Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2018 10:00 Hér má sjá bæjarfulltrúa á Akureyri á komandi kjörtímabili. vísir/Gvendur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. Framsóknarflokkur, L-listinn og Samfylkingin gerðu með sér samning um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar árin 2014-2018 og hann heldur þegar úrslitin eru ráðin. Sjálfstæðisflokkur er stærstur. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrar þegar úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir. Fast á hæla Sjálfstæðisflokksins fylgir L-listinn með 20,9% atkvæða og þá náði Framsóknarflokkurinn feikilega góðri kosningu og endar með 17,5% atkvæða. Píratar, sem buðu fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar á Akureyri, náðu ekki nægilega mörgum atkvæðum og ná ekki fulltrúa inn í bæjarstjórn.Sjálfstæðisflokkur stærsturSjálfstæðisflokkurinn tapar 2,9% fylgi frá því síðast var kosið í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 en er samt stærsti flokkurinn þegar úrslit liggja fyrir. Flokkurinn er með 22,9% atkvæða og hefur tryggt sér þrjá bæjarfulltrúa: Gunnar Gíslason, Evu Hrund Einarsdóttur og Þórhall Jónsson.L-listinn fær 2 bæjarfulltrúaFast á hæla Sjálfstæðisflokksins kemur síðan L-listinn með 20,9% atkvæða og er því með 2 bæjarfulltrúa; Höllu Björk Reynisdóttur, flugumferðarstjóra og Andra Teitsson, verkfræðing. Fylgið stendur nokkurn veginn í stað frá síðustu kosningum því síðast náði L-listinn 21,1% atkvæða. L-listinn hefur keyrt kosningabaráttu sína á því að hafa ekki tengsl við stjórnmálaöfl á landsvísu.Framsóknarflokkurinn með góðan árangurSegja má að Framsóknarflokkurinn sé hástökkvari kosninganna því hann bætir við sig 3,3% fylgi frá því síðast var kosið í sveitarstjórn. Framsókn er með 17,5% fylgi. Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen eru áfram fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Akureyrar.Hilda Jana Gísladóttir er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín í fjölmiðlum. Hún er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.Vísir/Auðunn NíelssonSamfylkingin fær tvo bæjarfulltrúaSamfylkingin náði góðri kosningu fyrir norðan og endar með 16,8 atkvæði. Flokkurinn, með Hildu Jönu Gísladóttur í broddi fylkingar, náði inn tveimur mönnum. Auk Hildu Jönu náði Dagbjört Elín Pálsdóttir að tryggja sér sæti í bæjarstjórn.Miðflokkurinn nær góðri kosninguMiðflokkurinn bauð í fyrsta sinn fram til bæjarstjórnar og náði ekki síður góðum árangri. Flokkurinn endar með 8,1% atkvæða og Hlynur Jóhannsson því búin að tryggja sér sæti í bæjarstjórn.Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, er bæjarfulltrúi á Akureyri.VG AkureyriSóley Björk áfram í bæjarstjórnVinstri hreyfingin – grænt framboð, með Sóleyju Björk Stefánsdóttur í broddi fylkingar, heldur sínum bæjarfulltrúa og er með 9,4% atkvæða. Píratar, sem buðu fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar á Akureyri, náðu ekki nægilega mörgum atkvæðum og ná ekki fulltrúa inn í bæjarstjórn.Fimm ný andlit í bæjarstjórn AkureyrarÚrslit kosninganna sýna að fimm fulltrúar koma nýir inn en það eru þau Halla Björk Reynisdóttir og Andri Teitsson frá L-listanum, Hlynur frá Miðflokki, Þórhallur Jónsson og Hilda Jana Gísladóttir, sem landsmönnum er að góðu kunn fyrir störf sín á hinum ýmsu fjölmiðlum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Kjörsókn misjöfn eftir sveitarfélögum Á einhverjum stöðum hefur hún aukist lítillega miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar en annars staðar hefur hún minnkað. 26. maí 2018 13:27 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. Framsóknarflokkur, L-listinn og Samfylkingin gerðu með sér samning um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar árin 2014-2018 og hann heldur þegar úrslitin eru ráðin. Sjálfstæðisflokkur er stærstur. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrar þegar úrslit sveitarstjórnarkosninga liggja fyrir. Fast á hæla Sjálfstæðisflokksins fylgir L-listinn með 20,9% atkvæða og þá náði Framsóknarflokkurinn feikilega góðri kosningu og endar með 17,5% atkvæða. Píratar, sem buðu fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar á Akureyri, náðu ekki nægilega mörgum atkvæðum og ná ekki fulltrúa inn í bæjarstjórn.Sjálfstæðisflokkur stærsturSjálfstæðisflokkurinn tapar 2,9% fylgi frá því síðast var kosið í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 en er samt stærsti flokkurinn þegar úrslit liggja fyrir. Flokkurinn er með 22,9% atkvæða og hefur tryggt sér þrjá bæjarfulltrúa: Gunnar Gíslason, Evu Hrund Einarsdóttur og Þórhall Jónsson.L-listinn fær 2 bæjarfulltrúaFast á hæla Sjálfstæðisflokksins kemur síðan L-listinn með 20,9% atkvæða og er því með 2 bæjarfulltrúa; Höllu Björk Reynisdóttur, flugumferðarstjóra og Andra Teitsson, verkfræðing. Fylgið stendur nokkurn veginn í stað frá síðustu kosningum því síðast náði L-listinn 21,1% atkvæða. L-listinn hefur keyrt kosningabaráttu sína á því að hafa ekki tengsl við stjórnmálaöfl á landsvísu.Framsóknarflokkurinn með góðan árangurSegja má að Framsóknarflokkurinn sé hástökkvari kosninganna því hann bætir við sig 3,3% fylgi frá því síðast var kosið í sveitarstjórn. Framsókn er með 17,5% fylgi. Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Ólöf Isaksen eru áfram fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Akureyrar.Hilda Jana Gísladóttir er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín í fjölmiðlum. Hún er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.Vísir/Auðunn NíelssonSamfylkingin fær tvo bæjarfulltrúaSamfylkingin náði góðri kosningu fyrir norðan og endar með 16,8 atkvæði. Flokkurinn, með Hildu Jönu Gísladóttur í broddi fylkingar, náði inn tveimur mönnum. Auk Hildu Jönu náði Dagbjört Elín Pálsdóttir að tryggja sér sæti í bæjarstjórn.Miðflokkurinn nær góðri kosninguMiðflokkurinn bauð í fyrsta sinn fram til bæjarstjórnar og náði ekki síður góðum árangri. Flokkurinn endar með 8,1% atkvæða og Hlynur Jóhannsson því búin að tryggja sér sæti í bæjarstjórn.Sóley Björk Stefánsdóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, er bæjarfulltrúi á Akureyri.VG AkureyriSóley Björk áfram í bæjarstjórnVinstri hreyfingin – grænt framboð, með Sóleyju Björk Stefánsdóttur í broddi fylkingar, heldur sínum bæjarfulltrúa og er með 9,4% atkvæða. Píratar, sem buðu fram í fyrsta sinn til bæjarstjórnar á Akureyri, náðu ekki nægilega mörgum atkvæðum og ná ekki fulltrúa inn í bæjarstjórn.Fimm ný andlit í bæjarstjórn AkureyrarÚrslit kosninganna sýna að fimm fulltrúar koma nýir inn en það eru þau Halla Björk Reynisdóttir og Andri Teitsson frá L-listanum, Hlynur frá Miðflokki, Þórhallur Jónsson og Hilda Jana Gísladóttir, sem landsmönnum er að góðu kunn fyrir störf sín á hinum ýmsu fjölmiðlum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Kjörsókn misjöfn eftir sveitarfélögum Á einhverjum stöðum hefur hún aukist lítillega miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar en annars staðar hefur hún minnkað. 26. maí 2018 13:27 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03
Kjörsókn misjöfn eftir sveitarfélögum Á einhverjum stöðum hefur hún aukist lítillega miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar en annars staðar hefur hún minnkað. 26. maí 2018 13:27
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent