Dagur útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn Sylvía Hall skrifar 27. maí 2018 12:08 Eyþór segir niðurstöður kosninganna vera skýrt ákall um breytingar. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, segir það útilokað í sínum huga að flokkurinn fari í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokki. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöður kosninganna gefa skýr skilaboð um að núverandi borgarstjórn eigi sér ekki framhaldslíf. Oddvitarnir tveir voru á meðal gesta í Sprengisandi í dag þar sem framhaldið var rætt. Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur með 30,8% atkvæða og átta borgarfulltrúa. Samfylkingin tapar rúmlega sex prósentustigum frá síðustu kosningum, en flokkurinn hlaut 25,9% atkvæða og þar með sjö borgarfulltrúa.Nóttin var rússíbani Dagur segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr undir lok kosningabaráttunnar og benti á að fylgi flokksins hafi verið um 13% í skoðanakönnunum fyrr í vetur. Nóttin hafi verið æsispennandi og að margir möguleikar séu á borðinu. Hann segir næstu skref vera að fara í viðræður við aðra flokka og að línurnar mun skýrast á næstu dögum. Hann sé bjartsýnn um að áherslumál núverandi meirihluta fái áfram brautargengi og niðurstaða kosninganna bendi til þess að almenningur sé sammála þeirri framtíðarsýn. Hann útiloki hins vegar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst það svolítið kristallast að við deilum framtíðarsýn með mörgum flokkum sem buðu fram í borgarstjórn“ sagði Dagur og að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki á meðal þeirra. Samfylkingin talaði fyrir grænni borg, þéttari byggð og bættum almenningssamgöngum og Eyþór hafi tekið afstöðu gegn þeim málum.Úrslitin skýrt ákall um breytingar Eyþór var að vonum sáttur með úrslitin og segir þau vera ákall um breytingar. Núverandi borgarstjórn hafi verið hafnað að kjósendum: „Skilaboð kjósenda gætu ekki verið skýrari. Þessi borgarstjórn sem nú er á ekki að eiga framhaldslíf“ Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera þann flokk sem hafi talað hvað mest fyrir breytingum og fylgi þeirra sýni fram á að það sé vilji kjósenda. Það sé siðferðisleg skylda stjórnmálamanna að hlusta á niðurstöðurnar og hann sé tilbúinn til þess að leiða breytingarstjórn sem taki á vanda borgarinnar. „Niðurstaða fólksins í borginni var afdráttarlaus, það voru breytingar.” Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Flokkurinn er aftur þar sem hann á að vera: Stærstur“ "Við erum tilbúin að vinna með öllum þeim flokkum sem eru tilbúnir til að vinna að breytingum,“ segir Eyþór Arnalds. 27. maí 2018 00:17 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, segir það útilokað í sínum huga að flokkurinn fari í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokki. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöður kosninganna gefa skýr skilaboð um að núverandi borgarstjórn eigi sér ekki framhaldslíf. Oddvitarnir tveir voru á meðal gesta í Sprengisandi í dag þar sem framhaldið var rætt. Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur með 30,8% atkvæða og átta borgarfulltrúa. Samfylkingin tapar rúmlega sex prósentustigum frá síðustu kosningum, en flokkurinn hlaut 25,9% atkvæða og þar með sjö borgarfulltrúa.Nóttin var rússíbani Dagur segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr undir lok kosningabaráttunnar og benti á að fylgi flokksins hafi verið um 13% í skoðanakönnunum fyrr í vetur. Nóttin hafi verið æsispennandi og að margir möguleikar séu á borðinu. Hann segir næstu skref vera að fara í viðræður við aðra flokka og að línurnar mun skýrast á næstu dögum. Hann sé bjartsýnn um að áherslumál núverandi meirihluta fái áfram brautargengi og niðurstaða kosninganna bendi til þess að almenningur sé sammála þeirri framtíðarsýn. Hann útiloki hins vegar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst það svolítið kristallast að við deilum framtíðarsýn með mörgum flokkum sem buðu fram í borgarstjórn“ sagði Dagur og að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki á meðal þeirra. Samfylkingin talaði fyrir grænni borg, þéttari byggð og bættum almenningssamgöngum og Eyþór hafi tekið afstöðu gegn þeim málum.Úrslitin skýrt ákall um breytingar Eyþór var að vonum sáttur með úrslitin og segir þau vera ákall um breytingar. Núverandi borgarstjórn hafi verið hafnað að kjósendum: „Skilaboð kjósenda gætu ekki verið skýrari. Þessi borgarstjórn sem nú er á ekki að eiga framhaldslíf“ Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera þann flokk sem hafi talað hvað mest fyrir breytingum og fylgi þeirra sýni fram á að það sé vilji kjósenda. Það sé siðferðisleg skylda stjórnmálamanna að hlusta á niðurstöðurnar og hann sé tilbúinn til þess að leiða breytingarstjórn sem taki á vanda borgarinnar. „Niðurstaða fólksins í borginni var afdráttarlaus, það voru breytingar.”
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Flokkurinn er aftur þar sem hann á að vera: Stærstur“ "Við erum tilbúin að vinna með öllum þeim flokkum sem eru tilbúnir til að vinna að breytingum,“ segir Eyþór Arnalds. 27. maí 2018 00:17 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
„Flokkurinn er aftur þar sem hann á að vera: Stærstur“ "Við erum tilbúin að vinna með öllum þeim flokkum sem eru tilbúnir til að vinna að breytingum,“ segir Eyþór Arnalds. 27. maí 2018 00:17
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44