Aldursvæn og heilsueflandi borg Magnús Már Guðmundsson skrifar 25. maí 2018 08:30 Gert er ráð fyrir að á næstu 25 árum muni hlutfall Íslendinga 67 ára og eldri hækka úr 12% í tæplega 19%, og fjöldi þeirra nærri tvöfaldast eða úr 41 þúsund í 80 þúsund. Í hópnum eru margir vel á sig komnir, sem lifa lengur og hafa fjölbreyttari starfsreynslu og menntun en nokkru sinni áður. Þessi hópur vill hafa sem mest áhrif á eigin aðstæður. Hafa val eins lengi og kostur er um atvinnuþátttöku, búsetu, hreyfingu og tómstundir. Þetta hefur Samfylkingin og meirihlutinn í Reykjavík haft að leiðarljósi á undanförnum árum. Fyrr á árinu var samþykkt ný stefna í málefnum eldri borgara til ársins 2022. Sömuleiðis var samþykkt stefna Reykjavíkurborgar um velferðartækni sem nýtist að hluta til eldri Reykvíkingum og aðstandendum þeirra. Þannig hyggst Reykjavíkurborg nýta í auknum mæli margvíslega tækni og snjalllausnir sem auðvelda fólki að búa á eigin heimili og búa við betri lífsgæði þrátt fyrir öldrun, fötlun eða veikindi.Á þessu kjörtímabili Auk stefnumörkunar og aðgerðaáætlana meðal annars um heilsueflingu eldri borgara voru fasteignagjöld lækkuð um 10% hjá eldri borgurum og öryrkjum. Gjöldin eru nú 0,18% og þau lægstu í landinu. Tekjutengdir afslættir eldri borgara og örorkulífeyrisþega voru hækkaðir og er niðurfellingin frá 50-100% eftir tekjum. Nú er hafin uppbygging á 100 hjúkrunarrýmum við Sléttuveg og auk þess sem byggingu á um 500 íbúðum Félags eldri borgara í Sóltúni, Mjódd og Mörk er lokið eða lýkur fljótlega. Þá er uppbygging Hrafnistu að hefjast á Sléttuvegi. Í Grafarvogi var opnuð ný og glæsileg félagsmiðstöð eldri borgara í Borgum. Auk þess sem að félagsstarf hefur verið eflt þá var tillögum um heilsueflingu eldri borgara hrint í framkvæmd. Reykjavík er Aldursvæn borg í samstarfi við Alþjóða heilbrigðismálastofnunina. Samstarfsnet samtakanna var sett á stofn 2010 og er ætlað að tengja saman borgir um allan heim sem vilja vera frábær staður til að verða eldri og verja efri árum. Þá var öldungaráð Reykjavíkurborgar stofnað en ráðið mótar tilllögur og veitir ráðgjöf um málefni og hagsmuni borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Að auki voru aldursviðmið fyrir frítt í sund, söfn og bókasöfn lækkuð niður í 67 ára aldur. Þetta er auðvitað ekki tæmandi upptalning á þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á kjörtímabilinu en þau hafa vissulega verið fjölbreytt.Á næsta kjörtímabili Á næstu árum ætlum við halda áfram að efla endurhæfingu í heimahúsum sem byggir á danskri fyrirmynd og hefur gefið góða raun í Reykjavík. Áfram verður lögð áhersla á heilsueflingu eldri borgara með aðgengi að fjölbreyttri hreyfingu. Einnig ætlum við að fjölga hjúkrunarrýmum í Reykjavík í samvinnu við ríkið og sömuleiðis að hefla heimaþjónustu og heimahjúkrun sem byggir á grunni samkomulags við ríkið og hefur gengið heilt yfir afar vel. Til viðbótar hefst uppbygging Félags eldri borgara á lóð gamla Stýrimannaskólans auk húsnæðisverkefna Samtaka aldraðra í Bryggjuhverfi og á reit gamla Kennaraháskólans. Í tengslum við uppbygginguna á lóð Stýrimannaskólans var í gærmorgun undirritaður samstarfssamningur Félags eldri borgara og Vildarhúsa um stofnun Leigufélags aldraðra. Leigufélagið verður stofnað sem sjálfseignarstofnun rekið án hagnaðarsjónarmiða. Áfram ætlum við að útvega lóðir undir íbúðir eldri borgara sem verður úthlutað til húsnæðisfélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Að auki ætlum við að bæta næringarráðgjöf inn í heimaþjónustu og bjóða aukna afslætti í gegnum menningar- og heilsukort eldri borgara. Áfram munum við koma í veg fyrir að möguleg hækkun fasteignaverðs hafi íþyngjandi áhrif á kjör tekjulægra eldri borgara.Þinn stuðningur skiptir máli Við í Samfylkingunni viljum halda áfram að vinna að þessum verkefnum og mörgum öðrum sem styðja við þróun borgarinnar. Reykjavík er kraftmikil og nútímaleg borg sem tekur mið af þörfum allra íbúa. Framtíðarsýn Samfylkingarinnar er skýr og við stefnum ótrauð á að halda áfram en til þess þurfum við þinn stuðning í kosningunum á laugardaginn. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Gert er ráð fyrir að á næstu 25 árum muni hlutfall Íslendinga 67 ára og eldri hækka úr 12% í tæplega 19%, og fjöldi þeirra nærri tvöfaldast eða úr 41 þúsund í 80 þúsund. Í hópnum eru margir vel á sig komnir, sem lifa lengur og hafa fjölbreyttari starfsreynslu og menntun en nokkru sinni áður. Þessi hópur vill hafa sem mest áhrif á eigin aðstæður. Hafa val eins lengi og kostur er um atvinnuþátttöku, búsetu, hreyfingu og tómstundir. Þetta hefur Samfylkingin og meirihlutinn í Reykjavík haft að leiðarljósi á undanförnum árum. Fyrr á árinu var samþykkt ný stefna í málefnum eldri borgara til ársins 2022. Sömuleiðis var samþykkt stefna Reykjavíkurborgar um velferðartækni sem nýtist að hluta til eldri Reykvíkingum og aðstandendum þeirra. Þannig hyggst Reykjavíkurborg nýta í auknum mæli margvíslega tækni og snjalllausnir sem auðvelda fólki að búa á eigin heimili og búa við betri lífsgæði þrátt fyrir öldrun, fötlun eða veikindi.Á þessu kjörtímabili Auk stefnumörkunar og aðgerðaáætlana meðal annars um heilsueflingu eldri borgara voru fasteignagjöld lækkuð um 10% hjá eldri borgurum og öryrkjum. Gjöldin eru nú 0,18% og þau lægstu í landinu. Tekjutengdir afslættir eldri borgara og örorkulífeyrisþega voru hækkaðir og er niðurfellingin frá 50-100% eftir tekjum. Nú er hafin uppbygging á 100 hjúkrunarrýmum við Sléttuveg og auk þess sem byggingu á um 500 íbúðum Félags eldri borgara í Sóltúni, Mjódd og Mörk er lokið eða lýkur fljótlega. Þá er uppbygging Hrafnistu að hefjast á Sléttuvegi. Í Grafarvogi var opnuð ný og glæsileg félagsmiðstöð eldri borgara í Borgum. Auk þess sem að félagsstarf hefur verið eflt þá var tillögum um heilsueflingu eldri borgara hrint í framkvæmd. Reykjavík er Aldursvæn borg í samstarfi við Alþjóða heilbrigðismálastofnunina. Samstarfsnet samtakanna var sett á stofn 2010 og er ætlað að tengja saman borgir um allan heim sem vilja vera frábær staður til að verða eldri og verja efri árum. Þá var öldungaráð Reykjavíkurborgar stofnað en ráðið mótar tilllögur og veitir ráðgjöf um málefni og hagsmuni borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Að auki voru aldursviðmið fyrir frítt í sund, söfn og bókasöfn lækkuð niður í 67 ára aldur. Þetta er auðvitað ekki tæmandi upptalning á þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á kjörtímabilinu en þau hafa vissulega verið fjölbreytt.Á næsta kjörtímabili Á næstu árum ætlum við halda áfram að efla endurhæfingu í heimahúsum sem byggir á danskri fyrirmynd og hefur gefið góða raun í Reykjavík. Áfram verður lögð áhersla á heilsueflingu eldri borgara með aðgengi að fjölbreyttri hreyfingu. Einnig ætlum við að fjölga hjúkrunarrýmum í Reykjavík í samvinnu við ríkið og sömuleiðis að hefla heimaþjónustu og heimahjúkrun sem byggir á grunni samkomulags við ríkið og hefur gengið heilt yfir afar vel. Til viðbótar hefst uppbygging Félags eldri borgara á lóð gamla Stýrimannaskólans auk húsnæðisverkefna Samtaka aldraðra í Bryggjuhverfi og á reit gamla Kennaraháskólans. Í tengslum við uppbygginguna á lóð Stýrimannaskólans var í gærmorgun undirritaður samstarfssamningur Félags eldri borgara og Vildarhúsa um stofnun Leigufélags aldraðra. Leigufélagið verður stofnað sem sjálfseignarstofnun rekið án hagnaðarsjónarmiða. Áfram ætlum við að útvega lóðir undir íbúðir eldri borgara sem verður úthlutað til húsnæðisfélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Að auki ætlum við að bæta næringarráðgjöf inn í heimaþjónustu og bjóða aukna afslætti í gegnum menningar- og heilsukort eldri borgara. Áfram munum við koma í veg fyrir að möguleg hækkun fasteignaverðs hafi íþyngjandi áhrif á kjör tekjulægra eldri borgara.Þinn stuðningur skiptir máli Við í Samfylkingunni viljum halda áfram að vinna að þessum verkefnum og mörgum öðrum sem styðja við þróun borgarinnar. Reykjavík er kraftmikil og nútímaleg borg sem tekur mið af þörfum allra íbúa. Framtíðarsýn Samfylkingarinnar er skýr og við stefnum ótrauð á að halda áfram en til þess þurfum við þinn stuðning í kosningunum á laugardaginn. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun