Körfubolti

Hilmar til liðs við Blika

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hilmar er kominn í Kópavoginn
Hilmar er kominn í Kópavoginn mynd/breiðablik
Hilmar Pétursson mun spila með Breiðabliki á komandi tímabili í Domino's deild karla. Hann kemur til liðsins frá uppeldisfélaginu Haukum.

Hilmar byrjaði síðasta tímabil í Keflavík og lék 15 leiki með Suðurnesjamönnum þar sem hann var með 6 stig að meðaltali í leik. Hann færði sig svo í Hafnarfjörðinn og lauk tímabilinu með Haukum.

Hann er fæddur árið 2000 og varð Íslandsmeistari í drengjaflokki með Haukum á dögunum og var valinn leikmaður úrslitaleiksins. Hilmar er sonur þjálfara Blika, Péturs Ingvarssonar, sem tók við liðinu fyrr í vor.

„Engin þörf á að birta „kvót“ frá þjálfaranum í þetta skiptið, við gefum okkur það að hann sé hæstánægður með nýjasta leikmann Breiðabliks,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Breiðabliks.


Tengdar fréttir

Hilmar aftur í Hauka

Bakvörðurinn Hilmar Pétursson er á leiðinni aftur í Hafnarfjörðinn eftir stutta dvöl í Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×