Viðskipti innlent

Enn lækka bréf í Heimavöllum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Viðskipti með bréf Heimavalla hófust í kauphöll á fimmtudag.
Viðskipti með bréf Heimavalla hófust í kauphöll á fimmtudag. vísir/daníel
Hlutabréf í Heimavöllum féllu um 3,2 prósent í verði í tæplega 200 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær, á öðrum viðskiptadegi bréfanna. Gengi hlutabréfanna stóð í 1,20 krónum á hlut við lokun markaða sem er tæplega 14 prósenta lækkun frá meðalgenginu í hlutafjárútboði félagsins fyrr í mánuðinum sem var 1,39 krónur á hlut.

Til samanburðar mátu greinendur Capacent gengi Heimavalla á 1,74 krónur á hlut í verðmati sem unnið var í aðdraganda útboðsins.

Markaðsvirði íbúðaleigufélagsins var 13,5 milljarðar króna þegar markaðir lokuðu í gær en til samanburðar var heildarvirði félagsins metið á 15,6 milljarða króna að loknu hlutafjárútboðinu.




Tengdar fréttir

Bréfin lækkuðu um 11 prósent frá útboðsgengi

Gengi hlutabréfa í Heimavöllum var 1,24 krónur á hlut í lok fyrsta viðskiptadags með bréfin í Kauphöll Íslands í gær og er það tæplega 11 prósenta lækkun frá meðalgengi í hlutafjárútboðinu fyrr í mánuðinum sem var 1,39 krónur á hlut.

Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu

Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×