Viðskipti innlent

Bjórtilboð sem framkvæmdastjóri Costco þvertók fyrir til komið vegna mistaka

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjórinn í Costco í gær á töluvert lægra verði en venjulega, eins og sést á myndinni.
Bjórinn í Costco í gær á töluvert lægra verði en venjulega, eins og sést á myndinni. Vísir
Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco, segir vissar tegundir af bjór seldar með afslætti í Costco þessa dagana þar sem að mistök hafi orðið við pöntun bjórsins. Hann sé við það að renna út.

Ekki standi til að bjóða upp á frekari afslátt af bjór þegar birgðirnar séu búnar. Eins og Vísir greindi frá um síðustu helgi er um að ræða kassa af Corona Extra og Budlight bjór sem renna út í júní og júlí.

Vísir hafði samband við Brett á föstudaginn vegna afsláttarins. Hann þvertók fyrir að nokkur bjór væri seldur á afslætti en annað kom á daginn.

„Já, það kom mér á óvart,“ segir Brett sem var búinn að komast að hinu sanna þegar blaðamaður ræddi við hann í dag. Hann hefði ekki vitað að bjórinn væri seldur ódýrt.

„Við breyttum verðinu af því að bjórinn er alveg að renna út. Það er skárra en að hella honum niður,“ segir Brett í samtali við Vísi.

Af auglýsingunum í Costco að dæma verður verðið í boði til 4. júní en aðeins þeir sem eru með vínveitingaleyfi geta verslað áfengi í Costco.


Tengdar fréttir

Bjórinn á rúmlega hundrað kall í Costco

Kassi af Bud Light bjór, tuttugu 330 mL flöskur, kostar 2163 krónur í Costco í dag en það er verð sem stendur til boða til 4. júní. Framkvæmdastjóri Costco á Íslandi kannast þó ekki við neinn afslátt af bjór í versluninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×