Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Andri Eysteinsson skrifar 21. maí 2018 09:52 Nicolas Maduro fagnar sigri í kosningunum í nótt. Vísir/EPA Nicolas Maduro var í gær endurkjörinn forseti Suður-Ameríkuríkisins Venesúela. Maduro, sem tók við embættinu árið 2013 eftir andlát Hugo Chavez, hlaut 68% atkvæða gegn 21% helsta keppinautar síns, Henri Falcon samkvæmt frétt BBC. Maduro tryggði sér því forsetaembættið til 6 ára. Andstæðingar forsetans hafa lýst yfir óánægju sinni yfir framkvæmd kosninganna. Helstu andstæðingar forsetans höfðu fyrir kosningar, margir hverjir verið fangelsaðir, meinað að bjóða sig fram eða höfðu farið í sjálfskipaða útlegð. Af þeim sökum kallaði stjórnarandstaðan eftir því að fylgismenn hennar myndu sniðganga kosningarnar. Engu að síður bauð fyrrum sósíalistinn og núverandi stjórnarandstöðuliðinn Henri Falcon sig fram og reyndist helsti andstæðingur Maduro. Eftir að niðurstöður lágu fyrir voru Falcon og stjórnarandstaðan gagnrýnin á lögmæti kosninganna. Mikill vöruskortur er í Venesúela og hefur ríkisstjórnin gefið út svokölluð föðurlandskort, sem sýna þarf á tilteknum stöðvum til að fá matargjafir. Slíkar stöðvar voru settar upp víða við hlið kjörstaða landsins. Falcon tilkynnti að af þeim sökum viðurkenndi hann ekki niðurstöður kosninganna og kallaði eftir nýjum kosningum. Annar frambjóðandi, Javier Bertucci, hvatti Maduro til að bjóða sig ekki fram ef til nýrra kosninga yrði boðað. Sniðganga stjórnarandstöðunnar hafði þau áhrif að kjörsókn var mun lægri en í fyrri kosningum, einungis 46% samkvæmt opinberum tölum en hafði verið um 80% í kosningunum 2013. Stjórnarandstaðan hefur gefið út að opinberar tölur séu rangar og að kjörsókn hafi í raun verið nær 30%. Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Nicolas Maduro var í gær endurkjörinn forseti Suður-Ameríkuríkisins Venesúela. Maduro, sem tók við embættinu árið 2013 eftir andlát Hugo Chavez, hlaut 68% atkvæða gegn 21% helsta keppinautar síns, Henri Falcon samkvæmt frétt BBC. Maduro tryggði sér því forsetaembættið til 6 ára. Andstæðingar forsetans hafa lýst yfir óánægju sinni yfir framkvæmd kosninganna. Helstu andstæðingar forsetans höfðu fyrir kosningar, margir hverjir verið fangelsaðir, meinað að bjóða sig fram eða höfðu farið í sjálfskipaða útlegð. Af þeim sökum kallaði stjórnarandstaðan eftir því að fylgismenn hennar myndu sniðganga kosningarnar. Engu að síður bauð fyrrum sósíalistinn og núverandi stjórnarandstöðuliðinn Henri Falcon sig fram og reyndist helsti andstæðingur Maduro. Eftir að niðurstöður lágu fyrir voru Falcon og stjórnarandstaðan gagnrýnin á lögmæti kosninganna. Mikill vöruskortur er í Venesúela og hefur ríkisstjórnin gefið út svokölluð föðurlandskort, sem sýna þarf á tilteknum stöðvum til að fá matargjafir. Slíkar stöðvar voru settar upp víða við hlið kjörstaða landsins. Falcon tilkynnti að af þeim sökum viðurkenndi hann ekki niðurstöður kosninganna og kallaði eftir nýjum kosningum. Annar frambjóðandi, Javier Bertucci, hvatti Maduro til að bjóða sig ekki fram ef til nýrra kosninga yrði boðað. Sniðganga stjórnarandstöðunnar hafði þau áhrif að kjörsókn var mun lægri en í fyrri kosningum, einungis 46% samkvæmt opinberum tölum en hafði verið um 80% í kosningunum 2013. Stjórnarandstaðan hefur gefið út að opinberar tölur séu rangar og að kjörsókn hafi í raun verið nær 30%.
Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50