Pompeo snæddi steik með Norður-Kóreumönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2018 06:19 Góður matur og góður fundur að sögn utanríkisráðherrans. Vísir/AFP Hægri hönd Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í nótt. Hershöfðinginn Kim Yong-chol snæddi kvöldverð með utanríkisráðherranum Mike Pompeo. Þeir munu aftur funda í dag. Jafn háttsettur embættismaður frá Norður-Kóreu hefur ekki heimsótt Bandaríkin í tvo áratugi. Síðan að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, aflýsti fyrirhuguðum fundi sínum með Kim Jong-un, sem fram átti að fara í Singapúr þann 12. júní næstkomandi, hafa sendinefndir ríkjanna tveggja gert ítrekaðar tilraunir til að reyna að koma fundinum aftur á dagskrá. Ef af fundinum verður má ætla að hann verði sögulegur, enda hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna aldrei komið saman til fundar.Good working dinner with Kim Yong Chol in New York tonight. Steak, corn, and cheese on the menu. pic.twitter.com/1pu4K3oym7— Secretary Pompeo (@SecPompeo) May 31, 2018 Fundur Pompeo og Kim í gærkvöld fór fram í húsi nærri höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Utanríkisráðherrann tísti eftir fundinn að hann hafi verið prýðilegur og bætti við að á matseðlinum hafi verið kjöt, maís og ostur. Hann ítrekaði jafnframt afstöðu Bandaríkjanna, þau vilji að Kóreuskaginn verði algjörlega laus við kjarnavopn að 12. júní-fundinum loknum. Norður-Kórea hefur á síðustu dögum lýst yfir algjörri andstöðu sinni við slíkar áætlanir, ekki síst vegna þess samanburðar sem embættismenn í Bandaríkjunum hafa gert á milli Norður-Kóreu og Líbýu. Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu, samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn. Vonast er því til að fundir Pompeo og Kim nái að sefa reiði Norðanmanna. Næsti fundur þeirra tveggja fer sem fyrr segir fram síðar í dag. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37 Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21 Mest lesið „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Hægri hönd Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, fundaði með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í New York í nótt. Hershöfðinginn Kim Yong-chol snæddi kvöldverð með utanríkisráðherranum Mike Pompeo. Þeir munu aftur funda í dag. Jafn háttsettur embættismaður frá Norður-Kóreu hefur ekki heimsótt Bandaríkin í tvo áratugi. Síðan að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, aflýsti fyrirhuguðum fundi sínum með Kim Jong-un, sem fram átti að fara í Singapúr þann 12. júní næstkomandi, hafa sendinefndir ríkjanna tveggja gert ítrekaðar tilraunir til að reyna að koma fundinum aftur á dagskrá. Ef af fundinum verður má ætla að hann verði sögulegur, enda hafa leiðtogar Norður-Kóreu og Bandaríkjanna aldrei komið saman til fundar.Good working dinner with Kim Yong Chol in New York tonight. Steak, corn, and cheese on the menu. pic.twitter.com/1pu4K3oym7— Secretary Pompeo (@SecPompeo) May 31, 2018 Fundur Pompeo og Kim í gærkvöld fór fram í húsi nærri höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Utanríkisráðherrann tísti eftir fundinn að hann hafi verið prýðilegur og bætti við að á matseðlinum hafi verið kjöt, maís og ostur. Hann ítrekaði jafnframt afstöðu Bandaríkjanna, þau vilji að Kóreuskaginn verði algjörlega laus við kjarnavopn að 12. júní-fundinum loknum. Norður-Kórea hefur á síðustu dögum lýst yfir algjörri andstöðu sinni við slíkar áætlanir, ekki síst vegna þess samanburðar sem embættismenn í Bandaríkjunum hafa gert á milli Norður-Kóreu og Líbýu. Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu, samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn. Vonast er því til að fundir Pompeo og Kim nái að sefa reiði Norðanmanna. Næsti fundur þeirra tveggja fer sem fyrr segir fram síðar í dag.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37 Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21 Mest lesið „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37
Einn valdamesti maður Norður-Kóreu á leið til Bandaríkjanna Hershöfðinginn Kim Yong-chol verður hæst setti embættismaður Norður-Kóreu sem ferðast til Bandaríkjanna í 18 ár á morgun. 29. maí 2018 19:21