Starfsmenn eignast Summu að fullu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Sigurgeir Tryggvason, framkvæmdastjóri Summu. Starfsmenn sjóðastýringarfyrirtækisins Summu rekstrarfélags hafa keypt fjórðungshlut Íslandsbanka í fyrirtækinu og eignast þannig allt hlutafé þess. Starfsmennirnir fjórir, Sigurgeir Tryggvason framkvæmdastjóri, Haraldur Óskar Haraldsson, Hrafnkell Kárason og Ómar Örn Tryggvason, eiga Summu í gegnum eignarhaldsfélagið Megind. Summa var áður dótturfélag Íslandsbanka en bankinn hefur selt sig úr félaginu í nokkrum skrefum á undanförnum árum. Sigurgeir staðfestir við Markaðinn að kaupin á fjórðungshlut Íslandsbanka hafi gengið í gegn í byrjun síðasta mánaðar. „Eigendurnir, sem eru jafnframt allir starfsmenn Summu, hafa mikla trú á félaginu og framtíðarhorfum þess. Við starfsmenn og hluthafar erum nú einir ábyrgir fyrir því að nýta þá möguleika sem eru til staðar en teljum jafnframt að viss tækifæri felist í félagi sem er sjálfstætt og óháð á fjármálamarkaði,“ segir hann. Þá hafa þeir Birgir Örn Arnarson, yfirmaður hjá PayPal, og Tryggvi Björn Davíðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaða hjá Íslandsbanka, tekið sæti í stjórn sjóðastýringarfyrirtækisins en þar fyrir situr Þórunn Helga Þórðardóttir lögfræðingur. Summa hagnaðist um 3,7 milljónir króna á síðasta ári borið saman við 243 milljóna hagnað árið 2016. Alls námu hreinar rekstrartekjur tæpum 143 milljónum í fyrra en rekstrargjöld voru 138 milljónir. Var fyrirtækið með um 25 milljarða króna í stýringu í lok síðasta árs. Summa rekur meðal annars innviðasjóð sem er í eigu íslenskra lífeyrissjóða en forsvarsmenn fyrirtækisins telja aðkomu slíkra sjóða að brýnum innviðaverkefnum hér á landi, svo sem í vegakerfinu, ákjósanlega. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira
Starfsmenn sjóðastýringarfyrirtækisins Summu rekstrarfélags hafa keypt fjórðungshlut Íslandsbanka í fyrirtækinu og eignast þannig allt hlutafé þess. Starfsmennirnir fjórir, Sigurgeir Tryggvason framkvæmdastjóri, Haraldur Óskar Haraldsson, Hrafnkell Kárason og Ómar Örn Tryggvason, eiga Summu í gegnum eignarhaldsfélagið Megind. Summa var áður dótturfélag Íslandsbanka en bankinn hefur selt sig úr félaginu í nokkrum skrefum á undanförnum árum. Sigurgeir staðfestir við Markaðinn að kaupin á fjórðungshlut Íslandsbanka hafi gengið í gegn í byrjun síðasta mánaðar. „Eigendurnir, sem eru jafnframt allir starfsmenn Summu, hafa mikla trú á félaginu og framtíðarhorfum þess. Við starfsmenn og hluthafar erum nú einir ábyrgir fyrir því að nýta þá möguleika sem eru til staðar en teljum jafnframt að viss tækifæri felist í félagi sem er sjálfstætt og óháð á fjármálamarkaði,“ segir hann. Þá hafa þeir Birgir Örn Arnarson, yfirmaður hjá PayPal, og Tryggvi Björn Davíðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaða hjá Íslandsbanka, tekið sæti í stjórn sjóðastýringarfyrirtækisins en þar fyrir situr Þórunn Helga Þórðardóttir lögfræðingur. Summa hagnaðist um 3,7 milljónir króna á síðasta ári borið saman við 243 milljóna hagnað árið 2016. Alls námu hreinar rekstrartekjur tæpum 143 milljónum í fyrra en rekstrargjöld voru 138 milljónir. Var fyrirtækið með um 25 milljarða króna í stýringu í lok síðasta árs. Summa rekur meðal annars innviðasjóð sem er í eigu íslenskra lífeyrissjóða en forsvarsmenn fyrirtækisins telja aðkomu slíkra sjóða að brýnum innviðaverkefnum hér á landi, svo sem í vegakerfinu, ákjósanlega.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira