Fjórðungur heimsbyggðarinnar of feitur árið 2045 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Offita verður æ algengari. Vísir/getty Haldi núverandi þróun í lýðheilsumálum áfram næstu árin mun tæplega fjórðungur mannkyns, eða um 22 prósent, glíma við offitu árið 2045. Það er aukning um 14 prósent frá árinu 2017. Þetta er meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sem kynnt var á ársþingi Evrópsku offitusamtakanna í gærkvöld. Rannsóknarhöfundarnir, þeir Alan Moses og Niels Lund hjá Novo Nordisk í Danmörku, benda jafnframt á að aukning sem þessi í hópi þeirra sem eru of feitir þýði að einn af hverjum átta, eða um 12 prósent heimsbyggðarinnar, muni þjást af sykursýki 2 innan þrjátíu ára. Til að koma í veg fyrir að algengi sykursýki 2 fari yfir 10 prósent árið 2045 þurfi þeim sem þjást af offitu að fækka um 25 prósent fyrir sama tíma. Rannsóknin byggir á gögnum frá öllum löndum sem skila upplýsingum í gagnagrunn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Moses og Lund horfðu til aldurs, BMI-stuðuls, algengi sykursýki 2 og báru saman við áætlanir Alþjóðasamtaka sykursjúkra. Moses og Lund benda á að átak gegn offitu og sykursýki muni litlu skila til skemmri tíma. Hér sé um langtímaverkefni að ræða. „Þessar tölur undirstrika þá yfirþyrmandi áskorun sem blasir við heimsbyggðinni með tilliti til offitu og sykursýki. Um leið og þetta fólk þarf að mæta miklum áskorunum vegna heilsu sinnar þá verður fjárhagsleg byrði fyrir heilbrigðiskerfi landanna gífurleg,“ segir Moses. Moses ítrekar að engin töfralausn sé til. Hvert og eitt land þarf að byggja aðgerðir sínar út frá félags-, umhverfis- og genaþáttum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Haldi núverandi þróun í lýðheilsumálum áfram næstu árin mun tæplega fjórðungur mannkyns, eða um 22 prósent, glíma við offitu árið 2045. Það er aukning um 14 prósent frá árinu 2017. Þetta er meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sem kynnt var á ársþingi Evrópsku offitusamtakanna í gærkvöld. Rannsóknarhöfundarnir, þeir Alan Moses og Niels Lund hjá Novo Nordisk í Danmörku, benda jafnframt á að aukning sem þessi í hópi þeirra sem eru of feitir þýði að einn af hverjum átta, eða um 12 prósent heimsbyggðarinnar, muni þjást af sykursýki 2 innan þrjátíu ára. Til að koma í veg fyrir að algengi sykursýki 2 fari yfir 10 prósent árið 2045 þurfi þeim sem þjást af offitu að fækka um 25 prósent fyrir sama tíma. Rannsóknin byggir á gögnum frá öllum löndum sem skila upplýsingum í gagnagrunn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Moses og Lund horfðu til aldurs, BMI-stuðuls, algengi sykursýki 2 og báru saman við áætlanir Alþjóðasamtaka sykursjúkra. Moses og Lund benda á að átak gegn offitu og sykursýki muni litlu skila til skemmri tíma. Hér sé um langtímaverkefni að ræða. „Þessar tölur undirstrika þá yfirþyrmandi áskorun sem blasir við heimsbyggðinni með tilliti til offitu og sykursýki. Um leið og þetta fólk þarf að mæta miklum áskorunum vegna heilsu sinnar þá verður fjárhagsleg byrði fyrir heilbrigðiskerfi landanna gífurleg,“ segir Moses. Moses ítrekar að engin töfralausn sé til. Hvert og eitt land þarf að byggja aðgerðir sínar út frá félags-, umhverfis- og genaþáttum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira