Vill ræða fyrst við núverandi meirihluta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2018 15:51 Guðmundur Baldvin, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, vill hefja viðræður við Samfylkingu og L-listann um meirihlutasamstarf. Framsóknarflokkurinn á Akureyri Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, vill hefja viðræður við núverandi meirihluta í bæjarstjórn, L-lista og Samfylkingu, um áframhaldandi meirihlutasamstarf. Það sé sá kostur sem honum hugnist best, meirihlutinn hafi skilað af sér góðu búi eftir kjörtímabilið. Þetta segir Guðmundur með þeim fyrirvara að vissulega sé ný fólk í brúnni í báðum flokkum en Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðarstjóri, og Andri Teitsson, verkfræðingur, koma ný inn í bæjarstjórn frá L-listanum og Hilda Jana Gísladóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona, er nýr bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann telur flokkana þrjá enn eiga samleið og hann vill komast að því sem fyrst hvort flokkarnir séu tilbúnir að róa í sömu átt næstu fjögur árin. Guðmundur var í símaviðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi og var feikilega ánægður með árangurinn sem ekki er nema von því Framsóknarflokkurinn er hástökkvari kosninganna og bætir við sig 3,3% fylgi frá því síðast var kosið auk þess sem flokkurinn náði atkvæðum langt umfram það sem honum var spáð í skoðanakönnunum. Framsókn endaði með 17,5% atkvæða og tryggði Ingibjörgu Ólöfu Isaksen áfram sæti í bæjarstjórn. Í kosningabaráttunni lögðu framsóknarmenn höfuðáherslu á það að ná Ingibjörgu inn til þess að geta haldið áfram að vinna að þeim stóru málum sem flokkurinn leiddi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn var stærsti flokkurinn á Akureyri og en hann fékk 22,9% atkvæða og fær þrjá bæjarfulltrúa; Gunnar Gíslason, oddvita, Evu Hrund Einarsdóttur og Þórhall Jónsson. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36 Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00 Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, vill hefja viðræður við núverandi meirihluta í bæjarstjórn, L-lista og Samfylkingu, um áframhaldandi meirihlutasamstarf. Það sé sá kostur sem honum hugnist best, meirihlutinn hafi skilað af sér góðu búi eftir kjörtímabilið. Þetta segir Guðmundur með þeim fyrirvara að vissulega sé ný fólk í brúnni í báðum flokkum en Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðarstjóri, og Andri Teitsson, verkfræðingur, koma ný inn í bæjarstjórn frá L-listanum og Hilda Jana Gísladóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona, er nýr bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann telur flokkana þrjá enn eiga samleið og hann vill komast að því sem fyrst hvort flokkarnir séu tilbúnir að róa í sömu átt næstu fjögur árin. Guðmundur var í símaviðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi og var feikilega ánægður með árangurinn sem ekki er nema von því Framsóknarflokkurinn er hástökkvari kosninganna og bætir við sig 3,3% fylgi frá því síðast var kosið auk þess sem flokkurinn náði atkvæðum langt umfram það sem honum var spáð í skoðanakönnunum. Framsókn endaði með 17,5% atkvæða og tryggði Ingibjörgu Ólöfu Isaksen áfram sæti í bæjarstjórn. Í kosningabaráttunni lögðu framsóknarmenn höfuðáherslu á það að ná Ingibjörgu inn til þess að geta haldið áfram að vinna að þeim stóru málum sem flokkurinn leiddi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn var stærsti flokkurinn á Akureyri og en hann fékk 22,9% atkvæða og fær þrjá bæjarfulltrúa; Gunnar Gíslason, oddvita, Evu Hrund Einarsdóttur og Þórhall Jónsson.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36 Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00 Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Hilda Jana um þátttöku í stjórnmálum: „Mér finnst ég hafa lifnað við aftur“ Hilda Jana hefur meiri áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af innanflokksátökum í bæjarstjórn Akureyrar. 27. maí 2018 15:36
Fimm ný andlit í bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutinn heldur Bæjarstjórn Akureyrar sem er skipuð 11 bæjarfulltrúum tekur breytingum því fimm fulltrúar koma nýir inn. 27. maí 2018 10:00
Lokatölur frá Akureyri: Meirihlutinn heldur og Miðflokkurinn nær manni inn Lokatölur liggja nú fyrir í fjórða stærsta bæjarfélagi landsins, Akureyri. 27. maí 2018 03:03