Leggja línurnar fyrir Singapúr Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2018 05:37 Frá fundi Moon Jae-In og Donald Trumo í Suður-Kóreu í september síðastliðnum. Vísir/Afp Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Talið er að þeir muni á fundi sínum leggja línurnar fyrir fyrirhugaðan fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sem fara á fram í Singapúr í næsta mánuði. Yfirlýsingar norður-kóreskra ráðamanna á síðustu dögum eru sagðar hafa sett viðræður ríkjanna í hálfgert uppnám. Þeir hafa lýst því yfir að stjórnvöld í Pjongjang muni aldrei sætta sig við algjöra kjarnorkuafvopnun eins og Bandaríkin hafa krafist. Þá hafa heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna einnig vakið reiði Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Urðu þær meðal annars til þess að viðræðum milli embættismanna Norður-og Suður-Kóreu var frestað í liðinni viku. Moon er sagður ætla að nota heimsókn sína í Hvíta húsið í dag til að telja Trump trú á að viðræður við Pjongjang séu rétta lausnin í stöðunni. Þrátt fyrir að Bandaríkin og Norður-Kórea virðist hafa gjörólíkar skoðanir á því hvað felist í kjarnorkuafvopnun sé fyrirhugaði fundurinn þó skárri kostur en að grípa til vopna. Því er Moon jafnframt talinn ætla að biðja bandaríska embættismenn um að draga úr stríðsæsingatalinu í aðdraganda Singapúrfundarins. Í samtali við Washington Post segir suður-kóreskur embættismaður að nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, John Bolton, sé hættulegur í augum Suður-Kóreumanna. Bolton telji að Bandaríkin séu fullfær um að blása til annars stríðs á Kóreuskaga og að það sé ekki fýsileg leið í augum þeirra sem búa á Skaganum. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Fagnar gullnu tækifæri Sameiningarráðherra Suður-Kóreu er vongóður um að kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga takist. Sagði horfur betri en áður þar sem kjörtímabil forseta er nýhafið. 12. maí 2018 11:00 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Talið er að þeir muni á fundi sínum leggja línurnar fyrir fyrirhugaðan fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sem fara á fram í Singapúr í næsta mánuði. Yfirlýsingar norður-kóreskra ráðamanna á síðustu dögum eru sagðar hafa sett viðræður ríkjanna í hálfgert uppnám. Þeir hafa lýst því yfir að stjórnvöld í Pjongjang muni aldrei sætta sig við algjöra kjarnorkuafvopnun eins og Bandaríkin hafa krafist. Þá hafa heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna einnig vakið reiði Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Urðu þær meðal annars til þess að viðræðum milli embættismanna Norður-og Suður-Kóreu var frestað í liðinni viku. Moon er sagður ætla að nota heimsókn sína í Hvíta húsið í dag til að telja Trump trú á að viðræður við Pjongjang séu rétta lausnin í stöðunni. Þrátt fyrir að Bandaríkin og Norður-Kórea virðist hafa gjörólíkar skoðanir á því hvað felist í kjarnorkuafvopnun sé fyrirhugaði fundurinn þó skárri kostur en að grípa til vopna. Því er Moon jafnframt talinn ætla að biðja bandaríska embættismenn um að draga úr stríðsæsingatalinu í aðdraganda Singapúrfundarins. Í samtali við Washington Post segir suður-kóreskur embættismaður að nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, John Bolton, sé hættulegur í augum Suður-Kóreumanna. Bolton telji að Bandaríkin séu fullfær um að blása til annars stríðs á Kóreuskaga og að það sé ekki fýsileg leið í augum þeirra sem búa á Skaganum.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Fagnar gullnu tækifæri Sameiningarráðherra Suður-Kóreu er vongóður um að kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga takist. Sagði horfur betri en áður þar sem kjörtímabil forseta er nýhafið. 12. maí 2018 11:00 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Fagnar gullnu tækifæri Sameiningarráðherra Suður-Kóreu er vongóður um að kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga takist. Sagði horfur betri en áður þar sem kjörtímabil forseta er nýhafið. 12. maí 2018 11:00
Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10
Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00