Hætt komin íslensk hetja í meintri morðtilraun í Svíþjóð Birgir Olgeirsson skrifar 23. maí 2018 18:18 Gunnhildur ásamt dóttur sinni Jóhönnu. Aðsend Gunnhildur Birna Hauksdóttir bjargaði íbúum fjölbýlishúss frá bruna í bænum Eskilstuna í Svíþjóð í gær. Gunnhildur náði að gera nágrönnum vart um eldinn en þegar hún ætlaði að koma fjölskyldu sinni út var það ekki hægt sökum reyks. Þurftu þau að bíða eftir hjálp í íbúðinni í um klukkutíma. Málið er rannsakað sem morðtilraun en grunur er um íkveikju. Það var um klukkan korter í fimm síðdegis að staðartíma sem Gunnhildur fann skrýtna lykt í íbúð sinni. Hana grunaði strax að ekki væri allt með felldi og að jafnvel væri kviknað í. Hún fór út á svalir en sá engan reyk. Hún sneri þá aftur inn í íbúð en fann þá enn meiri lykt. Hún fór aftur á svalir og sá þar reyk sem lagði frá íbúðinni á fyrstu hæðinni.Eldhafið blasti við Gunnhildur hljóp niður og lemur á hurð íbúðarinnar. Hún vissi af manni sem bjó þar ásamt konu en enginn svaraði. Hún fann að hurðin var orðin afar heit. Þegar hún opnaði bréfalúguna gaus upp mikill reykur. Hún hélt áfram að berja á hurðina og þá kom maðurinn loksins til dyra. Ljóst var að hún hafði vakið manninn. „Það var bara eldhaf og reykur þarna inni og hann nær að koma sér út,“ segir Gunnhildur í samtali við Vísi en einnig hefur verið fjallað um málið í sænskum fjölmiðlum.Húsið er illa farið eftir brunann.Aðsend.Komust ekki út sökum reyks Hún hljóp að næstu íbúð og lét nágranna vita og nágranna á annarri hæðinni. Förinni var haldið upp á þriðju hæð þar sem íbúð fjölskyldu hennar var. Hún ætlaði að koma konu sinni og barni út en þegar hún kom upp á þriðju hæð var það um seinan. „Um leið og ég opnaði dyrnar var allt orðið kolsvart á stigaganginum og inni hjá mér. Við gátum ekkert farið. Þannig að við vorum fastar inni í íbúð,“ segir Gunnhildur. Á þeim tíma var ekki hægt að fara út á svalir sökum reyks þannig að þær ákváðu að forða sér inni í eitt af herbergjunum, leggjast á gólfið og vona það besta.Biðu í klukkutíma í mikillu óvissu Hún segir slökkviliðsmenn ekki hafa verið lengi á vettvang en þó nokkurn tíma hafi tekið að koma þeim til bjargar. Gunnhildur var með starfsmann neyðarlínunnar í símanum en sökum reyks gat hún ekki látið vita hvar þær voru í íbúðinni. Hún ákvað að reyna að koma sér út á svalir til að láta vita af þeim en þá var ekki eins mikill reykur úti á svölunum og var áður. Þær stóðu því úti á svölum þangað til slökkviliðsmenn komust inn í íbúðina og björguðu þeim út um klukkutíma eftir að þær hófu biðina.Eldtungurnar náðu upp að þriðju hæð þar sem íbúð Gunnhildar og fjölskyldu hennar er.AðsendÍbúðin á fyrstu hæðinni sprakk Gunnhildur segir mikinn reyk og hita hafa verið í íbúðinni á meðan þær biðu. Lætin voru gífurleg því íbúðin á fyrstu hæðinni hreinlega sprakk. „Eldurinn náði nánast upp í stofuglugga hjá okkur. Það voru brjáluð læti því íbúðin á fyrstu hæðinni sprakk. Rúðurnar í íbúðinni á annarri hæð sprungu með miklum látum og það munaði svo litu að það hefði allt sprungið hjá okkur,“ segir Gunnhildur. Hún segir þær hafa óttast um líf sitt. „Því þetta gerðist svo rosalega snöggt. Það liðu ekki meira en þrjár mínútur frá því ég hleyp upp og ætla að koma mér niður með börnin,“ segir Gunnhildur. Eldvarnarhurðin gerði lítið gagn Íbúðin er endurnýjuð og hafði eldvarnarhurð verið komið upp. Hún gerði þó lítið gagn að sögn Gunnhildar því reykurinn átti greiða leið undir hurðina. Þær bleyttu handklæði og settu undir hurðina til að reyna að koma í veg fyrir meiri reyk en það hafði lítið að segja. Íbúðin fylltist af reyk og allt eflaust ónýtt þar inni að sögn Gunnhildar. Ellefu fluttir á sjúkrahús Ellefu voru fluttir á sjúkrahús eftir þennan bruna og eru allir útskrifaðir, nema Gunnhildur. Hún er með mikla verki í öðru lunganu og bólgin í hálsi út af reyknum. „Enda var ég öll úti í sóti,“ segir Gunnhildur. Dóttir hennar Jóhanna var með mikið sót í andlitinu og nefinu en kom vel út úr lækniskoðun. Hún var að vísu afar skelkuð eftir þennan atburð. Sambýliskonu hennar, Sigríði Jóhönnu Sigurðardóttur heilsast einnig vel.Bærinn Eskilstuna er vestur af Stokkhólmi en um hundrað þúsund manns búa þar.Google MapsRannsakað sem morðtilraun Hún segir brunann rannsakaðan sem morðtilraun. „Það var sennilega kveikt í íbúðinni hjá manninum á meðan hann svaf. Rannsakendur komast ekki inn íbúðina því það eru svo miklar eiturgufur þar. Það er svo eitrað að þeir búast ekki við að komast þangað inn fyrr en á föstudag,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur segir manninn hafa búið með konu og hafi verið mikil óregla á þeim tengd drykkju. Hún segir konuna hafa verið á hjóli fyrir utan fjölbýlishúsið þegar kviknað í. „Hún kallaði að það væri bruni og hjólaði svo bara í burtu,“ segir Gunnhildur. Hún segir fjölskyldu sína hafa verið vel tryggða fyrir bruna. Starfsmenn tryggingafélagsins hitti þær í dag og tilkynnti þeim að þeir væru búnir að útvega þeim hótelgistingu þar til annað úrræði finnst. Gunnhildur hefur búið í Svíþjóð í tvö og hálft ár en segir að fjölskyldan hafi ætlað að flytja í burtu í næstu viku. Hún segir þetta vera mikið tjón og áfall en betur fór en áhorfðist. „Maður áttar sig ekki hvað það er stutt á milli lífs og dauða.“ Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Gunnhildur Birna Hauksdóttir bjargaði íbúum fjölbýlishúss frá bruna í bænum Eskilstuna í Svíþjóð í gær. Gunnhildur náði að gera nágrönnum vart um eldinn en þegar hún ætlaði að koma fjölskyldu sinni út var það ekki hægt sökum reyks. Þurftu þau að bíða eftir hjálp í íbúðinni í um klukkutíma. Málið er rannsakað sem morðtilraun en grunur er um íkveikju. Það var um klukkan korter í fimm síðdegis að staðartíma sem Gunnhildur fann skrýtna lykt í íbúð sinni. Hana grunaði strax að ekki væri allt með felldi og að jafnvel væri kviknað í. Hún fór út á svalir en sá engan reyk. Hún sneri þá aftur inn í íbúð en fann þá enn meiri lykt. Hún fór aftur á svalir og sá þar reyk sem lagði frá íbúðinni á fyrstu hæðinni.Eldhafið blasti við Gunnhildur hljóp niður og lemur á hurð íbúðarinnar. Hún vissi af manni sem bjó þar ásamt konu en enginn svaraði. Hún fann að hurðin var orðin afar heit. Þegar hún opnaði bréfalúguna gaus upp mikill reykur. Hún hélt áfram að berja á hurðina og þá kom maðurinn loksins til dyra. Ljóst var að hún hafði vakið manninn. „Það var bara eldhaf og reykur þarna inni og hann nær að koma sér út,“ segir Gunnhildur í samtali við Vísi en einnig hefur verið fjallað um málið í sænskum fjölmiðlum.Húsið er illa farið eftir brunann.Aðsend.Komust ekki út sökum reyks Hún hljóp að næstu íbúð og lét nágranna vita og nágranna á annarri hæðinni. Förinni var haldið upp á þriðju hæð þar sem íbúð fjölskyldu hennar var. Hún ætlaði að koma konu sinni og barni út en þegar hún kom upp á þriðju hæð var það um seinan. „Um leið og ég opnaði dyrnar var allt orðið kolsvart á stigaganginum og inni hjá mér. Við gátum ekkert farið. Þannig að við vorum fastar inni í íbúð,“ segir Gunnhildur. Á þeim tíma var ekki hægt að fara út á svalir sökum reyks þannig að þær ákváðu að forða sér inni í eitt af herbergjunum, leggjast á gólfið og vona það besta.Biðu í klukkutíma í mikillu óvissu Hún segir slökkviliðsmenn ekki hafa verið lengi á vettvang en þó nokkurn tíma hafi tekið að koma þeim til bjargar. Gunnhildur var með starfsmann neyðarlínunnar í símanum en sökum reyks gat hún ekki látið vita hvar þær voru í íbúðinni. Hún ákvað að reyna að koma sér út á svalir til að láta vita af þeim en þá var ekki eins mikill reykur úti á svölunum og var áður. Þær stóðu því úti á svölum þangað til slökkviliðsmenn komust inn í íbúðina og björguðu þeim út um klukkutíma eftir að þær hófu biðina.Eldtungurnar náðu upp að þriðju hæð þar sem íbúð Gunnhildar og fjölskyldu hennar er.AðsendÍbúðin á fyrstu hæðinni sprakk Gunnhildur segir mikinn reyk og hita hafa verið í íbúðinni á meðan þær biðu. Lætin voru gífurleg því íbúðin á fyrstu hæðinni hreinlega sprakk. „Eldurinn náði nánast upp í stofuglugga hjá okkur. Það voru brjáluð læti því íbúðin á fyrstu hæðinni sprakk. Rúðurnar í íbúðinni á annarri hæð sprungu með miklum látum og það munaði svo litu að það hefði allt sprungið hjá okkur,“ segir Gunnhildur. Hún segir þær hafa óttast um líf sitt. „Því þetta gerðist svo rosalega snöggt. Það liðu ekki meira en þrjár mínútur frá því ég hleyp upp og ætla að koma mér niður með börnin,“ segir Gunnhildur. Eldvarnarhurðin gerði lítið gagn Íbúðin er endurnýjuð og hafði eldvarnarhurð verið komið upp. Hún gerði þó lítið gagn að sögn Gunnhildar því reykurinn átti greiða leið undir hurðina. Þær bleyttu handklæði og settu undir hurðina til að reyna að koma í veg fyrir meiri reyk en það hafði lítið að segja. Íbúðin fylltist af reyk og allt eflaust ónýtt þar inni að sögn Gunnhildar. Ellefu fluttir á sjúkrahús Ellefu voru fluttir á sjúkrahús eftir þennan bruna og eru allir útskrifaðir, nema Gunnhildur. Hún er með mikla verki í öðru lunganu og bólgin í hálsi út af reyknum. „Enda var ég öll úti í sóti,“ segir Gunnhildur. Dóttir hennar Jóhanna var með mikið sót í andlitinu og nefinu en kom vel út úr lækniskoðun. Hún var að vísu afar skelkuð eftir þennan atburð. Sambýliskonu hennar, Sigríði Jóhönnu Sigurðardóttur heilsast einnig vel.Bærinn Eskilstuna er vestur af Stokkhólmi en um hundrað þúsund manns búa þar.Google MapsRannsakað sem morðtilraun Hún segir brunann rannsakaðan sem morðtilraun. „Það var sennilega kveikt í íbúðinni hjá manninum á meðan hann svaf. Rannsakendur komast ekki inn íbúðina því það eru svo miklar eiturgufur þar. Það er svo eitrað að þeir búast ekki við að komast þangað inn fyrr en á föstudag,“ segir Gunnhildur. Gunnhildur segir manninn hafa búið með konu og hafi verið mikil óregla á þeim tengd drykkju. Hún segir konuna hafa verið á hjóli fyrir utan fjölbýlishúsið þegar kviknað í. „Hún kallaði að það væri bruni og hjólaði svo bara í burtu,“ segir Gunnhildur. Hún segir fjölskyldu sína hafa verið vel tryggða fyrir bruna. Starfsmenn tryggingafélagsins hitti þær í dag og tilkynnti þeim að þeir væru búnir að útvega þeim hótelgistingu þar til annað úrræði finnst. Gunnhildur hefur búið í Svíþjóð í tvö og hálft ár en segir að fjölskyldan hafi ætlað að flytja í burtu í næstu viku. Hún segir þetta vera mikið tjón og áfall en betur fór en áhorfðist. „Maður áttar sig ekki hvað það er stutt á milli lífs og dauða.“
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira