Dagur útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn Sylvía Hall skrifar 27. maí 2018 12:08 Eyþór segir niðurstöður kosninganna vera skýrt ákall um breytingar. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, segir það útilokað í sínum huga að flokkurinn fari í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokki. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöður kosninganna gefa skýr skilaboð um að núverandi borgarstjórn eigi sér ekki framhaldslíf. Oddvitarnir tveir voru á meðal gesta í Sprengisandi í dag þar sem framhaldið var rætt. Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur með 30,8% atkvæða og átta borgarfulltrúa. Samfylkingin tapar rúmlega sex prósentustigum frá síðustu kosningum, en flokkurinn hlaut 25,9% atkvæða og þar með sjö borgarfulltrúa.Nóttin var rússíbani Dagur segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr undir lok kosningabaráttunnar og benti á að fylgi flokksins hafi verið um 13% í skoðanakönnunum fyrr í vetur. Nóttin hafi verið æsispennandi og að margir möguleikar séu á borðinu. Hann segir næstu skref vera að fara í viðræður við aðra flokka og að línurnar mun skýrast á næstu dögum. Hann sé bjartsýnn um að áherslumál núverandi meirihluta fái áfram brautargengi og niðurstaða kosninganna bendi til þess að almenningur sé sammála þeirri framtíðarsýn. Hann útiloki hins vegar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst það svolítið kristallast að við deilum framtíðarsýn með mörgum flokkum sem buðu fram í borgarstjórn“ sagði Dagur og að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki á meðal þeirra. Samfylkingin talaði fyrir grænni borg, þéttari byggð og bættum almenningssamgöngum og Eyþór hafi tekið afstöðu gegn þeim málum.Úrslitin skýrt ákall um breytingar Eyþór var að vonum sáttur með úrslitin og segir þau vera ákall um breytingar. Núverandi borgarstjórn hafi verið hafnað að kjósendum: „Skilaboð kjósenda gætu ekki verið skýrari. Þessi borgarstjórn sem nú er á ekki að eiga framhaldslíf“ Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera þann flokk sem hafi talað hvað mest fyrir breytingum og fylgi þeirra sýni fram á að það sé vilji kjósenda. Það sé siðferðisleg skylda stjórnmálamanna að hlusta á niðurstöðurnar og hann sé tilbúinn til þess að leiða breytingarstjórn sem taki á vanda borgarinnar. „Niðurstaða fólksins í borginni var afdráttarlaus, það voru breytingar.” Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Flokkurinn er aftur þar sem hann á að vera: Stærstur“ "Við erum tilbúin að vinna með öllum þeim flokkum sem eru tilbúnir til að vinna að breytingum,“ segir Eyþór Arnalds. 27. maí 2018 00:17 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, segir það útilokað í sínum huga að flokkurinn fari í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokki. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöður kosninganna gefa skýr skilaboð um að núverandi borgarstjórn eigi sér ekki framhaldslíf. Oddvitarnir tveir voru á meðal gesta í Sprengisandi í dag þar sem framhaldið var rætt. Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur með 30,8% atkvæða og átta borgarfulltrúa. Samfylkingin tapar rúmlega sex prósentustigum frá síðustu kosningum, en flokkurinn hlaut 25,9% atkvæða og þar með sjö borgarfulltrúa.Nóttin var rússíbani Dagur segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr undir lok kosningabaráttunnar og benti á að fylgi flokksins hafi verið um 13% í skoðanakönnunum fyrr í vetur. Nóttin hafi verið æsispennandi og að margir möguleikar séu á borðinu. Hann segir næstu skref vera að fara í viðræður við aðra flokka og að línurnar mun skýrast á næstu dögum. Hann sé bjartsýnn um að áherslumál núverandi meirihluta fái áfram brautargengi og niðurstaða kosninganna bendi til þess að almenningur sé sammála þeirri framtíðarsýn. Hann útiloki hins vegar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst það svolítið kristallast að við deilum framtíðarsýn með mörgum flokkum sem buðu fram í borgarstjórn“ sagði Dagur og að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki á meðal þeirra. Samfylkingin talaði fyrir grænni borg, þéttari byggð og bættum almenningssamgöngum og Eyþór hafi tekið afstöðu gegn þeim málum.Úrslitin skýrt ákall um breytingar Eyþór var að vonum sáttur með úrslitin og segir þau vera ákall um breytingar. Núverandi borgarstjórn hafi verið hafnað að kjósendum: „Skilaboð kjósenda gætu ekki verið skýrari. Þessi borgarstjórn sem nú er á ekki að eiga framhaldslíf“ Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera þann flokk sem hafi talað hvað mest fyrir breytingum og fylgi þeirra sýni fram á að það sé vilji kjósenda. Það sé siðferðisleg skylda stjórnmálamanna að hlusta á niðurstöðurnar og hann sé tilbúinn til þess að leiða breytingarstjórn sem taki á vanda borgarinnar. „Niðurstaða fólksins í borginni var afdráttarlaus, það voru breytingar.”
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Flokkurinn er aftur þar sem hann á að vera: Stærstur“ "Við erum tilbúin að vinna með öllum þeim flokkum sem eru tilbúnir til að vinna að breytingum,“ segir Eyþór Arnalds. 27. maí 2018 00:17 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
„Flokkurinn er aftur þar sem hann á að vera: Stærstur“ "Við erum tilbúin að vinna með öllum þeim flokkum sem eru tilbúnir til að vinna að breytingum,“ segir Eyþór Arnalds. 27. maí 2018 00:17
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44