Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2018 13:25 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir kemur ný inn í borgarstjórn en Viðreisn náði tvemiur fulltrúum inn í fyrstu tilraun. Vísir/Vilhelm Konur munu sitja í 236 sætum sveitarstjórna næstu fjögur árin en karlar í 266 sætum. Þetta er niðurstaðan að loknum kosningum sem lauk í gær. Sveitastjórnarfulltúar eru því 53% karlar og 47% konur. Þetta kemur fram í samantekt Stefán Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra og sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 15 af 23 borgarfulltrúum eru konur, eins og Vísir hefur áður fjallað um, en það svarar til 65,2%. Lengi vel stefndi í að konurnar yrðu sextán í borgarstjórn en miklar sviptingar voru í tölum í nótt.Sjö karlar og tvær konur eru í bæjarstjórn í Mosfellsbæ.Vísir/GvendurStefán skoðar kynjaskiptinguna í nokkrum flokkum. Horfir meðal annars til höfuðborgarsvæðisins þar sem eru sjö sveitarfélög með samtals 77 fulltrúa. „Samkvæmt niðurstöðum kosninganna náðu 40 konur og 37 karlar kjöri. Konur eru í meirihluta í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Kjósarhreppi og karlar í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi,“ segir Stefán. Í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eru hlutföll karla og kvenna eins jöfn og unnt er, þ.e. í Kópavogi, Hafnarfirði Garðabæ, Seljarnarnesi og Kjósarhreppi. Tvö skeri sig úr. Áðurnefnd Reykjavík með 65% hlutfall kvenna og Mosfellsbær þar sem hlutfall karla í bæjarstjórn er 77%.Fimmtán konur verða í borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin, en átta karlar.Vísir/GvendurKarlar og konur eiga sæti í öllum sveitarstjórnum nema einni að sögn Stefáns. Borgarfjarðarhreppi sem verður stýrt af körlum næstu fjögur ár. „Einn karl situr í sveitarstjórn Ásahrepps líkt og í Helgafellssveit og Skaftárhreppi. Ein kona situr í sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps, líkt og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Tjörnes og Vogum,“ segir Stefán. Samantekt hans vekur lukku á Facebook og hann lýkur henni mðe því að taka saman sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu og þau ellefu stærstu annars staðar á landinu, þ.e. átján sveitarfélög. „Þá liggur landið svona: 18 sveitarfélög - 180 fulltrúar. 91 karl náði kjöri og 89 konur. Nánast hnífjafnt. Nánast.“Samantekt Stefáns Eiríkssonar má sjá hér að neðan. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Konur munu sitja í 236 sætum sveitarstjórna næstu fjögur árin en karlar í 266 sætum. Þetta er niðurstaðan að loknum kosningum sem lauk í gær. Sveitastjórnarfulltúar eru því 53% karlar og 47% konur. Þetta kemur fram í samantekt Stefán Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra og sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. 15 af 23 borgarfulltrúum eru konur, eins og Vísir hefur áður fjallað um, en það svarar til 65,2%. Lengi vel stefndi í að konurnar yrðu sextán í borgarstjórn en miklar sviptingar voru í tölum í nótt.Sjö karlar og tvær konur eru í bæjarstjórn í Mosfellsbæ.Vísir/GvendurStefán skoðar kynjaskiptinguna í nokkrum flokkum. Horfir meðal annars til höfuðborgarsvæðisins þar sem eru sjö sveitarfélög með samtals 77 fulltrúa. „Samkvæmt niðurstöðum kosninganna náðu 40 konur og 37 karlar kjöri. Konur eru í meirihluta í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Kjósarhreppi og karlar í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi,“ segir Stefán. Í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu eru hlutföll karla og kvenna eins jöfn og unnt er, þ.e. í Kópavogi, Hafnarfirði Garðabæ, Seljarnarnesi og Kjósarhreppi. Tvö skeri sig úr. Áðurnefnd Reykjavík með 65% hlutfall kvenna og Mosfellsbær þar sem hlutfall karla í bæjarstjórn er 77%.Fimmtán konur verða í borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin, en átta karlar.Vísir/GvendurKarlar og konur eiga sæti í öllum sveitarstjórnum nema einni að sögn Stefáns. Borgarfjarðarhreppi sem verður stýrt af körlum næstu fjögur ár. „Einn karl situr í sveitarstjórn Ásahrepps líkt og í Helgafellssveit og Skaftárhreppi. Ein kona situr í sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps, líkt og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Tjörnes og Vogum,“ segir Stefán. Samantekt hans vekur lukku á Facebook og hann lýkur henni mðe því að taka saman sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu og þau ellefu stærstu annars staðar á landinu, þ.e. átján sveitarfélög. „Þá liggur landið svona: 18 sveitarfélög - 180 fulltrúar. 91 karl náði kjöri og 89 konur. Nánast hnífjafnt. Nánast.“Samantekt Stefáns Eiríkssonar má sjá hér að neðan.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15