Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2018 10:00 Hér má sjá bæjarfulltrúa á Akureyri á komandi kjörtímabili. vísir/Gvendur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. Framsóknarflokkur, L-listinn og Samfylkingin gerðu með sér samning um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar árin 2014-2018 og hann heldur þegar úrslitin eru ráðin. Sjálfstæðisflokkur er stærstur. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrar þegar úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir. Fast á hæla Sjálfstæðisflokksins fylgir L-listinn með 20,9% atkvæða og þá náði Framsóknarflokkurinn feikilega góðri kosningu og endar með 17,5% atkvæða. Píratar, sem buðu fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar á Akureyri, náðu ekki nægilega mörgum atkvæðum og ná ekki fulltrúa inn í bæjarstjórn.Sjálfstæðisflokkur stærsturSjálfstæðisflokkurinn tapar 2,9% fylgi frá því síðast var kosið í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 en er samt stærsti flokkurinn þegar úrslit liggja fyrir. Flokkurinn er með 22,9% atkvæða og hefur tryggt sér þrjá bæjarfulltrúa: Gunnar Gíslason, Evu Hrund Einarsdóttur og Þórhall Jónsson.L-listinn fær 2 bæjarfulltrúaFast á hæla Sjálfstæðisflokksins kemur síðan L-listinn með 20,9% atkvæða og er því með 2 bæjarfulltrúa; Höllu Björk Reynisdóttur, flugumferðarstjóra og Andra Teitsson, verkfræðing. Fylgið stendur nokkurn veginn í stað frá síðustu kosningum því síðast náði L-listinn 21,1% atkvæða. L-listinn hefur keyrt kosningabaráttu sína á því að hafa ekki tengsl við stjórnmálaöfl á landsvísu.Framsóknarflokkurinn með góðan árangurSegja má að Framsóknarflokkurinn sé hástökkvari kosninganna því hann bætir við sig 3,3% fylgi frá því síðast var kosið í sveitarstjórn. Framsókn er með 17,5% fylgi. Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen eru áfram fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Akureyrar.Hilda Jana Gísladóttir er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín í fjölmiðlum. Hún er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.Vísir/Auðunn NíelssonSamfylkingin fær tvo bæjarfulltrúaSamfylkingin náði góðri kosningu fyrir norðan og endar með 16,8 atkvæði. Flokkurinn, með Hildu Jönu Gísladóttur í broddi fylkingar, náði inn tveimur mönnum. Auk Hildu Jönu náði Dagbjört Elín Pálsdóttir að tryggja sér sæti í bæjarstjórn.Miðflokkurinn nær góðri kosninguMiðflokkurinn bauð í fyrsta sinn fram til bæjarstjórnar og náði ekki síður góðum árangri. Flokkurinn endar með 8,1% atkvæða og Hlynur Jóhannsson því búin að tryggja sér sæti í bæjarstjórn.Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, er bæjarfulltrúi á Akureyri.VG AkureyriSóley Björk áfram í bæjarstjórnVinstri hreyfingin – grænt framboð, með Sóleyju Björk Stefánsdóttur í broddi fylkingar, heldur sínum bæjarfulltrúa og er með 9,4% atkvæða. Píratar, sem buðu fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar á Akureyri, náðu ekki nægilega mörgum atkvæðum og ná ekki fulltrúa inn í bæjarstjórn.Fimm ný andlit í bæjarstjórn AkureyrarÚrslit kosninganna sýna að fimm fulltrúar koma nýir inn en það eru þau Halla Björk Reynisdóttir og Andri Teitsson frá L-listanum, Hlynur frá Miðflokki, Þórhallur Jónsson og Hilda Jana Gísladóttir, sem landsmönnum er að góðu kunn fyrir störf sín á hinum ýmsu fjölmiðlum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Kjörsókn misjöfn eftir sveitarfélögum Á einhverjum stöðum hefur hún aukist lítillega miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar en annars staðar hefur hún minnkað. 26. maí 2018 13:27 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. Framsóknarflokkur, L-listinn og Samfylkingin gerðu með sér samning um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar árin 2014-2018 og hann heldur þegar úrslitin eru ráðin. Sjálfstæðisflokkur er stærstur. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrar þegar úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir. Fast á hæla Sjálfstæðisflokksins fylgir L-listinn með 20,9% atkvæða og þá náði Framsóknarflokkurinn feikilega góðri kosningu og endar með 17,5% atkvæða. Píratar, sem buðu fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar á Akureyri, náðu ekki nægilega mörgum atkvæðum og ná ekki fulltrúa inn í bæjarstjórn.Sjálfstæðisflokkur stærsturSjálfstæðisflokkurinn tapar 2,9% fylgi frá því síðast var kosið í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 en er samt stærsti flokkurinn þegar úrslit liggja fyrir. Flokkurinn er með 22,9% atkvæða og hefur tryggt sér þrjá bæjarfulltrúa: Gunnar Gíslason, Evu Hrund Einarsdóttur og Þórhall Jónsson.L-listinn fær 2 bæjarfulltrúaFast á hæla Sjálfstæðisflokksins kemur síðan L-listinn með 20,9% atkvæða og er því með 2 bæjarfulltrúa; Höllu Björk Reynisdóttur, flugumferðarstjóra og Andra Teitsson, verkfræðing. Fylgið stendur nokkurn veginn í stað frá síðustu kosningum því síðast náði L-listinn 21,1% atkvæða. L-listinn hefur keyrt kosningabaráttu sína á því að hafa ekki tengsl við stjórnmálaöfl á landsvísu.Framsóknarflokkurinn með góðan árangurSegja má að Framsóknarflokkurinn sé hástökkvari kosninganna því hann bætir við sig 3,3% fylgi frá því síðast var kosið í sveitarstjórn. Framsókn er með 17,5% fylgi. Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen eru áfram fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Akureyrar.Hilda Jana Gísladóttir er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín í fjölmiðlum. Hún er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.Vísir/Auðunn NíelssonSamfylkingin fær tvo bæjarfulltrúaSamfylkingin náði góðri kosningu fyrir norðan og endar með 16,8 atkvæði. Flokkurinn, með Hildu Jönu Gísladóttur í broddi fylkingar, náði inn tveimur mönnum. Auk Hildu Jönu náði Dagbjört Elín Pálsdóttir að tryggja sér sæti í bæjarstjórn.Miðflokkurinn nær góðri kosninguMiðflokkurinn bauð í fyrsta sinn fram til bæjarstjórnar og náði ekki síður góðum árangri. Flokkurinn endar með 8,1% atkvæða og Hlynur Jóhannsson því búin að tryggja sér sæti í bæjarstjórn.Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, er bæjarfulltrúi á Akureyri.VG AkureyriSóley Björk áfram í bæjarstjórnVinstri hreyfingin – grænt framboð, með Sóleyju Björk Stefánsdóttur í broddi fylkingar, heldur sínum bæjarfulltrúa og er með 9,4% atkvæða. Píratar, sem buðu fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar á Akureyri, náðu ekki nægilega mörgum atkvæðum og ná ekki fulltrúa inn í bæjarstjórn.Fimm ný andlit í bæjarstjórn AkureyrarÚrslit kosninganna sýna að fimm fulltrúar koma nýir inn en það eru þau Halla Björk Reynisdóttir og Andri Teitsson frá L-listanum, Hlynur frá Miðflokki, Þórhallur Jónsson og Hilda Jana Gísladóttir, sem landsmönnum er að góðu kunn fyrir störf sín á hinum ýmsu fjölmiðlum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Kjörsókn misjöfn eftir sveitarfélögum Á einhverjum stöðum hefur hún aukist lítillega miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar en annars staðar hefur hún minnkað. 26. maí 2018 13:27 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sjá meira
Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03
Kjörsókn misjöfn eftir sveitarfélögum Á einhverjum stöðum hefur hún aukist lítillega miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar en annars staðar hefur hún minnkað. 26. maí 2018 13:27