„Litlar sem engar líkur“ á því að Sádi-Arabía verði með í Eurovision Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2018 11:50 Felix Bergsson var fararstjóri íslenska hópsins í Portúgal í ár. Hann hefur fylgt íslensku hópunum út í Eurovision um nokkurt skeið. Vísir/Stefán Felix Bergsson, sem hefur gegnt starfi fararstjóra íslenska hópsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva undanfarin ár, segir hverfandi líkur á því að Sádi-Arabía verði með í keppninni á næsta ári. Landið uppfylli ekki nauðsynleg þátttökuskilyrði og þá beri ekki að túlka boð ísraelska samskiptaráðherrans sem formlegt. Vísir greindi frá því í morgun að samskiptaráðherra Ísrael, Ayoob Kara, hefði boðið Sádi-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári.Nokkuð ljóst að þetta sé ekki að fara að gerast Felix segir þó ekkert formlegt boð um þátttöku þessara ríkja hafa borist og að ef til þess komi séu hverfandi líkur á því að þátttakan verði samþykkt. „Það er ekkert formlegt boð komið og þetta er í rauninni bara ráðherra í ísraelsku ríkisstjórninni sem er búinn að tjá sig um þetta, að hann ætli sér að bjóða Sádi-Arabíu, en það eru litlar sem engar líkur á því að það gangi eftir,“ segir Felix. „Þetta er í rauninni bara frétt sem kemur innan úr ísraelska stjórnkerfinu, frá einum lágtsettum ráðherra en að öllum líkindum er þetta stormur í vatnsglasi. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta sé ekki að fara að gerast.“Netta tilkynnti á sviðinu í Lissabon að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári.VÍSIR/APUpfylla ekki þátttökuskilyrði Þá er aðild að Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, SES (EBU á ensku), skilyrði fyrir þátttöku í keppninni en Sádi-Arabía er ekki aðili að sambandinu. „Þau geta ekki verið með einfaldlega vegna þess að Sádi-Arabía er ekki inn á EBU-svæðinu. Það er fullt af múslimaríkjum sem eru innan EBU sem gætu tekið þátt og hafa í rauninni alltaf haft til þess leyfi ef þau vilja. En þau hafa ekki viljað vera með út af Ísrael,“ segir Felix. Á meðal ríkja sem hafa þátttökurétt í Eurovision, en hafa venjulega ekki nýtt sér hann, eru Jórdanía, Líbanon, Libía, Marokkó, Túnis og Vatíkanið. Marokkó tók þátt í keppninni í fyrsta og eina skiptið árið 1980, en hét því að keppa aldrei aftur eftir slæmt gengi, og árið 2005 valdi Líbanon sér fulltrúa en var neytt til að draga sig úr keppninni eftir að hafa neitað að sýna ísraelska framlagið.Þó hefur það komið fyrir að ríkjum, sem ekki eiga aðild að SES, hafi verið boðin þátttaka í keppninni. Árið 2015 var Ástralíu veittur þátttökuréttur en í því tilviki var um að ræða sérstakt boð frá sambandinu, sem fékk auk þess vilyrði frá sérstakri umsagnarnefnd Söngvakeppninnar. Eurovision Tengdar fréttir Sádí-Arabíu boðið að taka þátt í Eurovision Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. 23. maí 2018 07:41 Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Felix Bergsson, sem hefur gegnt starfi fararstjóra íslenska hópsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva undanfarin ár, segir hverfandi líkur á því að Sádi-Arabía verði með í keppninni á næsta ári. Landið uppfylli ekki nauðsynleg þátttökuskilyrði og þá beri ekki að túlka boð ísraelska samskiptaráðherrans sem formlegt. Vísir greindi frá því í morgun að samskiptaráðherra Ísrael, Ayoob Kara, hefði boðið Sádi-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári.Nokkuð ljóst að þetta sé ekki að fara að gerast Felix segir þó ekkert formlegt boð um þátttöku þessara ríkja hafa borist og að ef til þess komi séu hverfandi líkur á því að þátttakan verði samþykkt. „Það er ekkert formlegt boð komið og þetta er í rauninni bara ráðherra í ísraelsku ríkisstjórninni sem er búinn að tjá sig um þetta, að hann ætli sér að bjóða Sádi-Arabíu, en það eru litlar sem engar líkur á því að það gangi eftir,“ segir Felix. „Þetta er í rauninni bara frétt sem kemur innan úr ísraelska stjórnkerfinu, frá einum lágtsettum ráðherra en að öllum líkindum er þetta stormur í vatnsglasi. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta sé ekki að fara að gerast.“Netta tilkynnti á sviðinu í Lissabon að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári.VÍSIR/APUpfylla ekki þátttökuskilyrði Þá er aðild að Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, SES (EBU á ensku), skilyrði fyrir þátttöku í keppninni en Sádi-Arabía er ekki aðili að sambandinu. „Þau geta ekki verið með einfaldlega vegna þess að Sádi-Arabía er ekki inn á EBU-svæðinu. Það er fullt af múslimaríkjum sem eru innan EBU sem gætu tekið þátt og hafa í rauninni alltaf haft til þess leyfi ef þau vilja. En þau hafa ekki viljað vera með út af Ísrael,“ segir Felix. Á meðal ríkja sem hafa þátttökurétt í Eurovision, en hafa venjulega ekki nýtt sér hann, eru Jórdanía, Líbanon, Libía, Marokkó, Túnis og Vatíkanið. Marokkó tók þátt í keppninni í fyrsta og eina skiptið árið 1980, en hét því að keppa aldrei aftur eftir slæmt gengi, og árið 2005 valdi Líbanon sér fulltrúa en var neytt til að draga sig úr keppninni eftir að hafa neitað að sýna ísraelska framlagið.Þó hefur það komið fyrir að ríkjum, sem ekki eiga aðild að SES, hafi verið boðin þátttaka í keppninni. Árið 2015 var Ástralíu veittur þátttökuréttur en í því tilviki var um að ræða sérstakt boð frá sambandinu, sem fékk auk þess vilyrði frá sérstakri umsagnarnefnd Söngvakeppninnar.
Eurovision Tengdar fréttir Sádí-Arabíu boðið að taka þátt í Eurovision Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. 23. maí 2018 07:41 Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Sjá meira
Sádí-Arabíu boðið að taka þátt í Eurovision Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. 23. maí 2018 07:41
Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00
Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53