Yfirgnæfandi meirihluti Íra andvígur banni við fóstureyðingum Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2018 09:45 Niðurstaðan virðist afgerandi. Vísir/AP Fyrstu tölur í þjóðaratkvæðagreiðslunni um að fella niður bann gegn fóstureyðingum í Írlandi gefa í skyn að tillagan hafi verið samþykkt af miklum meirihluta Íra í gærkvöldi. Lög vegna fóstureyðinga í Írlandi hafa verið einhver þau ströngustu í Evrópu en útgönguspár í gærkvöldi voru flestar á þá leið að um tveir þriðju íbúa hefðu kosið að fella lögin úr gildi. Fyrstu tölur staðfesta það en talning hófst klukkan átta í morgun, að íslenskum tíma. Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna, John McGuirk, hefur viðurkennt ósigur. Hann biður meirihlutann þó um að sýna góðvild og virðingu gagnvart fólki sem er ekki sátt við niðurstöðuna. Í yfirlýsingu frá samtökunum „Save the 8th“, sem vísar til áttunda ákvæðis stjórnarskrárinnar sem snýr að fóstureyðingum, segir að niðurstaðan sé einstaklega sorgleg og að samtökin muni berjast áfram gegn breyttum lögum um fóstureyðingar. „Það var rangt að fara í fóstureyðingu í gær og það er enn rangt í dag,“ segir í yfirlýsingunni. Sums staðar var hlutfallið þó mun hærra eins og í einu kjördæmi Dublin, þar sem fyrstu tölur voru á þá leið að 81,2 prósent kjósenda kusu að fella lögin úr gildi gegn 18,8 prósentum sem vildu það ekki. Útgönguspá Irish Times frá því í gærkvöldi benti til þess að 87 prósent fólks á aldrinum 18 til 24 ára vildi fella lögin niður. Í einu kjördæmi vildu 90 prósent kjósenda fella lögin niður eftir fyrstu talningu. Ef Írar hafa í raun kosið með breytingum er búist við því að fóstureyðingar verði gerðar frjálsar fram að 12. viku meðgöngu en með ákveðnum takmörkunum eftir þann tíma. Stjórnarskrárákvæðið umdeilda sem kveður á um bann við fóstureyðingum var tekið upp árið 1983 en síðan þá hafa verið gerðar ýmsar breytingar þar á. Ákvæðinu var til dæmis breytt árið 2013 í frelsisátt þannig að læknar hafa síðan þá getað framkvæmt fóstureyðingar ef líf móðurinnar var í hættu.'No' campaign spokesman accepts defeat in Ireland referendum which will allow liberalisation of abortion law https://t.co/urPAqRybLz pic.twitter.com/Sq6D6x1xNK— BBC Breaking News (@BBCBreaking) May 26, 2018 Tengdar fréttir Útlit fyrir að bann við fóstureyðingum verði afnumið Samkvæmt útgönguspám verður breytingin á stjórnarskrá landsins samþykkt með 69,4% atkvæða en 32,6% eru andvígir breytingunum. 25. maí 2018 23:38 Kjósa um breytingu sem myndi heimila fóstureyðingar Kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. 25. maí 2018 21:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Fyrstu tölur í þjóðaratkvæðagreiðslunni um að fella niður bann gegn fóstureyðingum í Írlandi gefa í skyn að tillagan hafi verið samþykkt af miklum meirihluta Íra í gærkvöldi. Lög vegna fóstureyðinga í Írlandi hafa verið einhver þau ströngustu í Evrópu en útgönguspár í gærkvöldi voru flestar á þá leið að um tveir þriðju íbúa hefðu kosið að fella lögin úr gildi. Fyrstu tölur staðfesta það en talning hófst klukkan átta í morgun, að íslenskum tíma. Talsmaður þeirra sem börðust gegn niðurfellingu laganna, John McGuirk, hefur viðurkennt ósigur. Hann biður meirihlutann þó um að sýna góðvild og virðingu gagnvart fólki sem er ekki sátt við niðurstöðuna. Í yfirlýsingu frá samtökunum „Save the 8th“, sem vísar til áttunda ákvæðis stjórnarskrárinnar sem snýr að fóstureyðingum, segir að niðurstaðan sé einstaklega sorgleg og að samtökin muni berjast áfram gegn breyttum lögum um fóstureyðingar. „Það var rangt að fara í fóstureyðingu í gær og það er enn rangt í dag,“ segir í yfirlýsingunni. Sums staðar var hlutfallið þó mun hærra eins og í einu kjördæmi Dublin, þar sem fyrstu tölur voru á þá leið að 81,2 prósent kjósenda kusu að fella lögin úr gildi gegn 18,8 prósentum sem vildu það ekki. Útgönguspá Irish Times frá því í gærkvöldi benti til þess að 87 prósent fólks á aldrinum 18 til 24 ára vildi fella lögin niður. Í einu kjördæmi vildu 90 prósent kjósenda fella lögin niður eftir fyrstu talningu. Ef Írar hafa í raun kosið með breytingum er búist við því að fóstureyðingar verði gerðar frjálsar fram að 12. viku meðgöngu en með ákveðnum takmörkunum eftir þann tíma. Stjórnarskrárákvæðið umdeilda sem kveður á um bann við fóstureyðingum var tekið upp árið 1983 en síðan þá hafa verið gerðar ýmsar breytingar þar á. Ákvæðinu var til dæmis breytt árið 2013 í frelsisátt þannig að læknar hafa síðan þá getað framkvæmt fóstureyðingar ef líf móðurinnar var í hættu.'No' campaign spokesman accepts defeat in Ireland referendum which will allow liberalisation of abortion law https://t.co/urPAqRybLz pic.twitter.com/Sq6D6x1xNK— BBC Breaking News (@BBCBreaking) May 26, 2018
Tengdar fréttir Útlit fyrir að bann við fóstureyðingum verði afnumið Samkvæmt útgönguspám verður breytingin á stjórnarskrá landsins samþykkt með 69,4% atkvæða en 32,6% eru andvígir breytingunum. 25. maí 2018 23:38 Kjósa um breytingu sem myndi heimila fóstureyðingar Kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. 25. maí 2018 21:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Útlit fyrir að bann við fóstureyðingum verði afnumið Samkvæmt útgönguspám verður breytingin á stjórnarskrá landsins samþykkt með 69,4% atkvæða en 32,6% eru andvígir breytingunum. 25. maí 2018 23:38
Kjósa um breytingu sem myndi heimila fóstureyðingar Kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. 25. maí 2018 21:00