Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2018 16:30 Donald Trump. Vísir/AP Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. Yfirmenn ráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, munu funda með leiðtogum þingsins og fara yfir leynileg gögn með þeim eftir að Trump krafðist þess að ráðuneytið rannsakaði hvort FBI hefði komið njósnara fyrir í framboði hans. Þá munu innri eftirlitsaðilar ráðuneytisins kanna hvort að einhverjir hlutar Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi komið til vegna pólitísks þrýstings.Þrýstingur Trump og stuðningsmanna hans innan þingsins og ýmissa fjölmiðla hefur leitt til þess að hulunni hefur verið svipt af heimildarmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, bandarískum prófessor í Bretlandi. Hann hafði samband við nokkra starfsmenn framboðs Trump, sem áttu í samskiptum við aðila sem taldir eru vera rússneskir útsendarar, og spurði þá hvað þeir vissu um þjófnað rússneskra tölvuþrjóta á tölvupóstum úr kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Þetta gerði hann á vegum FBI og hafa Trump og stuðningsmenn hans lýst þessu sem njósnum FBI og ríkisstjórnar Barack Obama og að uppljóstrara hafi verið komið fyrir innan framboðsins. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Trump heldur því fram að Obama hafi njósnað um sig.Sjá einnig: Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félagaÞvert á fullyrðingar Bandaríkjaforseta var heimildarmanni FBI hvorki komið fyrir innan framboðsins né þá til þess að njósna um það heldur til að afla frekari upplýsinga um samskipti starfsmanna þess við Rússa. Eftir að FBI fékk vísbendingar um að einhverjir starfsmenn Trump-framboðsins hefðu átt í samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni var opnuð gagnnjósnarannsókn sem er sögð eðlisólík sakamálarannsókninni sem nú stendur yfir. Fékk FBI heimildarmann sinn til þess að hitta og ræða við þrjá starfsmenn framboðsins, þá George Papadopoulos, sem síðan hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni, Michael Flynn, sem einnig hefur játað að hafa logið að yfirvöldum, og Carter Page, sem þekkt var að hafði áður haft samskipti við rússnesku leyniþjónustuna. Heimildarmaðurinn starfaði aldrei innan framboðsins.Sögulegt samkomulagFræðimenn sem New York Times ræddi við segja samkomulag Dómsmálaráðuneytisins og Trump vera sögulegt. Forsetinn hafi ítrekað reynt að grafa undan sjálfstæði ráðuneytisins. Hann hafi skammast út í yfirmenn þess fyrir að opna ekki nýja rannsókn gagnvart mótframbjóðenda sínum Hillary Clinton, eftir að ráðuneytið komst að því að hún hefði ekki brotið lög, og gagnrýnt Jeff Sessions, eigin dómsmálaráðherra, ítrekað og harkalega fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni.Trump hefur sjálfur sagt að hann eigi ekki að hafa bein áhrif á ráðuneytið sem forseti en hann hefur sömuleiðis sagt að hann hafi rétt til þess að gera það sem honum sýnist. Deilt er um það hvort að forseti hafi lagalega heimild til að skipa ráðuneytinu að hefja eða binda enda á rannsókn og þá sérstaklega rannsókn sem tengist honum sjálfum. Dómsmálaráðherra sem telur beiðni forseta vera óréttmæta getur neitað henni en þá getur forsetinn rekið ráðherrann. Helsta vörn ráðuneytis gegn inngripi forseta er því þingið og kjósendur. Þingið, þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum, hefur þó ekki virst tilbúið til að standa vörð um sjálfstæði ráðuneytisins.Vilja nýjan sérstakan saksóknara Stuðningsmenn Trump í fulltrúadeild þingsins héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu ályktunartillögu um að stofna ætti til annars embættis sérstaks saksóknara. Því embætti yrði gert að rannsaka Dómsmálaráðuneytið og FBI. Nánar tiltekið ætti embættið að rannsaka hvort að ráðuneytið og FBI hafi brotið lög í Rússarannsókninni, hvernig og af hverju rannókninni á tölvupóstum Hillary Clinton hafi verið hætt og hvernig og af hverju Rússarannsóknin hafi hafist. Donald Trump Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. Yfirmenn ráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, munu funda með leiðtogum þingsins og fara yfir leynileg gögn með þeim eftir að Trump krafðist þess að ráðuneytið rannsakaði hvort FBI hefði komið njósnara fyrir í framboði hans. Þá munu innri eftirlitsaðilar ráðuneytisins kanna hvort að einhverjir hlutar Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi komið til vegna pólitísks þrýstings.Þrýstingur Trump og stuðningsmanna hans innan þingsins og ýmissa fjölmiðla hefur leitt til þess að hulunni hefur verið svipt af heimildarmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, bandarískum prófessor í Bretlandi. Hann hafði samband við nokkra starfsmenn framboðs Trump, sem áttu í samskiptum við aðila sem taldir eru vera rússneskir útsendarar, og spurði þá hvað þeir vissu um þjófnað rússneskra tölvuþrjóta á tölvupóstum úr kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Þetta gerði hann á vegum FBI og hafa Trump og stuðningsmenn hans lýst þessu sem njósnum FBI og ríkisstjórnar Barack Obama og að uppljóstrara hafi verið komið fyrir innan framboðsins. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Trump heldur því fram að Obama hafi njósnað um sig.Sjá einnig: Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félagaÞvert á fullyrðingar Bandaríkjaforseta var heimildarmanni FBI hvorki komið fyrir innan framboðsins né þá til þess að njósna um það heldur til að afla frekari upplýsinga um samskipti starfsmanna þess við Rússa. Eftir að FBI fékk vísbendingar um að einhverjir starfsmenn Trump-framboðsins hefðu átt í samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni var opnuð gagnnjósnarannsókn sem er sögð eðlisólík sakamálarannsókninni sem nú stendur yfir. Fékk FBI heimildarmann sinn til þess að hitta og ræða við þrjá starfsmenn framboðsins, þá George Papadopoulos, sem síðan hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni, Michael Flynn, sem einnig hefur játað að hafa logið að yfirvöldum, og Carter Page, sem þekkt var að hafði áður haft samskipti við rússnesku leyniþjónustuna. Heimildarmaðurinn starfaði aldrei innan framboðsins.Sögulegt samkomulagFræðimenn sem New York Times ræddi við segja samkomulag Dómsmálaráðuneytisins og Trump vera sögulegt. Forsetinn hafi ítrekað reynt að grafa undan sjálfstæði ráðuneytisins. Hann hafi skammast út í yfirmenn þess fyrir að opna ekki nýja rannsókn gagnvart mótframbjóðenda sínum Hillary Clinton, eftir að ráðuneytið komst að því að hún hefði ekki brotið lög, og gagnrýnt Jeff Sessions, eigin dómsmálaráðherra, ítrekað og harkalega fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni.Trump hefur sjálfur sagt að hann eigi ekki að hafa bein áhrif á ráðuneytið sem forseti en hann hefur sömuleiðis sagt að hann hafi rétt til þess að gera það sem honum sýnist. Deilt er um það hvort að forseti hafi lagalega heimild til að skipa ráðuneytinu að hefja eða binda enda á rannsókn og þá sérstaklega rannsókn sem tengist honum sjálfum. Dómsmálaráðherra sem telur beiðni forseta vera óréttmæta getur neitað henni en þá getur forsetinn rekið ráðherrann. Helsta vörn ráðuneytis gegn inngripi forseta er því þingið og kjósendur. Þingið, þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum, hefur þó ekki virst tilbúið til að standa vörð um sjálfstæði ráðuneytisins.Vilja nýjan sérstakan saksóknara Stuðningsmenn Trump í fulltrúadeild þingsins héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu ályktunartillögu um að stofna ætti til annars embættis sérstaks saksóknara. Því embætti yrði gert að rannsaka Dómsmálaráðuneytið og FBI. Nánar tiltekið ætti embættið að rannsaka hvort að ráðuneytið og FBI hafi brotið lög í Rússarannsókninni, hvernig og af hverju rannókninni á tölvupóstum Hillary Clinton hafi verið hætt og hvernig og af hverju Rússarannsóknin hafi hafist.
Donald Trump Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira