Undirbúa mannaferðir til tunglsins og Mars á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. maí 2018 19:45 NASA stefnir að því að senda mann til mars um árið 2030. Vísindamenn stofnunarinnar eru nú staddir hér á landi til að kanna aðstæður og meta hvernig hægt sé að undirbúa mannaferðir til Mars og tunglsins hér á Íslandi. Þær Jennifer Heldmann og Darlene Lim stunda rannsóknir og prófanir á jörðu niðri við aðstæður sem taldar eru líkjast aðstæðum á öðrum plánetum. Ísland þykir henta vel til slíkra rannsókna og þær eru hingað komnar einmitt í þeim erindagjörðum en þær greindu frá verkefninu í málstofu í Háskólanum í Reykjavík í dag. „Við erum að safna upplýsingum, við erum með fólk núna rétt utan Reykjavíkur við sýnatöku, við fljúgum drónum og tökum myndir. Við erum á fyrstu stigum, við erum rétt að hefja starf okkar á Íslandi,“ segir Heldmann, í samtali við Stöð 2. Gangi allt vel vonast vísindamenn til að geta hafist handa við raunverulegan undirbúning strax á næsta ári. Íslensk gil og gljúfur þykja lík því sem þekkist á mars, og ekki síður er það eldvirkni náttúrunnar sem dró vísindamennina til landsins. „Við líkjum eftir því hvernig er að vera á Mars og síðan sendum við vísindamennina út og látum þá safna sýnum og ræða það sem þeir safna við fólk í vísindateymum á fjarlægum stað, eins og það sé á jörðinni og samtalið fer fram og til baka,“ útskýrir Lim. „Þetta er mjög spennandi því við getum, áður en við förum til staða eins og Mars, æft það hérna á jörðinni.“ Rannsóknir eru þegar hafnar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, en í framhaldinu verður farið víðar um landið. „Núna er mönnuð ferð til Mars á áætlun NASA upp úr 2030. NASA vinnur líka að áætlun um að senda menn aftur til tunglsins svo þetta er mjög tímabært því núna getum við upplýst hvernig þessar ferðir munu líta út. Við viljum því koma til Íslands til að gera tilraunir, hvaða tækni þarf til, hvaða færni þarf, hvernig verða mannaðar ferðir?“ segir Heldmann. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Sjá meira
NASA stefnir að því að senda mann til mars um árið 2030. Vísindamenn stofnunarinnar eru nú staddir hér á landi til að kanna aðstæður og meta hvernig hægt sé að undirbúa mannaferðir til Mars og tunglsins hér á Íslandi. Þær Jennifer Heldmann og Darlene Lim stunda rannsóknir og prófanir á jörðu niðri við aðstæður sem taldar eru líkjast aðstæðum á öðrum plánetum. Ísland þykir henta vel til slíkra rannsókna og þær eru hingað komnar einmitt í þeim erindagjörðum en þær greindu frá verkefninu í málstofu í Háskólanum í Reykjavík í dag. „Við erum að safna upplýsingum, við erum með fólk núna rétt utan Reykjavíkur við sýnatöku, við fljúgum drónum og tökum myndir. Við erum á fyrstu stigum, við erum rétt að hefja starf okkar á Íslandi,“ segir Heldmann, í samtali við Stöð 2. Gangi allt vel vonast vísindamenn til að geta hafist handa við raunverulegan undirbúning strax á næsta ári. Íslensk gil og gljúfur þykja lík því sem þekkist á mars, og ekki síður er það eldvirkni náttúrunnar sem dró vísindamennina til landsins. „Við líkjum eftir því hvernig er að vera á Mars og síðan sendum við vísindamennina út og látum þá safna sýnum og ræða það sem þeir safna við fólk í vísindateymum á fjarlægum stað, eins og það sé á jörðinni og samtalið fer fram og til baka,“ útskýrir Lim. „Þetta er mjög spennandi því við getum, áður en við förum til staða eins og Mars, æft það hérna á jörðinni.“ Rannsóknir eru þegar hafnar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, en í framhaldinu verður farið víðar um landið. „Núna er mönnuð ferð til Mars á áætlun NASA upp úr 2030. NASA vinnur líka að áætlun um að senda menn aftur til tunglsins svo þetta er mjög tímabært því núna getum við upplýst hvernig þessar ferðir munu líta út. Við viljum því koma til Íslands til að gera tilraunir, hvaða tækni þarf til, hvaða færni þarf, hvernig verða mannaðar ferðir?“ segir Heldmann.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Sjá meira