Cleveland yfirspilaði Boston í þriðja leiknum Dagur Lárusson skrifar 20. maí 2018 09:00 LeBron James. vísir/getty LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers unnu sinn fyrsta sigur í einvígi sínu gegn Boston Celtics í nótt en LeBron skoraði 27 stig í leiknum. Með LeBron í broddi fylkingar byrjaði Cleveland leikinn að miklum krafti og skoraði 32 stig í fyrsta leikhluta gegn aðeins 17 frá Boston og litu Cleveland út fyrir að vera allt öðruvísi lið heldur en í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Cleveland juku forystu sína í öðrum leikhluta og var staðan 61-41 í hálfleiknum og því hafði Boston verk að vinna í seinni hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum hélt Cleveland samt sem áður uppteknum hætti og hélt áfram að bæta við forystu sína og skoraði 26 stig í þriðja leikhluta gegn 22 frá Boston og unnu síðan að lokum sannfærandi sigur 116-86. LeBron James var stigahæstur í leiknum með 27 stig og 12 stoðsendingar en Jayson Tatum var stigahæstur hjá Boston með 18 stig. LeBron James var að vonum ánægður í leikslok. „Jafnvel þegar hlutirnir gegnu ekki upp, þá héldum við einfaldlega bara áfram. Við létum þá spila fleiri sendingar en venjulega, við létum þá hanga á boltanum lengra en venjulega. Við vorum algjörlega á flugi í nótt og það einfaldlega vildi svo til að ég var einn af þeim mönnum sem var á flugi,“ sagði LeBron. Þjálfari Celtics, Brad Stevens, hafði ekki mikið um leikinn að segja fyrir utan það að viðurkenna tap. „Þeir tóku leikinn til okkar, svo einfalt er það, þeir algjörlega yfirspiluðu okkur.“ Fjórði leikurinn í einvíginu er á mánudaginn en hann fer einnig fram í Cleveland en næsti leikur eftir það fer fram í Boston en það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála en aðeins 19 lið af 300 hafa snúið við einvígi sem hefur farið í 2-0 forystu í úrslitakeppninni í NBA. LeBron James og Cleveland hafa þó gert það tvisvar sinnum og nú síðast árið 2016 þegar þeir urðu meistarar. Hér fyrir neðan má sjá brot úr leiknum. NBA Tengdar fréttir Stórleikur James dugði ekki til fyrir Cleveland Boston Celtics er komið í 2-0 í rimmu sinnu gegn Cleveland Cavaliers eftir 107-94 sigur í leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í nótt. 16. maí 2018 07:30 Boston keyrði yfir Cavaliers í fyrsta leik Boston Celtic tók forystuna í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta gegn Cleveland Cavaliers í kvöld. Sigur Boston var aldrei í hættu og forystan verðskulduð. 13. maí 2018 22:10 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers unnu sinn fyrsta sigur í einvígi sínu gegn Boston Celtics í nótt en LeBron skoraði 27 stig í leiknum. Með LeBron í broddi fylkingar byrjaði Cleveland leikinn að miklum krafti og skoraði 32 stig í fyrsta leikhluta gegn aðeins 17 frá Boston og litu Cleveland út fyrir að vera allt öðruvísi lið heldur en í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Cleveland juku forystu sína í öðrum leikhluta og var staðan 61-41 í hálfleiknum og því hafði Boston verk að vinna í seinni hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum hélt Cleveland samt sem áður uppteknum hætti og hélt áfram að bæta við forystu sína og skoraði 26 stig í þriðja leikhluta gegn 22 frá Boston og unnu síðan að lokum sannfærandi sigur 116-86. LeBron James var stigahæstur í leiknum með 27 stig og 12 stoðsendingar en Jayson Tatum var stigahæstur hjá Boston með 18 stig. LeBron James var að vonum ánægður í leikslok. „Jafnvel þegar hlutirnir gegnu ekki upp, þá héldum við einfaldlega bara áfram. Við létum þá spila fleiri sendingar en venjulega, við létum þá hanga á boltanum lengra en venjulega. Við vorum algjörlega á flugi í nótt og það einfaldlega vildi svo til að ég var einn af þeim mönnum sem var á flugi,“ sagði LeBron. Þjálfari Celtics, Brad Stevens, hafði ekki mikið um leikinn að segja fyrir utan það að viðurkenna tap. „Þeir tóku leikinn til okkar, svo einfalt er það, þeir algjörlega yfirspiluðu okkur.“ Fjórði leikurinn í einvíginu er á mánudaginn en hann fer einnig fram í Cleveland en næsti leikur eftir það fer fram í Boston en það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála en aðeins 19 lið af 300 hafa snúið við einvígi sem hefur farið í 2-0 forystu í úrslitakeppninni í NBA. LeBron James og Cleveland hafa þó gert það tvisvar sinnum og nú síðast árið 2016 þegar þeir urðu meistarar. Hér fyrir neðan má sjá brot úr leiknum.
NBA Tengdar fréttir Stórleikur James dugði ekki til fyrir Cleveland Boston Celtics er komið í 2-0 í rimmu sinnu gegn Cleveland Cavaliers eftir 107-94 sigur í leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í nótt. 16. maí 2018 07:30 Boston keyrði yfir Cavaliers í fyrsta leik Boston Celtic tók forystuna í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta gegn Cleveland Cavaliers í kvöld. Sigur Boston var aldrei í hættu og forystan verðskulduð. 13. maí 2018 22:10 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Stórleikur James dugði ekki til fyrir Cleveland Boston Celtics er komið í 2-0 í rimmu sinnu gegn Cleveland Cavaliers eftir 107-94 sigur í leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í nótt. 16. maí 2018 07:30
Boston keyrði yfir Cavaliers í fyrsta leik Boston Celtic tók forystuna í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA deildarinnar í körfubolta gegn Cleveland Cavaliers í kvöld. Sigur Boston var aldrei í hættu og forystan verðskulduð. 13. maí 2018 22:10