Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2018 10:00 Hér má sjá bæjarfulltrúa á Akureyri á komandi kjörtímabili. vísir/Gvendur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. Framsóknarflokkur, L-listinn og Samfylkingin gerðu með sér samning um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar árin 2014-2018 og hann heldur þegar úrslitin eru ráðin. Sjálfstæðisflokkur er stærstur. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrar þegar úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir. Fast á hæla Sjálfstæðisflokksins fylgir L-listinn með 20,9% atkvæða og þá náði Framsóknarflokkurinn feikilega góðri kosningu og endar með 17,5% atkvæða. Píratar, sem buðu fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar á Akureyri, náðu ekki nægilega mörgum atkvæðum og ná ekki fulltrúa inn í bæjarstjórn.Sjálfstæðisflokkur stærsturSjálfstæðisflokkurinn tapar 2,9% fylgi frá því síðast var kosið í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 en er samt stærsti flokkurinn þegar úrslit liggja fyrir. Flokkurinn er með 22,9% atkvæða og hefur tryggt sér þrjá bæjarfulltrúa: Gunnar Gíslason, Evu Hrund Einarsdóttur og Þórhall Jónsson.L-listinn fær 2 bæjarfulltrúaFast á hæla Sjálfstæðisflokksins kemur síðan L-listinn með 20,9% atkvæða og er því með 2 bæjarfulltrúa; Höllu Björk Reynisdóttur, flugumferðarstjóra og Andra Teitsson, verkfræðing. Fylgið stendur nokkurn veginn í stað frá síðustu kosningum því síðast náði L-listinn 21,1% atkvæða. L-listinn hefur keyrt kosningabaráttu sína á því að hafa ekki tengsl við stjórnmálaöfl á landsvísu.Framsóknarflokkurinn með góðan árangurSegja má að Framsóknarflokkurinn sé hástökkvari kosninganna því hann bætir við sig 3,3% fylgi frá því síðast var kosið í sveitarstjórn. Framsókn er með 17,5% fylgi. Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen eru áfram fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Akureyrar.Hilda Jana Gísladóttir er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín í fjölmiðlum. Hún er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.Vísir/Auðunn NíelssonSamfylkingin fær tvo bæjarfulltrúaSamfylkingin náði góðri kosningu fyrir norðan og endar með 16,8 atkvæði. Flokkurinn, með Hildu Jönu Gísladóttur í broddi fylkingar, náði inn tveimur mönnum. Auk Hildu Jönu náði Dagbjört Elín Pálsdóttir að tryggja sér sæti í bæjarstjórn.Miðflokkurinn nær góðri kosninguMiðflokkurinn bauð í fyrsta sinn fram til bæjarstjórnar og náði ekki síður góðum árangri. Flokkurinn endar með 8,1% atkvæða og Hlynur Jóhannsson því búin að tryggja sér sæti í bæjarstjórn.Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, er bæjarfulltrúi á Akureyri.VG AkureyriSóley Björk áfram í bæjarstjórnVinstri hreyfingin – grænt framboð, með Sóleyju Björk Stefánsdóttur í broddi fylkingar, heldur sínum bæjarfulltrúa og er með 9,4% atkvæða. Píratar, sem buðu fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar á Akureyri, náðu ekki nægilega mörgum atkvæðum og ná ekki fulltrúa inn í bæjarstjórn.Fimm ný andlit í bæjarstjórn AkureyrarÚrslit kosninganna sýna að fimm fulltrúar koma nýir inn en það eru þau Halla Björk Reynisdóttir og Andri Teitsson frá L-listanum, Hlynur frá Miðflokki, Þórhallur Jónsson og Hilda Jana Gísladóttir, sem landsmönnum er að góðu kunn fyrir störf sín á hinum ýmsu fjölmiðlum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Kjörsókn misjöfn eftir sveitarfélögum Á einhverjum stöðum hefur hún aukist lítillega miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar en annars staðar hefur hún minnkað. 26. maí 2018 13:27 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. Framsóknarflokkur, L-listinn og Samfylkingin gerðu með sér samning um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar árin 2014-2018 og hann heldur þegar úrslitin eru ráðin. Sjálfstæðisflokkur er stærstur. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrar þegar úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir. Fast á hæla Sjálfstæðisflokksins fylgir L-listinn með 20,9% atkvæða og þá náði Framsóknarflokkurinn feikilega góðri kosningu og endar með 17,5% atkvæða. Píratar, sem buðu fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar á Akureyri, náðu ekki nægilega mörgum atkvæðum og ná ekki fulltrúa inn í bæjarstjórn.Sjálfstæðisflokkur stærsturSjálfstæðisflokkurinn tapar 2,9% fylgi frá því síðast var kosið í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 en er samt stærsti flokkurinn þegar úrslit liggja fyrir. Flokkurinn er með 22,9% atkvæða og hefur tryggt sér þrjá bæjarfulltrúa: Gunnar Gíslason, Evu Hrund Einarsdóttur og Þórhall Jónsson.L-listinn fær 2 bæjarfulltrúaFast á hæla Sjálfstæðisflokksins kemur síðan L-listinn með 20,9% atkvæða og er því með 2 bæjarfulltrúa; Höllu Björk Reynisdóttur, flugumferðarstjóra og Andra Teitsson, verkfræðing. Fylgið stendur nokkurn veginn í stað frá síðustu kosningum því síðast náði L-listinn 21,1% atkvæða. L-listinn hefur keyrt kosningabaráttu sína á því að hafa ekki tengsl við stjórnmálaöfl á landsvísu.Framsóknarflokkurinn með góðan árangurSegja má að Framsóknarflokkurinn sé hástökkvari kosninganna því hann bætir við sig 3,3% fylgi frá því síðast var kosið í sveitarstjórn. Framsókn er með 17,5% fylgi. Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen eru áfram fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Akureyrar.Hilda Jana Gísladóttir er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín í fjölmiðlum. Hún er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.Vísir/Auðunn NíelssonSamfylkingin fær tvo bæjarfulltrúaSamfylkingin náði góðri kosningu fyrir norðan og endar með 16,8 atkvæði. Flokkurinn, með Hildu Jönu Gísladóttur í broddi fylkingar, náði inn tveimur mönnum. Auk Hildu Jönu náði Dagbjört Elín Pálsdóttir að tryggja sér sæti í bæjarstjórn.Miðflokkurinn nær góðri kosninguMiðflokkurinn bauð í fyrsta sinn fram til bæjarstjórnar og náði ekki síður góðum árangri. Flokkurinn endar með 8,1% atkvæða og Hlynur Jóhannsson því búin að tryggja sér sæti í bæjarstjórn.Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, er bæjarfulltrúi á Akureyri.VG AkureyriSóley Björk áfram í bæjarstjórnVinstri hreyfingin – grænt framboð, með Sóleyju Björk Stefánsdóttur í broddi fylkingar, heldur sínum bæjarfulltrúa og er með 9,4% atkvæða. Píratar, sem buðu fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar á Akureyri, náðu ekki nægilega mörgum atkvæðum og ná ekki fulltrúa inn í bæjarstjórn.Fimm ný andlit í bæjarstjórn AkureyrarÚrslit kosninganna sýna að fimm fulltrúar koma nýir inn en það eru þau Halla Björk Reynisdóttir og Andri Teitsson frá L-listanum, Hlynur frá Miðflokki, Þórhallur Jónsson og Hilda Jana Gísladóttir, sem landsmönnum er að góðu kunn fyrir störf sín á hinum ýmsu fjölmiðlum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Kjörsókn misjöfn eftir sveitarfélögum Á einhverjum stöðum hefur hún aukist lítillega miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar en annars staðar hefur hún minnkað. 26. maí 2018 13:27 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03
Kjörsókn misjöfn eftir sveitarfélögum Á einhverjum stöðum hefur hún aukist lítillega miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar en annars staðar hefur hún minnkað. 26. maí 2018 13:27