Atli Már segist hafa unnið orrustuna en tapað stríðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. maí 2018 15:15 Atli Már í dómsal í dag íklæddur bol með áletruninni: Hvar er Frikki? Vísir/Vilhelm. Atli Már Gylfason var að vonum ánægður þegar blaðamaður náði tali af honum fyrir utan dómssal í Héraðsdómi Reykjaness eftir að Atli Már var sýknaður af öllum kröfum í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn honum. „Ég er virkilega sáttur. Ég var með besta lögfræðinginn í þessu fagi,“ sagði Atli Már brosandi. „Hann kann alla króka og kima í meiðyrðamálum en ég vonaðist alltaf til að réttlætið myndi sigra að lokum og það gerði það hérna í dag.“Lögmaður Atla Más í málinu var Gunnar Ingi Jóhannsonn hæstaréttarlögmaður. Blaðamannafélag Íslands stóð straum af málskostnaði Atla Más í málinu, en Guðmundur Spartakus þarf að greiða Atla Má 600 þúsund krónur í málskostnað.Málið hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum og sneri að meintum fíkniefnaumsvifum Guðmundar Spartakusar og hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Fjallaði Atli Már um hvarf Friðriks í grein sem birtist á vef Stundarinnar 1. desember 2016. Krafðist Guðmundur Spartakus ómerkingu á ærumeiðandu ummælum í greininni sem og víðar, auk 10 milljóna króna í miskabætur.„Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir mig. Þetta snerist um tíu milljóna króna skaðabótakröfu sem hefði sett mig á hausinn, persónulega,“ segir Atli sem segist einnig vera þakklátur fyrir að Stundin, sem einnig var stefnt í málinu, þurfi ekki að greiða bætur vegna málsins.Segir Atli Már að málið hafi tekið á og að honum hafi borist ítrekaðar líflátshótanir, þar af tvær um Hvítasunnuhelgina, sem hann segir hafa verið kærðar til lögreglu.„Þetta er búið að vera strembið“.Atli Már og Gunnar Ingi, lögmaður hans, fallast í faðma eftir að dómur í málinu var kveðinn upp.Vísir/VilhelmSegist finna til með fjölmiðlamönnum á RÚV Atli Már var ekki eini fjölmiðlamaðurinn sem Guðmundur Spartakus stefndi vegna fréttaflutnings hérlendis.Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigmund Erni Rúnarssyni af kröfum Guðmundar Spartakusar vegna frétta sem birtust á vef sjónvarpsstöðvarinnar. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Þá krafðist Guðmundur Spartakus samtals tíu milljóna í bætur frá fjórum fréttamönnum RÚV. Samþykkti RÚV að greiða honum samtals 2,5 milljónir króna vegna málsins.Sáttagreiðslan var harðlega gagnrýnd á sínum tíma og er sögð vera mikil óánægja með sáttagreiðsluna á meðal fréttamanna RÚV. Segir Atli Már að í ljósi sýknudóma í máli hans og Sigmundar Ernis þurfi forsvarsmenn RÚV að svara fyrir ákvörðunina um að semja.„Það er eitthvað sem forsvarsmenn RÚV verða að svara fyrir. Ég að sjálfsögðu finn til með öllum fjölmiðlamönnum sem starfa á RÚV því að þessi sátt er gerð í algjörri andstæðu við þá og ég veit að menn eru ekki sáttir upp í Efsaleiti, bara langt í frá,“ segir Atli Már.Segir hann sátt RÚV við Guðmund Spartakus gera það að verkum að hann hafi fjármagn til þess að standa í baráttu við fjölmiðla í dómsmálum sem þessum.„Þó svo að ég hafi unnið þessa orrustu, þá vann Guðmundur Spartakus stríðið. Hann á pening til þess að greiða allan þennan málskostnað. Hann getur kært málið til Landsréttar sem hann kemur eflaust til með að gera og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að punga sjálfur út pening, RÚV er búið að borga allar málsbætur og kostnað fyrir hann.“ Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ruiz kemur ekki til landsins en ber vitni í mynd símleiðis Karl Steinar Valsson mun ekki svara spurningum er varða rannsókn lögreglu á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. 2. maí 2018 10:49 Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00 „Hakkavél íslenskra fjölmiðla“ og nývaknaður blaðamaður á stuttbuxum Meiðyrðamál, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðar fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, gegn fjölmiðlamanninum Sigmund Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti Íslands í morgun. 30. apríl 2018 16:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Atli Már Gylfason var að vonum ánægður þegar blaðamaður náði tali af honum fyrir utan dómssal í Héraðsdómi Reykjaness eftir að Atli Már var sýknaður af öllum kröfum í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn honum. „Ég er virkilega sáttur. Ég var með besta lögfræðinginn í þessu fagi,“ sagði Atli Már brosandi. „Hann kann alla króka og kima í meiðyrðamálum en ég vonaðist alltaf til að réttlætið myndi sigra að lokum og það gerði það hérna í dag.“Lögmaður Atla Más í málinu var Gunnar Ingi Jóhannsonn hæstaréttarlögmaður. Blaðamannafélag Íslands stóð straum af málskostnaði Atla Más í málinu, en Guðmundur Spartakus þarf að greiða Atla Má 600 þúsund krónur í málskostnað.Málið hefur verið fyrirferðarmikið í fjölmiðlum og sneri að meintum fíkniefnaumsvifum Guðmundar Spartakusar og hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Fjallaði Atli Már um hvarf Friðriks í grein sem birtist á vef Stundarinnar 1. desember 2016. Krafðist Guðmundur Spartakus ómerkingu á ærumeiðandu ummælum í greininni sem og víðar, auk 10 milljóna króna í miskabætur.„Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir mig. Þetta snerist um tíu milljóna króna skaðabótakröfu sem hefði sett mig á hausinn, persónulega,“ segir Atli sem segist einnig vera þakklátur fyrir að Stundin, sem einnig var stefnt í málinu, þurfi ekki að greiða bætur vegna málsins.Segir Atli Már að málið hafi tekið á og að honum hafi borist ítrekaðar líflátshótanir, þar af tvær um Hvítasunnuhelgina, sem hann segir hafa verið kærðar til lögreglu.„Þetta er búið að vera strembið“.Atli Már og Gunnar Ingi, lögmaður hans, fallast í faðma eftir að dómur í málinu var kveðinn upp.Vísir/VilhelmSegist finna til með fjölmiðlamönnum á RÚV Atli Már var ekki eini fjölmiðlamaðurinn sem Guðmundur Spartakus stefndi vegna fréttaflutnings hérlendis.Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sigmund Erni Rúnarssyni af kröfum Guðmundar Spartakusar vegna frétta sem birtust á vef sjónvarpsstöðvarinnar. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Þá krafðist Guðmundur Spartakus samtals tíu milljóna í bætur frá fjórum fréttamönnum RÚV. Samþykkti RÚV að greiða honum samtals 2,5 milljónir króna vegna málsins.Sáttagreiðslan var harðlega gagnrýnd á sínum tíma og er sögð vera mikil óánægja með sáttagreiðsluna á meðal fréttamanna RÚV. Segir Atli Már að í ljósi sýknudóma í máli hans og Sigmundar Ernis þurfi forsvarsmenn RÚV að svara fyrir ákvörðunina um að semja.„Það er eitthvað sem forsvarsmenn RÚV verða að svara fyrir. Ég að sjálfsögðu finn til með öllum fjölmiðlamönnum sem starfa á RÚV því að þessi sátt er gerð í algjörri andstæðu við þá og ég veit að menn eru ekki sáttir upp í Efsaleiti, bara langt í frá,“ segir Atli Már.Segir hann sátt RÚV við Guðmund Spartakus gera það að verkum að hann hafi fjármagn til þess að standa í baráttu við fjölmiðla í dómsmálum sem þessum.„Þó svo að ég hafi unnið þessa orrustu, þá vann Guðmundur Spartakus stríðið. Hann á pening til þess að greiða allan þennan málskostnað. Hann getur kært málið til Landsréttar sem hann kemur eflaust til með að gera og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að punga sjálfur út pening, RÚV er búið að borga allar málsbætur og kostnað fyrir hann.“
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ruiz kemur ekki til landsins en ber vitni í mynd símleiðis Karl Steinar Valsson mun ekki svara spurningum er varða rannsókn lögreglu á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. 2. maí 2018 10:49 Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00 „Hakkavél íslenskra fjölmiðla“ og nývaknaður blaðamaður á stuttbuxum Meiðyrðamál, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðar fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, gegn fjölmiðlamanninum Sigmund Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti Íslands í morgun. 30. apríl 2018 16:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ruiz kemur ekki til landsins en ber vitni í mynd símleiðis Karl Steinar Valsson mun ekki svara spurningum er varða rannsókn lögreglu á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. 2. maí 2018 10:49
Atli Már sýknaður í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 31. maí 2018 14:00
„Hakkavél íslenskra fjölmiðla“ og nývaknaður blaðamaður á stuttbuxum Meiðyrðamál, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður höfðar fyrir hönd Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, gegn fjölmiðlamanninum Sigmund Erni Rúnarssyni var tekið fyrir í Hæstarétti Íslands í morgun. 30. apríl 2018 16:45