur yfir að ráða. Geymslurými hans var aukið verulega rétt fyrir áramótin sem opnaði möguleika á að setja slíkar eftirlitsmyndavélar víðar upp en gert hafði verið þar áður. Áður hafði takmarkað geymslurými gert það að verkum að ekki var hægt að fjölga slíkum vélum.“Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóriUm mitt ár 2016 var tekin ákvörðun um að sameina kerfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra þannig að nú er rekið eitt öryggismyndavélakerfi af ríkislögreglustjóra. Einnig voru öryggismyndavélar sem Reykjanesbær og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ráku tengdar við kerfið. Einnig er vitað um fleiri eftirlitsmyndavélar sem notaðar eru af lögreglu. Til að mynda eru að minnsta kosti tvær myndavélar í miðbæ Akureyrar sem stýrt er af lögreglu. Þá hefur uppsetning á myndavélakerfum á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum ekki verið í samráði við ríkislögreglustjóra. Að mati Haraldar væri mun betra ef allar vélarnar yrðu tengdar inn á miðlægt kerfi. „Jú, vissulega væri það til hagsbóta að allar eftirlitsmyndavélar sem lögregla notar við dagleg störf sín séu á sameiginlegu kerfi. Hins vegar er mikilvægt að slík vinnsla upplýsinga standist lög um meðferð persónuupplýsinga,“ segir hann. „Það er rétt að kerfi ríkislögreglustjóra er tæknilega séð fært um að taka við upplýsingum, í þessu tilfelli myndefni, alls staðar að af landinu. Embættið stækkaði gagnagrunninn sinn fyrir nokkru síðan. Hins vegar höfum við ekki fengið beiðni frá lögreglustjórum um landið um að tengjast kerfinu,“ segir Haraldur ríkislögreglustjóri. Í skriflegu svari embættisins kemur einnig fram að möguleiki sé á því að lesa bílnúmer bifreiða sjálfvirkt með vefmyndavélum. Það þurfi hins vegar að skoða í samræmi við nýja löggjöf ESB. „Ný lög um meðferð persónuupplýsinga og innleiðing á tilskipun Evrópusambandsins um vinnslu persónuupplýsinga hjá löggæslu verður viðfangsefni viðkomandi stofnana á næstu misserum og því er ekki tímabært að ákveða um upptöku á sjálfvirkum bílnúmeraplötulestri með öryggismyndavélum,“ segir í svarinu. Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Lögreglumál Tengdar fréttir Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi Fleiri myndavélar verða settar upp í sumar og haust og verða staðsetningar þeirra kynntar síðar. 22. apríl 2018 17:26 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra rekur net eftirlitsmyndavéla í Reykjavík, Garðabæ, Reykjanesbæ og Kópavogi. Einnig eru áform uppi um uppsetningu myndavéla á Akranesi, í Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit auk fjölda annarra eftirlitsmyndavéla lögreglunnar sem ekki eru tengdar embættinu. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir eðlilegt að allar eftirlitsmyndavélar lögreglu séu beintengdar embætti ríkislögreglustjóra. Nú eru í notkun 36 eftirlitsmyndavélar í Reykjavík, sex í Reykjanesbæ og ein í Garðabæ en á næstu dögum verða sjö nýjar vélar settar upp í Garðabæ og ellefu í Kópavogi. Þannig er hægt að haga eftirliti með íbúum í gegnum þessar vélar. Í minnisblaði Gunnlaugs Júlíussonar, sveitarstjóra Borgarbyggðar, um uppsetningu eftirlitsmyndavéla, sem lagt var fyrir byggðarráð Borgarbyggðar, kemur fram að ríkislögreglustjóri hafi stækkað vefþjón sinn til að taka á móti meira efni: „Upptökur úr slíkum myndavélum eru lesnar inn á miðlægan gagnagrunn sem ríkislögreglustjóraembættið hefur yfir að ráða. Geymslurými hans var aukið verulega rétt fyrir áramótin sem opnaði möguleika á að setja slíkar eftirlitsmyndavélar víðar upp en gert hafði verið þar áður. Áður hafði takmarkað geymslurými gert það að verkum að ekki var hægt að fjölga slíkum vélum.“Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóriUm mitt ár 2016 var tekin ákvörðun um að sameina kerfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra þannig að nú er rekið eitt öryggismyndavélakerfi af ríkislögreglustjóra. Einnig voru öryggismyndavélar sem Reykjanesbær og lögreglustjórinn á Suðurnesjum ráku tengdar við kerfið. Einnig er vitað um fleiri eftirlitsmyndavélar sem notaðar eru af lögreglu. Til að mynda eru að minnsta kosti tvær myndavélar í miðbæ Akureyrar sem stýrt er af lögreglu. Þá hefur uppsetning á myndavélakerfum á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum ekki verið í samráði við ríkislögreglustjóra. Að mati Haraldar væri mun betra ef allar vélarnar yrðu tengdar inn á miðlægt kerfi. „Jú, vissulega væri það til hagsbóta að allar eftirlitsmyndavélar sem lögregla notar við dagleg störf sín séu á sameiginlegu kerfi. Hins vegar er mikilvægt að slík vinnsla upplýsinga standist lög um meðferð persónuupplýsinga,“ segir hann. „Það er rétt að kerfi ríkislögreglustjóra er tæknilega séð fært um að taka við upplýsingum, í þessu tilfelli myndefni, alls staðar að af landinu. Embættið stækkaði gagnagrunninn sinn fyrir nokkru síðan. Hins vegar höfum við ekki fengið beiðni frá lögreglustjórum um landið um að tengjast kerfinu,“ segir Haraldur ríkislögreglustjóri. Í skriflegu svari embættisins kemur einnig fram að möguleiki sé á því að lesa bílnúmer bifreiða sjálfvirkt með vefmyndavélum. Það þurfi hins vegar að skoða í samræmi við nýja löggjöf ESB. „Ný lög um meðferð persónuupplýsinga og innleiðing á tilskipun Evrópusambandsins um vinnslu persónuupplýsinga hjá löggæslu verður viðfangsefni viðkomandi stofnana á næstu misserum og því er ekki tímabært að ákveða um upptöku á sjálfvirkum bílnúmeraplötulestri með öryggismyndavélum,“ segir í svarinu.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Lögreglumál Tengdar fréttir Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi Fleiri myndavélar verða settar upp í sumar og haust og verða staðsetningar þeirra kynntar síðar. 22. apríl 2018 17:26 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Eftirlitsmyndavélar settar upp í Kópavogi Fleiri myndavélar verða settar upp í sumar og haust og verða staðsetningar þeirra kynntar síðar. 22. apríl 2018 17:26