Skrifa andlát transkonu á Bandaríkjastjórn Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2018 06:37 Roxana Hernandez lést um 2 vikum eftir komuna til Bandaríkjanna. DIVERSIDAD SIN FRONTERAS Mannréttindasamtök saka bandarísk stjórnvöld um að hafa myrt hælisleitandann Roxana Hernandez, sem lést í haldi þarlendu útlendingastofnunarinnar. Hernandez hafði komið til Bandaríkjann frá Hondúras, þar sem hún er sögð hafa verið ofsótt vegna stöðu sinnar sem transkona. Eftir að til Bandaríkjanna var komið handtóku yfirvöld innflyjendamála Hernandez vegna glæpa sem hún hafði framið í Texas-ríki; svosem smáþjófnað, að hafa stundað vændi og að koma ólöglega til landsins. Hernandez, sem var smituð af HIV, veiktist hins vegar í haldi yfirvalda og lést skömmu síðar. Hún er fimmti einstaklingurinn sem lætur lífið í haldi bandarísku útlendingastofnunarinnar á síðastliðnum átta mánuðum. Hópur mannréttindasamtaka sendi frá sér yfirlýsingu vegna andláts hennar. Þar kemur meðal annars fram að Hernandez hafi eygt von í Bandaríkjunum, þar sem hún hafði hugsað sér að hefja nýtt líf - „frjáls undan oki misnotkunar, áhættu og hótana,“ eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins.Þau segja að andlát Hernandez skrifist á skeytingarleysi stjórnvalda. Aðeins tvær vikur liðu frá því að hún var handtekinn þangað til að hún lést. Átta dögum eftir komuna til Bandaríkjanna, tveimur dögum eftir að hún hafði verið handtekin, var Hernandez flutt á sjúkrahús vegna einkenna sem minntu á lungnabólgu, ofþornun og aðra kvilla sem oft eru fylgifiskar HIV-smits. Hún lést svo að morgni 25. maí, á sjúkrahúsi í Albuquerque í Nýju-Mexíkó. Mannréttindasamtökin segja að þrátt fyrir að bandarísk stjórnvöld hafi komið Hernandez undir læknishendur sé blóð hennar á þeirra höndum. „Með öðrum orðum, hún var myrt,“ segir í yfirlýsingu Pueblo Sin Fronteras, Al Otro Lado og Diversidad Sin Fronteras. Talið er að í hópi þeirra 267 einstaklinga sem fylgdu Hernandez til Bandaríkjanna, til að sækja um hæli í Kaliforníu, hafi verið 23 trans-einstaklingar. Bandaríkin Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Mannréttindasamtök saka bandarísk stjórnvöld um að hafa myrt hælisleitandann Roxana Hernandez, sem lést í haldi þarlendu útlendingastofnunarinnar. Hernandez hafði komið til Bandaríkjann frá Hondúras, þar sem hún er sögð hafa verið ofsótt vegna stöðu sinnar sem transkona. Eftir að til Bandaríkjanna var komið handtóku yfirvöld innflyjendamála Hernandez vegna glæpa sem hún hafði framið í Texas-ríki; svosem smáþjófnað, að hafa stundað vændi og að koma ólöglega til landsins. Hernandez, sem var smituð af HIV, veiktist hins vegar í haldi yfirvalda og lést skömmu síðar. Hún er fimmti einstaklingurinn sem lætur lífið í haldi bandarísku útlendingastofnunarinnar á síðastliðnum átta mánuðum. Hópur mannréttindasamtaka sendi frá sér yfirlýsingu vegna andláts hennar. Þar kemur meðal annars fram að Hernandez hafi eygt von í Bandaríkjunum, þar sem hún hafði hugsað sér að hefja nýtt líf - „frjáls undan oki misnotkunar, áhættu og hótana,“ eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins.Þau segja að andlát Hernandez skrifist á skeytingarleysi stjórnvalda. Aðeins tvær vikur liðu frá því að hún var handtekinn þangað til að hún lést. Átta dögum eftir komuna til Bandaríkjanna, tveimur dögum eftir að hún hafði verið handtekin, var Hernandez flutt á sjúkrahús vegna einkenna sem minntu á lungnabólgu, ofþornun og aðra kvilla sem oft eru fylgifiskar HIV-smits. Hún lést svo að morgni 25. maí, á sjúkrahúsi í Albuquerque í Nýju-Mexíkó. Mannréttindasamtökin segja að þrátt fyrir að bandarísk stjórnvöld hafi komið Hernandez undir læknishendur sé blóð hennar á þeirra höndum. „Með öðrum orðum, hún var myrt,“ segir í yfirlýsingu Pueblo Sin Fronteras, Al Otro Lado og Diversidad Sin Fronteras. Talið er að í hópi þeirra 267 einstaklinga sem fylgdu Hernandez til Bandaríkjanna, til að sækja um hæli í Kaliforníu, hafi verið 23 trans-einstaklingar.
Bandaríkin Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira