Viðskipti innlent

Kóði hagnaðist um 88 milljónir

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Thor Thors, framkvæmdastjóri Kóða
Thor Thors, framkvæmdastjóri Kóða
Hugbúnaðarfyrirtækið Kóði, sem rekur meðal annars Kelduna, hagnaðist um 88 milljónir króna árið 2017 og jókst hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára. Tekjurnar námu 368 milljónum króna og jukust um 18 prósent á milli ára. Arðsemi eigin fjár nam 81 prósenti en eigið fé var 127 milljónir við árslok.

Stjórn félagsins leggur til að arðgreiðsla nemi 80 milljónum í ár en hún var 50 milljónir síðastliðin tvö ár.

Kóði á eins og fyrr segir Kelduna, upplýsingaveitu fyrir íslenskt viðskiptalíf, og Vaktarann sem sinnir net- og fjölmiðlavöktun. Fyrirtækið rekur jafnframt verðbréfaviðskiptakerfið KODIAK. Auk þess gekk það í hluthafahóp Sea Data Center á þessu ári.

Stærstu hluthafar Kóða eru Thor Thors, framkvæmdastjóri fyrirtækisins með 22,7 prósenta hlut, Dagur Gunnarsson forritari með 19 prósent, og Tómas Tómasson forritari með 19 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×