Mjög mikil rigning sunnan- og vestanlands á kjördag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2018 10:30 Spákort fyrir hádegið á morgun, kjördag. Það verður rigning víða um land. veðurstofa íslands Það er spáð mjög mikilli rigningu sunnan-og vestanlands á morgun þegar landsmenn ganga til sveitarstjórnarkosninga. Spáin lítur betur út fyrir Norður- og Austurland en eins og spákort Veðurstofunnar lítur út núna er spáð allt að 20 stiga hita á austanlands. Þá gæti jafnvel sést til sólar í þessum landshlutum. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að úrkoman sem búist sé við í Reykjavík sé mjög mikil fyrir höfuðborgina. „Þetta gætu verið alveg 50 til 60 millimetrar sem falla á morgun,“ segir Elín. Það byrjar að rigna í kvöld og heldur svo áfram þangað til annað kvöld. Úrkomunni fylgir hvassviðri; það verður hvasst í nótt en dregur svo úr vindi á morgun. Miðað við spána er ekki von nema spurt sé hvort úrkomumetið í Reykjavík fyrir maí sé að fara að falla, eins og Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, gerði á Facebook-síðu sinni í gær. Miðað við spána þá sagði hann að metið, sem er 126 millimetrar frá 1989, væri í hættu. Fyrra metið var 122 millimetrar og var það skráð árið 1986. „Þetta verða spennandi lokadagar. Ný mánaðarmet á veðurstöðvum með yfir 100 ára sögu teljast alltaf til tíðinda,“ sagði Einar í færslunni á Facebook sem sjá má neðst í fréttinni.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðvestan 5-13 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir um landið vestanvert fram eftir degi en bjartviðri um landið austanvert. Gengur í suðaustan 10-18 með rigningu sunnan og vestanlands með kvöldinu. Suðlægari og talsverð eða mikil rigning í nótt og fyrramálið. Dregur úr rigningu um norðan og austanvert landið fyrir hádegi en sunnan og vestantil annað kvöld. Hiti yfirleitt 6 til 13 stig en 13 til 19 stig norðaustantil á morgun.Á sunnudag:Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast með suðvesturströndinni. Skýjað og rigning sunnan- og vestanlands, jafnvel talsverð um tíma en úrkomulítið austanlands. Hiti breytist lítið. Hiti 10-18 stig austantil en 5 til 13 stig um landið vestanvert.Á mánudag:Fremur hæg suðlæg átt. Minnkandi rigning á vestanverðu landinu og úrkomulítið þar eftir hádegi en stöku skúrir austantil. Hiti víða 11 til 17 stig.Á þriðjudag:Suðaustan 5-13 m/s. Stöku skúrir með suðausturströndinni og dálítil væta vestast annars víða skýjað með köflum en bjartviðri á Norðurlandi. Hlýtt í veðri. Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Það er spáð mjög mikilli rigningu sunnan-og vestanlands á morgun þegar landsmenn ganga til sveitarstjórnarkosninga. Spáin lítur betur út fyrir Norður- og Austurland en eins og spákort Veðurstofunnar lítur út núna er spáð allt að 20 stiga hita á austanlands. Þá gæti jafnvel sést til sólar í þessum landshlutum. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að úrkoman sem búist sé við í Reykjavík sé mjög mikil fyrir höfuðborgina. „Þetta gætu verið alveg 50 til 60 millimetrar sem falla á morgun,“ segir Elín. Það byrjar að rigna í kvöld og heldur svo áfram þangað til annað kvöld. Úrkomunni fylgir hvassviðri; það verður hvasst í nótt en dregur svo úr vindi á morgun. Miðað við spána er ekki von nema spurt sé hvort úrkomumetið í Reykjavík fyrir maí sé að fara að falla, eins og Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, gerði á Facebook-síðu sinni í gær. Miðað við spána þá sagði hann að metið, sem er 126 millimetrar frá 1989, væri í hættu. Fyrra metið var 122 millimetrar og var það skráð árið 1986. „Þetta verða spennandi lokadagar. Ný mánaðarmet á veðurstöðvum með yfir 100 ára sögu teljast alltaf til tíðinda,“ sagði Einar í færslunni á Facebook sem sjá má neðst í fréttinni.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðvestan 5-13 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir um landið vestanvert fram eftir degi en bjartviðri um landið austanvert. Gengur í suðaustan 10-18 með rigningu sunnan og vestanlands með kvöldinu. Suðlægari og talsverð eða mikil rigning í nótt og fyrramálið. Dregur úr rigningu um norðan og austanvert landið fyrir hádegi en sunnan og vestantil annað kvöld. Hiti yfirleitt 6 til 13 stig en 13 til 19 stig norðaustantil á morgun.Á sunnudag:Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast með suðvesturströndinni. Skýjað og rigning sunnan- og vestanlands, jafnvel talsverð um tíma en úrkomulítið austanlands. Hiti breytist lítið. Hiti 10-18 stig austantil en 5 til 13 stig um landið vestanvert.Á mánudag:Fremur hæg suðlæg átt. Minnkandi rigning á vestanverðu landinu og úrkomulítið þar eftir hádegi en stöku skúrir austantil. Hiti víða 11 til 17 stig.Á þriðjudag:Suðaustan 5-13 m/s. Stöku skúrir með suðausturströndinni og dálítil væta vestast annars víða skýjað með köflum en bjartviðri á Norðurlandi. Hlýtt í veðri.
Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira