Það er snjallt að vera spilltur í Kópavogi? Jakobína Agnes Valsdóttir skrifar 24. maí 2018 14:45 Ábyrgð kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs er mikil. Þeir stjórna málefnum bæjarins og taka mikilvægar fjárhagslegar ákvarðanir fyrir hönd íbúa. Til þess að traust ríki á milli bæjarfulltrúa og íbúa þurfa störf kjörinna fulltrúa að vera hafin yfir allan vafa. Það er ekki vönduð stjórnsýsla að upplýsa ekki bæjarbúa um laun og kjör bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í ársreikningi. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir aukið gagnsæi og lækkun á launum bæjarfulltrúa og bæjarstjóra um a.m.k. fjórðung. Það gengur ekki að það sé fjárhagslegur hvati fyrir bæjarfulltrúa að sitja í sem flestum nefndum. Slíkt kerfi er á engan hátt eðlilegt. Þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir skýringum og sundurliðun í blaðagrein á þeim 133 milljónum króna sem fóru til 11 manna á sl. ári sem sitja í bæjarstjórn var það aðeins upplýst eftir að Fréttablaðið leitaði upplýsinga um málið. Í ljós kom að laun bæjarstjóra hækkuðu á sl. ári um 600 þús. kr. á mánuði upp í tæpar 2,5 milljónir króna á mánuði. Aðrir bæjarfulltrúar fengu að meðaltali 615 þús. kr. í laun á mánuði eftir 30% hækkun á milli ára (ekki vitað hvort nefndarlaun séu meðtalin) ásamt því að sinna samhliða störfum fyrir aðra aðila í mörgum tilfellum. Engin eðlisbreyting varð á starfi bæjarfulltrúa eða bæjarstjóra á kjörtímabilinu og því spurning hvað réttlæti svo mikla launahækkun. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna? Hvaða tengingu hefur sá úrskurður við störf bæjarfulltrúa? Það er fullt starf að vera þingmaður en svo er ekki í tilfelli bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fyrrgreind hækkun launa bæjarfulltrúa og bæjarstjóra og sú staðreynd að útgjöld Kópavogsbæjar vegna launa og launatengdra gjalda þessara aðila hafa hækkað úr hófi fram á kjörtímabilinu, nánar tiltekið um 75% frá árinu 2014, lýsir óhófi og illri meðferð á almannafé. Athygli vekur að allir bæjarfulltrúar hafa ítekað samþykkt fjárhagsáætlanir bæjarins á kjörtímablinu. Allir bæjarfulltúar höfðu hagsmuna að gæta og líklega var því nauðsynlegt aðhald minnihlutans fyrir borð borið. Launakjör æðstu stjórnenda Kópavogsbæjar þróast augljóslega ekki með sama hætti og annarra starfsmanna bæjarins líkt og gerðist í Hörpu. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Miðflokksins í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Ábyrgð kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs er mikil. Þeir stjórna málefnum bæjarins og taka mikilvægar fjárhagslegar ákvarðanir fyrir hönd íbúa. Til þess að traust ríki á milli bæjarfulltrúa og íbúa þurfa störf kjörinna fulltrúa að vera hafin yfir allan vafa. Það er ekki vönduð stjórnsýsla að upplýsa ekki bæjarbúa um laun og kjör bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í ársreikningi. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir aukið gagnsæi og lækkun á launum bæjarfulltrúa og bæjarstjóra um a.m.k. fjórðung. Það gengur ekki að það sé fjárhagslegur hvati fyrir bæjarfulltrúa að sitja í sem flestum nefndum. Slíkt kerfi er á engan hátt eðlilegt. Þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir skýringum og sundurliðun í blaðagrein á þeim 133 milljónum króna sem fóru til 11 manna á sl. ári sem sitja í bæjarstjórn var það aðeins upplýst eftir að Fréttablaðið leitaði upplýsinga um málið. Í ljós kom að laun bæjarstjóra hækkuðu á sl. ári um 600 þús. kr. á mánuði upp í tæpar 2,5 milljónir króna á mánuði. Aðrir bæjarfulltrúar fengu að meðaltali 615 þús. kr. í laun á mánuði eftir 30% hækkun á milli ára (ekki vitað hvort nefndarlaun séu meðtalin) ásamt því að sinna samhliða störfum fyrir aðra aðila í mörgum tilfellum. Engin eðlisbreyting varð á starfi bæjarfulltrúa eða bæjarstjóra á kjörtímabilinu og því spurning hvað réttlæti svo mikla launahækkun. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna? Hvaða tengingu hefur sá úrskurður við störf bæjarfulltrúa? Það er fullt starf að vera þingmaður en svo er ekki í tilfelli bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fyrrgreind hækkun launa bæjarfulltrúa og bæjarstjóra og sú staðreynd að útgjöld Kópavogsbæjar vegna launa og launatengdra gjalda þessara aðila hafa hækkað úr hófi fram á kjörtímabilinu, nánar tiltekið um 75% frá árinu 2014, lýsir óhófi og illri meðferð á almannafé. Athygli vekur að allir bæjarfulltrúar hafa ítekað samþykkt fjárhagsáætlanir bæjarins á kjörtímablinu. Allir bæjarfulltúar höfðu hagsmuna að gæta og líklega var því nauðsynlegt aðhald minnihlutans fyrir borð borið. Launakjör æðstu stjórnenda Kópavogsbæjar þróast augljóslega ekki með sama hætti og annarra starfsmanna bæjarins líkt og gerðist í Hörpu. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Miðflokksins í Kópavogi.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar