4500 manns mæta á langstærsta skemmtiferðaskipi sem hingað hefur komið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2018 12:00 Alls eru rúmlega 146.700 farþegar væntanlegir til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum á þessu ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins MSC Meraviglia kom til Akureyrar í dag og kemur til Reykjavíkur á laugardag í sinni fyrstu ferð til Íslands. Alls koma 4.526 farþegar með skipinu. Skipið ti „Þetta er stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til landsins. Skipið mun hafa yfir sólarhrings viðdvöl við Skarfabakka en það siglir af landi brott á sunnudag. Skipið siglir hingað til lands með 4.526 farþega og eru alls 1561 í áhöfn skipsins,“ segir Jóhann Bogason, framkvæmdastjóri Gáru, dótturfélags TVG-Zimsen, sem sér um að þjónusta skipið á meðan það er í höfn á Íslandi. MSC Meraviglia er í eigu MSC Cruises. Það er 171.598 brúttótonn að stærð, 315 metrar að lengd og 43 metrar að breidd. Í tilkynningu frá TVG-Zimsen og Gáru segir að MSC Cruises sé fyrsta fyrirtækið í skemmtiferðaskipaiðnaðinum sem hlotið hafi heiðursverðlaunin 7 Gullperlur (7 Golden Pearls). Verðlaunin eru afhent þeim fyrirtækjum sem huga vel að loftlags-, sjávar- og úrgangsmálum, á ferðum sínum um heiminn. Alls eru rúmlega 146.700 farþegar væntanlegir til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum á þessu ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þeir sigla hingað með 70 skemmtiferðaskipum sem munu hafa 165 viðkomur í Reykjavík. Á síðasta ári komu rúmlega 129 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til höfuðborgarinnar.Í frétt Túrista í mars kom fram að MSC Meraviglia kæmi þrisvar til Íslands í sumar. Það væri langstærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til Reykjavíkur í tonnum talið. „Áhugi skipaútgerða um allan heim á Íslandi heldur áfram og Ísland og Norðurslóðir hafa mikið aðdráttarafl. Fjöldi farþega sem hingað koma með skemmtiferðaskipum eykst á hverju ári og við leggjum gríðarlega áherslu á að skapa bæði farþegum og áhöfnum þægilegt umhverfi og framúrskarandi þjónustu. Það tekst okkur með því að setja okkur vinnuramma sem eru í stöðugri þróun enda leggjum við mikið upp úr gæðum og vönduðum vinnubrögðum,“ segir Jóhann. Ferðamennska á Íslandi Norðurslóðir Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins MSC Meraviglia kom til Akureyrar í dag og kemur til Reykjavíkur á laugardag í sinni fyrstu ferð til Íslands. Alls koma 4.526 farþegar með skipinu. Skipið ti „Þetta er stærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til landsins. Skipið mun hafa yfir sólarhrings viðdvöl við Skarfabakka en það siglir af landi brott á sunnudag. Skipið siglir hingað til lands með 4.526 farþega og eru alls 1561 í áhöfn skipsins,“ segir Jóhann Bogason, framkvæmdastjóri Gáru, dótturfélags TVG-Zimsen, sem sér um að þjónusta skipið á meðan það er í höfn á Íslandi. MSC Meraviglia er í eigu MSC Cruises. Það er 171.598 brúttótonn að stærð, 315 metrar að lengd og 43 metrar að breidd. Í tilkynningu frá TVG-Zimsen og Gáru segir að MSC Cruises sé fyrsta fyrirtækið í skemmtiferðaskipaiðnaðinum sem hlotið hafi heiðursverðlaunin 7 Gullperlur (7 Golden Pearls). Verðlaunin eru afhent þeim fyrirtækjum sem huga vel að loftlags-, sjávar- og úrgangsmálum, á ferðum sínum um heiminn. Alls eru rúmlega 146.700 farþegar væntanlegir til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum á þessu ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þeir sigla hingað með 70 skemmtiferðaskipum sem munu hafa 165 viðkomur í Reykjavík. Á síðasta ári komu rúmlega 129 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til höfuðborgarinnar.Í frétt Túrista í mars kom fram að MSC Meraviglia kæmi þrisvar til Íslands í sumar. Það væri langstærsta skemmtiferðaskip sem komið hefur til Reykjavíkur í tonnum talið. „Áhugi skipaútgerða um allan heim á Íslandi heldur áfram og Ísland og Norðurslóðir hafa mikið aðdráttarafl. Fjöldi farþega sem hingað koma með skemmtiferðaskipum eykst á hverju ári og við leggjum gríðarlega áherslu á að skapa bæði farþegum og áhöfnum þægilegt umhverfi og framúrskarandi þjónustu. Það tekst okkur með því að setja okkur vinnuramma sem eru í stöðugri þróun enda leggjum við mikið upp úr gæðum og vönduðum vinnubrögðum,“ segir Jóhann.
Ferðamennska á Íslandi Norðurslóðir Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira